Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 30
eigi mikil ítök í flokkum þeim, sem hæst gala um „lýðræði" og almenningsheill, jafn- vel mest í þeim flokki, sem létta vill „byrðar atvinnulífsins", en virðist ekki sjá að hið háa lóðaverð og ofsagreiðslur fyrir hitaréttindi eru beinlínis kvaðir, sem leggjast á „atvinnu- lífið". Erlendar atvinnurekendastéttir hafa venjulega gert sér ljóst að sérréttindi ríks jarðeigendaaðals voru í algerri mótsögn við hagsmuni borgarastéttar. „Titan" mistókst að gera Þjórsá að greifa- dæmi fyrir sig til að skattleggja eða arðræna / Islendinga. Og það er alveg óþarfi að láta þá innlendu menn, sem breytast vilja í brask- ara, komast upp með að skattleggja íslenska þjóð. Stjórnarskráin bannar að vísu að leiða í lög „sérréttindi, sem bundin eru við aðal, nafnbætur eða lögtign", svo það er engin hætta á að vissir menn verði gerðir að „furst- um af Svartsengi”, „barónum á Blikastöð- um"1’ eða einhverju þessháttar, enda er hugs- unarháttur braskara orðinn svo borgaralegur að þeir láta sér nægja að heimta sérréttindi, er veita þeim hundruð miljóna nafnbótalaust. Auðvitað er ísland með allri þess orku og auðæfum í láð og legi sameign Islendinga og eignarréttur t.d. á jörð ætti að vera bund- inn við það að viðkomandi yrkti sjálfur jörð- ina. En meðan slík frumstæðustu mannrétt- indi fást ekki viðurkennd, getur þing og þjóð með samþykkt ýmiskonar laga um verðhækk- unarskatta á jörð og lóðum eða breytingu á lögum um skatta við sölu eigna hindrað að almenningur sé féfletmr við hagnýtingu hita- orku eða notkun lóða. Alþýðan þarf sjálf að vakna til meðvit- undar um rétt sinn og hag í þessu efni og láta til sín taka. Það eru altof miklir hags- munir í veði og nóg arðrán annarsstaðar, þó þessu arðráni sé ekki bætt ofan á. SKÝRINGAR: lf Nokkrar heimildir um átökin 1918—23 eru þess- ar: a. Nefndarálit meirihluta fossanefndarinnar, er skipuð var 22. okt. 1917. b. Grein E.O. í „Rétti" 1948: Jslensk stóriðja i þjónustu þjóðarinnar II. kafli. c. Ýtarlegasta rannsókn fossamálsins er að finna í prófritgerð Sigurðar Ragnarssonar við Oslo-háskóla um það mál og mun útdráttur úr henni birtast i tímaritinu ,,Sögu“. a| Talað hefur verið um það i blöðum að ef Blika- staðir væru seldir sem lóðir, fengjust fyrir þá yfir 500 miljónir króna. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.