Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 6

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 6
yfirburðum verkkunnáttu og ágæti fram- leiðslutækja framar öllu. Auðmannastéttir Evrópu munu reyna að viðhalda arðráni sínu og yfirdrottnun á kostnað alþýðu þessara landa, sem þegar fær að kenna á klóm auðdrottnanna í atvinnu- leysi og lífskjararýrnun. Verkalýður auð- valdslandanna í Evrópu á því ekki annars kostar en hrinda yfirdrottnun auðhringanna, ef hann vill halda lífskjörum og atvinnu og bæta hvortveggja. Það er þetta, sem sósíal- demókrataflokkar auðvaldslandanna verða að læra. Sá franski og belgíski virðist vera að reyna það. Hinir munu á eftir koma, sum- ir seint, en það er ekki annarra kosta völ, er til lengdar lætur. Og ef og þegar verkalýðs- flokkar þessarar Evrópu, í auðvalds- og sósí- alistiskum löndum taka höndum saman — gera sósíalistískar ráðstafanir í núverandi auðvaldslöndum og lýðræðislegar í sósíalist- ísku löndunum, — þá hafa þeir öll hin póli- tísku skilyrði til þess að ráða endanlega bug á kreppum og tryggja þessum þjóðum ör- ugga lífsafkomu. En sökum skorts á orku og vissum hrá- efnum, verður það hið brýnasta hagsmuna- mál þessarar Evrópu að tryggja friðsamlega og vinsamlega sambúð, eigi aðeins við Sovét- ríkin og Bandaríkin, heldur og sérstaklega við þriðja heiminn með orku- og hráefna- lindum hans. Þar sem þessi Evrópa hefði upp á að bjóða fullkomnustu tæknimenntun og stóriðju heims, þá gæti hún einmitt hjálpað þriðja heiminum á þróunarbraut hans, — og bætt fyrir misgerðir fyrri valdhafa. Þessi samstarfandi Evrópuríki undir sam- eiginlegri sósíalistískri forusm þurfa að geta talað í hópi hinna risavöxnu ríkjasamsteypa Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og Kína sem fulltrúar frjáls fjölþjóðasamstarfs, sem ekki þrengir að sjálfstæði hverrar þjóðar um sig en byggir á þeim gagnkvæma skiln- ingi, sem sameiginleg hugsjón og hagsmunir skapa. Og þar sem þessi Evrópa gæti í stríði aðeins orðið vígvöllur Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna með tilheyrandi gereyðingu, þá á ein- mitt þessi heimsálfuhluti, sem áður hleypti af stað tveim heimsstyrjöldum, hag sinn og líf undir því að friður haldist. Það yrði hlutverk þessara samstarfandi eða sameinuðu verkalýðs-valdaflokka Evrópu að gefa þessum Evrópu-þjóðum nýtt gildismat, innræta þeim sósíalistísk lífsviðhorf eins og atomöld með öllum sínum vandamálum krefst.4) Þessir flokkar munu framkvæma einskonar nýsköpun sósíalismans á heimsmælikvarða, samræma í þjóðfélögum á leið til sósíalisma efnahagslegar, sósíalistískar ráðstafanir því frelsi og þeim mannréttindum sem sósíal- ismanum er eiginlegt og alþýða Evrópu á- vann sér forðum í harðri baráttu við aðal og auðvald Vestur-Evrópu. Verkefni þessara flokka verður þarmeð hvorki meira né minna en að framkvæma endurreisn þessarar Evrópu sem menningar- legs forustuveldis í heiminum, — eða svo tekin sé líking frá fornöld: verða einskonar Aþena með Róma- og Persa-ríki sitt á hvora hönd. Það er mikið í húfi að samstarf þessara verklýðsflokka um róttækar sósíalistískar ráð- stafanir — og þar með vald þeirra í Vestur- Evrópu — takist. Afmrhald auðvaldsins sigr- aði í síðusm heimskreppu og olli heimsstríði. Og auðhringavaldið sýnir enn ljóst hvað það vill, ekki síst í Vestur-Þýskalandi, svo það geta þá og þegar verið síðusm forvöð að sýna því í tvö heimana. o*o En hvað þýðir að vera að bollaleggja um þessa stórpólitík hér út á Islandi? Ekki ráðum við neinu um þessa þróun, 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.