Réttur - 01.01.1976, Page 4
FÉLAGSH Y GG JAN
ER
STERKARI
HJÁ
KREPPU-
KYNSLÓÐINNI
Björn Jónsson: Það sem var að gerast á
krepputímanum, þegar heimskreppan dundi
yfir ásamt meðfylgjandi atvinnuleysi, var að
atvinnurekendur gerðu ítrekaðar tilraunir til
þess að lækka kaupið. Því miðaðist baráttan
á kreppuárunum eiginlega öll við að halda
því kaupgjaldi, sem þá hafði náðst. Og það
tókst, og var út af fyrir sig afrek miðað
við þann tíma. Verkalýðshreyfingin var að
ýmsu leyti ekki eins vel í stakkinn búin
og oft síðar, því á þessum árum var klofn-
ingur í verkalýðshreyfingunni. Skipulagslega
var hún að sumu leyti ekki eins sterk og hún
hefur orðið síðar. En þetta var auðvitað hetju-
barátta, bæði sem einstaklingar urðu að heyja
við fátæktina og sem samtökin urðu að heyja
við tilraunir atvinnurekenda til að lækka
kaupið. En allir þessir stóru slagir sem við
tölum um, þeir urðu einmitt út af því að
það átti að lækka kaupið. Það var ekki verið
að sækja fram, enda voru engin skilyrði til
þess. Eg tel það afrek að verkalýðshreyfing-
unni skyldi takast að hrinda af sér þeirri
kjaraskerðingu, sem atvinnurekendur beittu
sér fyrir. Hins vegar tókst verkalýðshreyfing-
unni ekki að verða neinn verulegur gerandi
í því að beitt yrði almennum sterkum úrræð-
um til þess að kreppan kæmi ekki niður á
fólki, hún kom niður með öðrum hætti, held-
ur en með kauplækkun; hún kom í gegnum
atvinnuleysið.
Réttur: Verkalýðshreyfingin var óneitan-
lega á kreppuárunum mjög víða afar virkt
afl.
Björn: Við fyrstu sýn er munurinn á starfi
verkalýðsfélaganna núna og á kreppuárun-
um sá, að fundir voru ákaflega fjölsóttir oft
á tíðum, m.a. vegna þess að þegar menn voru
atvinnulausir þá höfðu þeir ekki mikið annað
við tímann að gera og það var lítið sem trufl-
aði það að menn sæktu fundi. Að sjálfsögðu
komu svo átökin sem urðu; þau voru auð-
vitað hvati til þess að menn sóttu vel fundi.
Réttur: Guðmundur, nú verður þú virkur
í verkalýðshreyfingunni eftir að kreppan er
liðin hjá. Finnst þér þessi tími setja mikinn
svip á viðhorf hinna eldri til verkalýðsbar-
áttunnar?
Guðmundur: Já, þeir eru yfirleitt með
ákaflega sterka félagshyggju og þeir hafa
djúp félagsleg viðhorf. Þetta er ekki i öllum
tilfellum bundið því, hvort menn hafa verið
í Kommúnistaflokknum eða Alþýðuflokkn-
um. Stór hluti þess fólks er átti „sín besm
ár" á þeim tíma, það hlaut sína eldskírn þá
og lífsviðhorf þess varð á mörgum sviðum
félagslegra. Félagshyggjan er sterkari en hjá
yngra fólki. Því er hins vegar ekki að leyna
að stór hluti þessarar kynslóðar hefur að
meira eða minna leyti verið andsnúinn verka-
lýðshreyfingunni. En fyrrnefndi hlutinn sem
tileinkaði sér verkalýðshyggju og róttæk
þjóðfélagsviðhorf, í þeim hluta hef ég kynnst
sterkustu og bestu félagsmönnunum.
Réttur: Þegar minnst er á pólitískan klofn-
ing innan verkalýðshreyfingarinnar á þessum
árum þá er eðlilegt að virða aðeins fyrir sér
skipulag alþýðusamtakanna. Teljið þið það
hafa verið réttmætt, og metið þið það eins
nú 30 árum síðar, að sjálfsagt hafi verið að
4