Réttur - 01.08.1975, Side 47
um tíma, er þumalskrúfur Nato voru settar
í gang. En enn sem komið var hafði áróður
Atlandshafsbandalagsins ekki blindað þá svo
að þeir þyrðu ekki að bjóða fjendum lands-
ins byrginn, er þeir í bandamannsgerfi ætl-
uðu að beygja þá í duftið. Enn var mann-
dómur í forustumönnum Nato-flokkanna á
Islandi, m.a. s. sjálfur Bjarni Benediktsson
snýr sér til sovétstjórnarinnar um stórfelld
verslunarviðskipti og með hennar hjálp er
breska bannið brotið á bak aftur 1953. Her-
mann Jónasson segir samstarfsmönnunum í
Evrópuráðinu í Strasburg kankvís frá þessari
björgunarstarfsemi, er þeir undrast hví Island
hafi svo mikil viðskipti við Sovétríkin, þegar
Nato-lönd höfðu sett raunverulegt við-
skiptabann á þau.11 Það sló við þá sögu hans
þögn á hóp spyrjendanna.
II.
1958 er næsta skrefið stigið í sjálfstæðis-
barátm Islendinga á sjónum. Lúðvík Jóseps-
son setur sem sjávarútvegsráðherra í vinstri
stjórninni reglugerð um 12 mílna fiskveiði-
lögsögu samkvæmt landgrunnslögunum frá
1948.
Nú er uppi fótur og fit.
Aróðursmylla Atlantshafsbandalagsins
hafði nú haft heilan áramg til að ánetja
sér íslenska menn, milja niður manndóminn
í forusmliði vissra Nato-flokka, smækka fyrr-
um sjálfstæða menn og fylla þá svo af of-
stæki að þeir aðeins sæju Nato og krypu
stórveldum þess, en gleymdu sínu eigin föð-
urlandi. „Nato"-blöðin íslensku hrópa upp
um 12 mílna fiskveiðilögsöguna sem „hættu-
legt" „æfintýri" kommúnista, framið til að
„slíta Island úr tengslum við vestrænar þjóð-
ir." Sjálfstæðisflokkurinn heimtar samninga
við Nato um málið, allt er gert til að sundra
vinstri stjórninni, — en þjóðin stendur fast
um 12 mílurnar og 1. september 1958 verða
þær að veruleika.2) Aðeins breski ræninginn
þrjóskast í vonlausu þorskastríði. En Sovét-
ríkin og Þýska alþýðulýðveldið viðurkenna
12 mílurnar opinberlega — ein saman.
En nú er enn stríkkað á tjóðurbandinu
sem bindur ákveðna foringja við Nato. I
þingkosningunum 1959 er þjóðin ekki á
verði. Undirlægjuflokkarnir, Ihald og Kratar,
fá meirihluta og mynda „viðreisnarstjórn."
Undir ógnunum breskra fallbyssukjafta er
gerður einn svívirðilegasti uppgjafasamning-
ur íslenskrar sögu: hinn óuppsegjanlegi
„samningur" Bjarna Ben. og Guðmundar í.
við breska ræningjann. Þessir stjórnarherrar,
sem látið höfðu undan þjóðarþrýstingi eftir
1. september 1958, og sýnt nokkurn mann-
dóm, lofa Bretum því að vera aldrei framar
óþægir: Island skuldbindur sig til þess að
stækka fiskveiðilögsöguna aldrei úr 12 míl-
um, nema Bretar eða Haag-dómstóll leyfi.
Alþýðubandalagið og Framsókn lýsa á
þingi þennan nauðungarsamning Nato-ríkja
ólöglegan og heita því að rifta honum, strax
og afl sé til þeirra aðgerða.',)
III.
í þingkosningum 1971 setur þjóðin undir-
lægjuflokkana frá 1961 í minnihluta á Al-
þingi. Alþýðubandalagið setur kröfuna um
50 mílna fiskveiðilögsögu á oddinn. Lúðvík
Jósepsson verður enn ráðherra sjávarútvegs-
mála.
15. febrúar 1972 samþykkir Alþingi 50
mílurnar með öllum 60 atkvæðum. „Við-
reisnar"-flokkarnir gömlu neyðast undan
þjóðarþunga til að ógilda óuppsegjanlega
svikasamninginn sinn.
191