Réttur


Réttur - 01.01.1976, Side 9

Réttur - 01.01.1976, Side 9
þessum síðustu tímum, þegar hagvöxturinn, tiltölulega hraður hagvöxtur á öllu þessu svæði, er ekki jafn sjálfsagt mál og hann hefur verið talinn, m.a. vegna vist- og orku- kreppunnar. Hvernig er verkalýðshreyfingin í stakkinn búin til að takast á við þetta? Það hefur ekki komið til meiriháttar átaka í þjóð- félaginu, þó að hlutur launafólks hafi ekki vaxið, vegna þess að hagvöxturinn hefur ver- ið þetta mikill og allir fengið einhvern hluta af honum. Ef hann nú stöðvaðist, í hverju verður kjarabaráttan þá fólgin? Yið getum í sjálfu sér sagt, að það sé hægt að skerða hlut atvinnurekenda, skerða hlut kapítalista o.s.frv. Það er hægt að spyrja hvernig ríkisvaldið kemur inn í dæmið? Eða hvernig fer með launastigann sem komið hef- ur verið á milli ýmissa hópa í samtökum launafólks. Við komum þannig að mjög við- kvæmum hlut. Hvernig er verkalýðshreyf- ingin í stakkinn búin til að stuðla að meiri launajöfnuði? Andstæðingar verkalýðshreyfingarinnar og sósíalista reyna að koma því þannig fyrir, að kjarabaráttan í dag, það sé bara slagurinn um þessa frægu köku og að hann sé alveg eins fólginn í átökum milli einstakra hópa innan samtaka launafólks, eins og milli verkalýðs- hreyfingarinnar í heild og atvinnurekenda. Hverjir eru möguleikarnir á því, að verka- lýðshreyfingin sjálf taki þátt í því að jafna launin? Björn: Við höfum hjá ASI nú á síðustu árum fylgt svonefndri láglaunastefnu. Þetta hefur kannski tekist misjafnlega. Það er nátt- úrlega að einhverju marki rétt að tala um að verið sé að skipta einhverri köku. Atvinnu- reksturinn, fjárfestingin og endurnýjun fram- leiðslutækjanna og annað því um líkt tekur auðvitað sinn hluta. Stundum er talað um að fjármagnið taki 30% og 70% séu laun. Það geíur auðvitað auga leið, að það skiptir ekki 9

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.