Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 47

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 47
um tíma, er þumalskrúfur Nato voru settar í gang. En enn sem komið var hafði áróður Atlandshafsbandalagsins ekki blindað þá svo að þeir þyrðu ekki að bjóða fjendum lands- ins byrginn, er þeir í bandamannsgerfi ætl- uðu að beygja þá í duftið. Enn var mann- dómur í forustumönnum Nato-flokkanna á Islandi, m.a. s. sjálfur Bjarni Benediktsson snýr sér til sovétstjórnarinnar um stórfelld verslunarviðskipti og með hennar hjálp er breska bannið brotið á bak aftur 1953. Her- mann Jónasson segir samstarfsmönnunum í Evrópuráðinu í Strasburg kankvís frá þessari björgunarstarfsemi, er þeir undrast hví Island hafi svo mikil viðskipti við Sovétríkin, þegar Nato-lönd höfðu sett raunverulegt við- skiptabann á þau.11 Það sló við þá sögu hans þögn á hóp spyrjendanna. II. 1958 er næsta skrefið stigið í sjálfstæðis- barátm Islendinga á sjónum. Lúðvík Jóseps- son setur sem sjávarútvegsráðherra í vinstri stjórninni reglugerð um 12 mílna fiskveiði- lögsögu samkvæmt landgrunnslögunum frá 1948. Nú er uppi fótur og fit. Aróðursmylla Atlantshafsbandalagsins hafði nú haft heilan áramg til að ánetja sér íslenska menn, milja niður manndóminn í forusmliði vissra Nato-flokka, smækka fyrr- um sjálfstæða menn og fylla þá svo af of- stæki að þeir aðeins sæju Nato og krypu stórveldum þess, en gleymdu sínu eigin föð- urlandi. „Nato"-blöðin íslensku hrópa upp um 12 mílna fiskveiðilögsöguna sem „hættu- legt" „æfintýri" kommúnista, framið til að „slíta Island úr tengslum við vestrænar þjóð- ir." Sjálfstæðisflokkurinn heimtar samninga við Nato um málið, allt er gert til að sundra vinstri stjórninni, — en þjóðin stendur fast um 12 mílurnar og 1. september 1958 verða þær að veruleika.2) Aðeins breski ræninginn þrjóskast í vonlausu þorskastríði. En Sovét- ríkin og Þýska alþýðulýðveldið viðurkenna 12 mílurnar opinberlega — ein saman. En nú er enn stríkkað á tjóðurbandinu sem bindur ákveðna foringja við Nato. I þingkosningunum 1959 er þjóðin ekki á verði. Undirlægjuflokkarnir, Ihald og Kratar, fá meirihluta og mynda „viðreisnarstjórn." Undir ógnunum breskra fallbyssukjafta er gerður einn svívirðilegasti uppgjafasamning- ur íslenskrar sögu: hinn óuppsegjanlegi „samningur" Bjarna Ben. og Guðmundar í. við breska ræningjann. Þessir stjórnarherrar, sem látið höfðu undan þjóðarþrýstingi eftir 1. september 1958, og sýnt nokkurn mann- dóm, lofa Bretum því að vera aldrei framar óþægir: Island skuldbindur sig til þess að stækka fiskveiðilögsöguna aldrei úr 12 míl- um, nema Bretar eða Haag-dómstóll leyfi. Alþýðubandalagið og Framsókn lýsa á þingi þennan nauðungarsamning Nato-ríkja ólöglegan og heita því að rifta honum, strax og afl sé til þeirra aðgerða.',) III. í þingkosningum 1971 setur þjóðin undir- lægjuflokkana frá 1961 í minnihluta á Al- þingi. Alþýðubandalagið setur kröfuna um 50 mílna fiskveiðilögsögu á oddinn. Lúðvík Jósepsson verður enn ráðherra sjávarútvegs- mála. 15. febrúar 1972 samþykkir Alþingi 50 mílurnar með öllum 60 atkvæðum. „Við- reisnar"-flokkarnir gömlu neyðast undan þjóðarþunga til að ógilda óuppsegjanlega svikasamninginn sinn. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.