Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 29
eigi suma þingmenn líka. Þetta er það, sem orsakar allt hatrið og allar skammirnar, sem dynja á okkur, meirihluta fossanefndar í blöðum þessara þjóna erlendra auðkýfinga." Eftirtektarverð eru orð Jóns Þorlákssonar 3. maí 1923 er hann lýsir ferli þeirra, er vilja láta eignar- og umráðarétt bænda standa og „gefa útlendingum" allan framtíðargróðann, með orðum Guðmundar Björnssonar sem „föðurlandssvik" — og skorar jafnframt á þá „jarðeigendur, sem kynnu að hafa gert sér von um að geta selt einhver vattsréttindi," að sleppa „þeim vonum vegna nauðsynjar eftirkomendanna." Svo fór á Alþingi 1923 að samþykkt var að leyfi ríkisstjórnar þyrfti til virkjunar án þess útkljáð væri eignarréttaratriðið. Varð það til þess að engin leyfi fengust til virkjun- ar. A næsta aldarfjórðungi misstu öll erlendu fossafélögin, nema „Titan", eignarkall sitt til fossa á Islandi, af því þau hirtu ekki um að viðhalda „réttinum". Og 1948 kaupir ís- lenska ríkið svo „eignarréttinn” á Þjórsá af „Titan”, sem sá fram á að fá aldrei að nota hann. Þjórsá fékkst þá fyrir þrjár miljónir króna! Á árunum 1917—23 lifði helmingur ís- lendinga af landbúnaði og óspart var af póli- tískum og fjármála-bröskurum ýtt undir braskhneigð ýmissa jarðeigenda.1* En bestu og framsýnusm menn bændastéttarinnar, svo sem Þórólfur í Baldursheimi og hópur sá, er þá stóð að „Rétti", var fylgjandi raunveru- legri sameign á jörð og andvígur því að láta jarðirnar, frumskilyrði að atvinnu bænda, dragast inn í hringiðu auðvaldsbrasksins. „EIGNIN“ Á JARÐHITANUM Síðan þetta gerðist er nú liðin hálf öld, mesti umbyltingatími íslensks þjóðlífs, en enn þá stendur baráttan um auðæfin í iðrum jarð- ar, hitaorkuna, og um jörðina sjálfa, þegar hún hættir að vera vinnuvettvangur bænda en breytist í lóðir. En íslenskri borgarastétt hefur stórum hrakað siðferðilega frá tímum Bjarna frá Vogi og Jóns Þorlákssonar. Nú eru það innlendir braskarar, sem vilja sölsa undir sig orkuna í jarðhitanum og fá að skattleggja allan almenning í sína þágu. Og þeir virðast 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.