Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 30

Réttur - 01.08.1975, Page 30
eigi mikil ítök í flokkum þeim, sem hæst gala um „lýðræði" og almenningsheill, jafn- vel mest í þeim flokki, sem létta vill „byrðar atvinnulífsins", en virðist ekki sjá að hið háa lóðaverð og ofsagreiðslur fyrir hitaréttindi eru beinlínis kvaðir, sem leggjast á „atvinnu- lífið". Erlendar atvinnurekendastéttir hafa venjulega gert sér ljóst að sérréttindi ríks jarðeigendaaðals voru í algerri mótsögn við hagsmuni borgarastéttar. „Titan" mistókst að gera Þjórsá að greifa- dæmi fyrir sig til að skattleggja eða arðræna / Islendinga. Og það er alveg óþarfi að láta þá innlendu menn, sem breytast vilja í brask- ara, komast upp með að skattleggja íslenska þjóð. Stjórnarskráin bannar að vísu að leiða í lög „sérréttindi, sem bundin eru við aðal, nafnbætur eða lögtign", svo það er engin hætta á að vissir menn verði gerðir að „furst- um af Svartsengi”, „barónum á Blikastöð- um"1’ eða einhverju þessháttar, enda er hugs- unarháttur braskara orðinn svo borgaralegur að þeir láta sér nægja að heimta sérréttindi, er veita þeim hundruð miljóna nafnbótalaust. Auðvitað er ísland með allri þess orku og auðæfum í láð og legi sameign Islendinga og eignarréttur t.d. á jörð ætti að vera bund- inn við það að viðkomandi yrkti sjálfur jörð- ina. En meðan slík frumstæðustu mannrétt- indi fást ekki viðurkennd, getur þing og þjóð með samþykkt ýmiskonar laga um verðhækk- unarskatta á jörð og lóðum eða breytingu á lögum um skatta við sölu eigna hindrað að almenningur sé féfletmr við hagnýtingu hita- orku eða notkun lóða. Alþýðan þarf sjálf að vakna til meðvit- undar um rétt sinn og hag í þessu efni og láta til sín taka. Það eru altof miklir hags- munir í veði og nóg arðrán annarsstaðar, þó þessu arðráni sé ekki bætt ofan á. SKÝRINGAR: lf Nokkrar heimildir um átökin 1918—23 eru þess- ar: a. Nefndarálit meirihluta fossanefndarinnar, er skipuð var 22. okt. 1917. b. Grein E.O. í „Rétti" 1948: Jslensk stóriðja i þjónustu þjóðarinnar II. kafli. c. Ýtarlegasta rannsókn fossamálsins er að finna í prófritgerð Sigurðar Ragnarssonar við Oslo-háskóla um það mál og mun útdráttur úr henni birtast i tímaritinu ,,Sögu“. a| Talað hefur verið um það i blöðum að ef Blika- staðir væru seldir sem lóðir, fengjust fyrir þá yfir 500 miljónir króna. 174

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.