Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 6

Réttur - 01.08.1975, Page 6
yfirburðum verkkunnáttu og ágæti fram- leiðslutækja framar öllu. Auðmannastéttir Evrópu munu reyna að viðhalda arðráni sínu og yfirdrottnun á kostnað alþýðu þessara landa, sem þegar fær að kenna á klóm auðdrottnanna í atvinnu- leysi og lífskjararýrnun. Verkalýður auð- valdslandanna í Evrópu á því ekki annars kostar en hrinda yfirdrottnun auðhringanna, ef hann vill halda lífskjörum og atvinnu og bæta hvortveggja. Það er þetta, sem sósíal- demókrataflokkar auðvaldslandanna verða að læra. Sá franski og belgíski virðist vera að reyna það. Hinir munu á eftir koma, sum- ir seint, en það er ekki annarra kosta völ, er til lengdar lætur. Og ef og þegar verkalýðs- flokkar þessarar Evrópu, í auðvalds- og sósí- alistiskum löndum taka höndum saman — gera sósíalistískar ráðstafanir í núverandi auðvaldslöndum og lýðræðislegar í sósíalist- ísku löndunum, — þá hafa þeir öll hin póli- tísku skilyrði til þess að ráða endanlega bug á kreppum og tryggja þessum þjóðum ör- ugga lífsafkomu. En sökum skorts á orku og vissum hrá- efnum, verður það hið brýnasta hagsmuna- mál þessarar Evrópu að tryggja friðsamlega og vinsamlega sambúð, eigi aðeins við Sovét- ríkin og Bandaríkin, heldur og sérstaklega við þriðja heiminn með orku- og hráefna- lindum hans. Þar sem þessi Evrópa hefði upp á að bjóða fullkomnustu tæknimenntun og stóriðju heims, þá gæti hún einmitt hjálpað þriðja heiminum á þróunarbraut hans, — og bætt fyrir misgerðir fyrri valdhafa. Þessi samstarfandi Evrópuríki undir sam- eiginlegri sósíalistískri forusm þurfa að geta talað í hópi hinna risavöxnu ríkjasamsteypa Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og Kína sem fulltrúar frjáls fjölþjóðasamstarfs, sem ekki þrengir að sjálfstæði hverrar þjóðar um sig en byggir á þeim gagnkvæma skiln- ingi, sem sameiginleg hugsjón og hagsmunir skapa. Og þar sem þessi Evrópa gæti í stríði aðeins orðið vígvöllur Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna með tilheyrandi gereyðingu, þá á ein- mitt þessi heimsálfuhluti, sem áður hleypti af stað tveim heimsstyrjöldum, hag sinn og líf undir því að friður haldist. Það yrði hlutverk þessara samstarfandi eða sameinuðu verkalýðs-valdaflokka Evrópu að gefa þessum Evrópu-þjóðum nýtt gildismat, innræta þeim sósíalistísk lífsviðhorf eins og atomöld með öllum sínum vandamálum krefst.4) Þessir flokkar munu framkvæma einskonar nýsköpun sósíalismans á heimsmælikvarða, samræma í þjóðfélögum á leið til sósíalisma efnahagslegar, sósíalistískar ráðstafanir því frelsi og þeim mannréttindum sem sósíal- ismanum er eiginlegt og alþýða Evrópu á- vann sér forðum í harðri baráttu við aðal og auðvald Vestur-Evrópu. Verkefni þessara flokka verður þarmeð hvorki meira né minna en að framkvæma endurreisn þessarar Evrópu sem menningar- legs forustuveldis í heiminum, — eða svo tekin sé líking frá fornöld: verða einskonar Aþena með Róma- og Persa-ríki sitt á hvora hönd. Það er mikið í húfi að samstarf þessara verklýðsflokka um róttækar sósíalistískar ráð- stafanir — og þar með vald þeirra í Vestur- Evrópu — takist. Afmrhald auðvaldsins sigr- aði í síðusm heimskreppu og olli heimsstríði. Og auðhringavaldið sýnir enn ljóst hvað það vill, ekki síst í Vestur-Þýskalandi, svo það geta þá og þegar verið síðusm forvöð að sýna því í tvö heimana. o*o En hvað þýðir að vera að bollaleggja um þessa stórpólitík hér út á Islandi? Ekki ráðum við neinu um þessa þróun, 150

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.