Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 59

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 59
hefur nú hafið starfsemi á ný með allharðri gagnrýni á ráðstafanir egypsku stjórnarinnar, að því er „L’Unita", blað ítalska kommún- istaflokksins segir frá. PERÚ Hinn nýi forseti Peru, Francisco Morales Bermudez, hefur sett út úr ríkisstjórninni alla þá ráðherra, er voru andkommúnistar. Báru þeir m.a. ábyrgð á því að um 50 blaðamenn, menntamenn og verklýðsleiðtogar, er gagn- rýnt höfðu fyrri stjórn, höfðu verið reknir úr landi. Hafa þeir nú fengið að snúa heim. Kveðst hinn nýi forseti munu halda í heiðri fyrirheit þeirrar byltingar, er hafin var 1968. En sú bylting var fyrsta róttæka her- fortngjabyltmgin. MADAGASKAR Forseti sá er til valda komst á vegum hersins s.l. sumar, Didier Ratsiraka, hefur lýst yfir eftirfarandi stefnu stjórnar sinnar: Þjóðnýting bankanna, tryggingarfélaganna, námanna og allra auðæfa í jörðu, eignarnámi á landareignum stórjarðeigenda og uppskipt- ing þeirra á milli bænda, yfirstjórn ríkisins á utanríkisverslun og skipulagning innan- landsverslunar. Franska blaðið „Le Monde" spyr 5. sept- ember hvort ríkisstjórn Madagaskar ætli að koma sósíalisma á í landinu og minnir á að forsetinn, — er áður var utanríkisráðherra, — hafi reynst mjög fasmr fyrir gagnvart áhrifum jafnt Bandaríkjanna sem Sovétríkj- anna. „REPUBLICA“ Þegar deilt hefur verið um útkomu blaðs- ins „Republica" í Lissabon, þá er sjaldan getið eins atriðis í sambandi við þá deilu, sem að ýmsu leyti var klaufalega háð af hendi allra aðila. Byltingarráð verkamann- anna við blaðið (prentarar o.fi.) hafði ákveð- ið að afhenda fyrri eigendum blaðið með því skilyrði að engum starfsmannanna yrði sagt upp. En framkvæmdastjóri blaðsins krafðist þess að fá að segja upp þeim, er hann taldi hafa haft forustu um barátm verkamanna. A þessari kröfu strönduðu samningar. Hinsvegar reyndist auðvelt fyrir Rego, er forðum var framkvæmdastjóri Republica, að fá sér nýtt blað ,,]ornal di Commercio”. — Aróðurinn, sem rekinn er hér heima um að kommúnistar ráði flestöllum blöðum Portú- gals, hefur ekki við rök að styðjast. iNDLAND Nóttina milli 25. og 26. júní tók Indíra Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sér eins- konar alræðisvald með aðstoð sérstakrar lög- reglu sinnar og hers. Talið er að í lok ágúst hafi verið búið að taka fasta og setja í fang- elsi um 116 þúsund andstæðinga hennar. Indíra Gandhi og Þjóðþingsflokkur henn- ar ræður ekki við andstæðurnar í indversku þjóðfélagi og vill raunverulega ekki — né getur eins og sá flokkur er samsettur — ráðið við vandamálin. Því fyrst og fremst er flokk- ur sá erindreki yfirstéttarinnar og hvorki vill né getur gert þær ráðstafanir gegn henni, sem duga til að leysa hinar ægilegu þjóðfé- lagsandstæður landsins. Hyldýpið milli auðs og eymdar er hvergi slíkt sem í Indlanli: 318 skattgreiðendur viðurkenna eign að upphæð 36 miljarðar ísl. kr. (ca. 130 miljón- ir á hvern). Þar með viðurkenna 0.002% íbúanna að eiga 8% viðurkenndra einka- eigna. En sérfræðingar telja að 10% þjóð- arinnar eigi tvo þriðju hluta allra einkaeigna 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.