Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 29
eigi suma þingmenn líka. Þetta er það, sem
orsakar allt hatrið og allar skammirnar, sem
dynja á okkur, meirihluta fossanefndar í
blöðum þessara þjóna erlendra auðkýfinga."
Eftirtektarverð eru orð Jóns Þorlákssonar
3. maí 1923 er hann lýsir ferli þeirra, er vilja
láta eignar- og umráðarétt bænda standa og
„gefa útlendingum" allan framtíðargróðann,
með orðum Guðmundar Björnssonar sem
„föðurlandssvik" — og skorar jafnframt á þá
„jarðeigendur, sem kynnu að hafa gert sér
von um að geta selt einhver vattsréttindi,"
að sleppa „þeim vonum vegna nauðsynjar
eftirkomendanna."
Svo fór á Alþingi 1923 að samþykkt var
að leyfi ríkisstjórnar þyrfti til virkjunar án
þess útkljáð væri eignarréttaratriðið. Varð
það til þess að engin leyfi fengust til virkjun-
ar. A næsta aldarfjórðungi misstu öll erlendu
fossafélögin, nema „Titan", eignarkall sitt til
fossa á Islandi, af því þau hirtu ekki um að
viðhalda „réttinum". Og 1948 kaupir ís-
lenska ríkið svo „eignarréttinn” á Þjórsá af
„Titan”, sem sá fram á að fá aldrei að nota
hann. Þjórsá fékkst þá fyrir þrjár miljónir
króna!
Á árunum 1917—23 lifði helmingur ís-
lendinga af landbúnaði og óspart var af póli-
tískum og fjármála-bröskurum ýtt undir
braskhneigð ýmissa jarðeigenda.1* En bestu
og framsýnusm menn bændastéttarinnar, svo
sem Þórólfur í Baldursheimi og hópur sá, er
þá stóð að „Rétti", var fylgjandi raunveru-
legri sameign á jörð og andvígur því að láta
jarðirnar, frumskilyrði að atvinnu bænda,
dragast inn í hringiðu auðvaldsbrasksins.
„EIGNIN“ Á JARÐHITANUM
Síðan þetta gerðist er nú liðin hálf öld,
mesti umbyltingatími íslensks þjóðlífs, en enn
þá stendur baráttan um auðæfin í iðrum jarð-
ar, hitaorkuna, og um jörðina sjálfa, þegar
hún hættir að vera vinnuvettvangur bænda
en breytist í lóðir. En íslenskri borgarastétt
hefur stórum hrakað siðferðilega frá tímum
Bjarna frá Vogi og Jóns Þorlákssonar. Nú eru
það innlendir braskarar, sem vilja sölsa undir
sig orkuna í jarðhitanum og fá að skattleggja
allan almenning í sína þágu. Og þeir virðast
173