Réttur - 01.01.1976, Side 1
mtbir
£9. órgangur
1 976—1 . hefti
Umræða um verkalýðsmál — þessa yfirskrift ber þetta fyrsta hefti Réttar
1976. Lengi hefur ritnefnd Réttar haft uppi áætlanir um að taka verkalýðs-
málin rækilega fyrir, því fátt er sósíalískri hreyfingu nauðsynlegra en halda
uppi opinskárri umræðu um baráttumál og baráttuaðferðir verkalýðshreyf-
ingarinnar. Að þessu sinni er tímaritið nær eingöngu helgað þessum mála-
flokki og liggja til þess margvíslegar ástæður.
í ár stendur íslensk verkalýðshreyfing á tímamótum. Þann 26. janúar s.i.
átti Verkamannafélagið Dagsbrún, sjálf brjóstvörn reykvískrar alþýðu, sjö-
tíu ára afmæli. Þann 12. mars urðu heildarsamtökin — Alþýðusamband is-
lands — sextíu ára. En á milli þessara stórafmæla stóð verkalýðshreyfingin
í viðfeðmasta allsherjarverkfalli sem háð hefur verið hér á landi. Um það
og árangur þess er fjallað í innlendri víðsjá. En Réttur stendur einnig á
tímamótum sem síðar verður minnst. í haust verða liðin 60 ár frá því tíma-
ritið hóf göngu sína og hálf öld liðin síðan það varð fræðilegt tímarit ís-
lenskra marxista og vopn íslenskra sósíalista í stjórnmálabaráttunni. Það
er því margs að minnast, en á tímamótum er eðlilegt að líta ekki aðeins
yfir farinn veg og meta árangurinn, heldur enn brýnna að líta fram á veg-
inn og auka mótandi umræðu um leiðina að markmiðinu — sköpun sósíal-
ísks þjóðfélags á íslandi.
I tilefni af þessum tímamótum hafa ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingar-
innar látið ýmis orð falla um stéttabaráttuna. T.d. lét forseti ASl svo um
mælt í blaðaviðtali á afmælisdaginn: ,,að tal um verkalýðsflokk eða flokka
án sósíalisma væri tómt mál. Hafi slíkir flokkar ekki sósíalismann og sósíal-
ísk markmið að leiðarljósi, þá eru þeir eins og rekald, einskis virði fyrir
verkalýðshreyfinguna og baráttu hennar." Og á meðan á verkfallsátökun-
um stóð í febrúar gaf ASl og MFA út blaðið „Vinnuna" þar sem kvað við
nýjan (og þó ekki áður óþekktan) tón, þar sem krafist var „yfirráða til al-
LANDSBöKAoAFN
3 4 215 h
ISLAKD3