Réttur - 01.01.1976, Page 17
sem ódýrt vinnuafl til að vinna við það sama
og þetta fólk er að vinna. Eg vinn t.d. við
það að fara í hús og hugsa um gamalt fólk,
oft ákaflega illa farið. Við verðum að vera
allt, annast hjúkrunarstörfin, heimilisstörfin,
ræstingu o.s.frv. Þarna getum við leyst dýrt
vinnuafl af hólmi. T.d. á Kleppi og á fávita-
hælunum þá er megnið af hjúkruninni leyst
með Sóknarkonum og þær eru auðvitað á
þessu lága kaupi.
Konur sem vinna þessi störf hafa dálitla
sérstöðu, að þær hafa bara sitt mánaðarkaup.
Konur sem vinna í fiski hafa kannski bónus
á fiskinn og þess háttar. Það hafa þó nokkr-
ar konur komið til mín úr mínu félagi upp
á síðkastið. Þær hafa sagt mér, að það sé
alveg sama hvernig þær reyni; þær fá ekki
endana til þess að ná saman. Þetta gefur
náttúrlega alveg auga leið með þessar tekjur.
Þetta er ekki hægt og það ættu allir að sjá.
Það er hreint ekki hægt að lifa af þessu, því
að margar þessara kvenna eru einar að vinna
fyrir sér.
Gudmundur: Konan er alltaf að verða
stærri og stærri hluti af þessum Jægst laun-
uðu stéttum; konurnar eru þetta ódýra vinnu-
afl. Kaupmáttur lieimilanna nú er almennt
meiri, þrátt fyrir kjaraskerðingu, vegna þess
að meiri hluti giftra kvenna er kominn út á
vinnumarkaðinn. Löggjafarvaldið er sífellt að
heimta svo og svo há próf inn í allar hugs-
anlegar starfsgreinar, m.a. hjúkrunar- og
fóstrunám. Þetta lokar fleiri og fleiri mörru-
leikum fyrir ungu fólki, sér í lagi kvenfólki,
enda er afleiðingin sú að konur eru að verða
stærri og stærri hluti af verkafólkinu. Verka-
mönnum fækkar en verkakonum fjölgar og
ungar stúlkur sem ekki hafa farið í neitt
framhaldsnám; þeim er bókstaflega hrint frá
og þar er aldeilis ekki hæfnissjónarmið sem
ræður.
VERKALÝÐS-
HREYFINGIN
OG VINSTRI
STJÓRNIR
Réttur: Við höfum aðeins minnst á það,
hvernig ríkisvaldið grípur inn í kjaramálin
og eyðir árangrinum með gengisfellingum.
Nú hefur á eftirstríðsárunum þrívegis verið
við völd ríkisstjórn sem verkalýðsflokkar
hafa átt sæti í. Þá hefur verið óskað eftir
góðu samstarfi við verkalýðssamtökin.
Reynslan af þessum stjórnum hefur verið
æði misjöfn eftir málaflokkum, en um kjara-
málin má segja að af minnsta kosti tveimur
stjórnum hafi reynslan verið verkalýðshreyf-
ingunni hagstæð. Hafið þið velt því fyrir
ykkur, hvernig hreyfingin getur tekið þátt í
því að stjórna þjóðfélaginu með slíkri ríkis-
stjórn?
Sigurður: Ég held að það hefði verið á-
kveðinn stuðningur fyrir vinstri stjórnina síð-
ustu, ef Alþýðusambandið hefði ályktað skel-
eggt í efnahagsmálunum 1972 eða um aðra
málaflokka. Ég held að verkalýðshreyfingin
noti alls ekki tækifærið, þegar flokkar sem
vilja vinna henni í hag ná völdum, — þá sé
verkalýðshreyfingin alls ekki nógu virk að
álykta og lýsa yfir stuðningi við þá mála-
flokka sem ríkisstjórnin vill koma fram og
eru verkalýðnum í hag.
Réttur: Eða gera kröfur um breytingar
á þjóðfélaginu, sem eru henni í hag?
Sigurður: Hún er alls ekki nógu virk í
þeim efnum. Hreyfingin á að styðja áform
slíkra stjórna.
Aðalheiður: Mér finnst nú eiginlega verka-
17