Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 53

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 53
islæg(5). Til þess liggja tvær ástæður: í fyrsta lagi hefur auðmaðurinn (eigandi eða stjómandi) auðmagnsins) völd og nýtur virðingar í réttu hlut- falli við umfang auðmagns síns. Frama öðlast maður í auðvaldsþjóðfélagi, með því að hreykja að sér auðmagni. í öðru lagi getur kyrrstaða valdið falli hvaða auðmanns sem er. Marx orð- aði þctta svo: .....þróun framleiðsluhátta auðvaldsins knýr fram þrotlausa aukningu auðmagns þess sem liggur í iðnaðarfyrirtækjum. Og við samkeppnis- skilyrði sýnist auðmanninum framleiðslulögmál auðvaldsins — sem eru því eðlislæg — vera ein- hver utanaðsteðjandi nauðung, sem hann verði að lúta. Þau neyða hann til að varðveita auð- magnið með útþcnslu, sem einungis næst fyrir tilstuðlan síaukinnar upphleðslu (Akkumulation).“ (Das Kapital, MEW 23, bls. 629). Auðmaðurinn sem stýrir auðhring er jafn háður þessum staðreyndum og fyrri tíma eigandi smáfyrirtækis. Þær þykja sjálfsagður hluti af hug- myndafræði viðskiptalífsins, þar sem hagvöxtur nýtur trúarlegrar lotningar. Eina öryggi þessa fyrirtækis, eða hvaða fyrirtækis sem vera skal“, segir í ársskýrslu þeirri sem við höfum áður vitnað í, „felst í styrkum, stöðugum og kraft- miklum uppgangi. Fyrirtæki er eins og mann- eskja. Þegar það hættir að vaxa, þegar það end- urnýjast ekki í stöðugum vexti, þá fer því að hnigna. . . Öryggisleysi ríkir þar sem skortir tækifæri á vexti, framvindu og stöðugum endur- bótum.“(6) Sé þessi vöxtur útlagður í hinum sérteknu hug- tökum marxískra hagfræðikenninga, merkir hann að hluti umframvirðis sem aflað er af auðmagni á einu tímabili bætist við auðmagnið á næsta tímabili. Aukið auðmagn þénar aukið umfram- virði, þannig að cnn má auka við vöxtinn, og koll af kolli. Almennt hafa marxískar kenningar beinst að afleiðingum atferlis einstakra auð- magnseininga fyrir allt hagkerfið. Hefur óþarf- lega lítt verið fjallað um afleiðingar þessarar spíralþróunar (auðmagn/umframvirði/aukið auð- magn) á það sem borgaraleg hagfræði nefnir við- skiptafræði. Hér fara á eftir nokkrar ábendingar í hvaða átt rannsóknir mættu ganga í þessu viðviki. Tökum fyrst fyrir iðnaðarfyrirtæki við sam- keppnisskilyrði, en þar byrja einnig Marx og klassíska hagfræðin. Fyrirtækið býr aðeins til hluta af heildarframleiðslu á sínu sviði, og eng- inn teljandi munur er á vörum þess og annarra framleiðenda á sama sviði. Við slík skilyrði framleiðir sérhvert fyrirtæki það mikið magn, að ef einni vörutegund væri bætt við mundi kostn- aðarupphæð hennar jafngilda markaðsverðinu (ef framleiðslan færi yfir þetta mark, mundi kostn- aður fara framúr söluverði og valda minnkuð- um gróða í það heila tekið). Þetta fræga jafn- vægisástand fjalla kennslubækur í hagfræði oft um undir lokin, í stað þess að byrja á því. Til þess að ráða við þetta ástand, verður auð- maðurinn augljóslega að draga úr kostnaði og auka þannig ágóðahlut sinn (gert er ráð fyrir að hann gcti sclt alla framleiðslu sína við mark- aðsverði, þeas. hann eigi ekki við söluvandamál að stríða). Kostnað lækka menn yfirleitt með því að auka framleiðslumagnið og koma nýrri eða bctri framleiðslutækni í gagnið. Þau fyrir- tæki sem fylgja þessari stefnu vaxa og dafna, hin heltast úr lestinni. Vitanlega á þessi framgangur sínar takmark- anir. Fyrr en síðar kemur að grundvallarbreyt- ingu markaðsskilyrðanna, þar eð útþenslhn veld- ur aukinni meðalstærð fyrirtækja, því að sum stækka en önnur hætta. Þá fyrirfinnast ekki leng- ur margir smáir framleiðendur, sem hver um sig aðlagar sig markaðsverðinu og reynir að græða sem mest. Þess í stað framleiðir nú sérhvert fyrirtæki umtalsverðan hluta heildarframlciðsl- unnar á sínu sviði, og verður það því að reikna með áhrifum eigin framboðs á markaðsverðið. Þetta leiðir til nýrra vandamála og möguleika, sem misjafnar rannsóknir hafa verið gerðar á, undir yfirskriftunum „ófullkomin" eða „einok- unarkennd“ samkeppni, vald fárra yfir markaðn- um (oligopoly) og einokun. Nægir að benda á, að auk þess sem fyrirtækin leitast við að halda niðri framleiðslukostnaði, reyna þau eðlilega öll að ná einokunaraðstöðu, annaðhvort hvert fyrir sig (með því að gera vöruna á einhvem hátt frábrugðna framleiðslu keppinautanna) eða í sam- einingu (mcð leyndu eða ljósu samkomulagi við keppinautana). Niðurstaðan verður því sú, að í fræðilegum tilgangi gerir maður réttilega ráð fyr- ir, að dæmigcrt fyrirtæki starfi einsog það hefði einokunaraðstöðu. Það nær hámarksgróða með því að framleiða töluvert rninna en það magn, 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.