Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 24
Ég held að í þessum efnum verði að skoða
upphafið og veikleikinn er þá sá, að verka-
lýðshreyfingin er pólitískt ekki á sama máli,
menn eru klofnir þar eftir svipuðum línum
eins og þjóðinni er skipt.
Réttur: Það er einmitt þetta sem bent hef-
ur verið á í þessu sambandi þegar við vorum
að tala um nánast uppeidisstarf í nreyfing-
unni, að málin þyrfti að setja í pólitískt sam-
hengi. Það þyrfti að fara fram félagsleg um-
ræða, en ekki bara fjalla um hin hörðu verk-
efni líðandi stundar.
Björn: Aðstæðurnar marka auðvitað að
miklu leyti verkefnaval okkar, en viö erum
alltaf að einhverju leyti sjálfráðir um það
hvaða verkefni við viljum láta sitja fyrir.
Aðalheiður: Vinstri flokkarnir eða verka-
lýðsflokkarnir, ég held ég haldi mér við síð-
ara orðið; ég get ekki talið Framsóknarflokk-
inn vinstri flokk, því hann er í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum. Varðandi þetta, þá
er rétt að þjóðfélagið er svona saman sett, en
þessi samvinna er hættuleg fyrir verkalýðs-
hreyfinguna, en ég er ekki viss um að það
sé hægt að komast hjá þessu.
Sigurður: Fyrir nokkrum árum var barist
mikið í einstökum verkalýðsfélögum milli
þessara pólitísku hópa og eins á ASI-þingum.
Nú gerist það ekki meira. Menn hafa tekið
það gott og gilt, að verkalýðshreyfingin sé
pólitískt uppskipt og menn skuli ganga út
frá því þegar kosið er í valdastofnanir. Eg
tel þetta óskaplega hættulegt, þetta er hvað
hættulegast fyrir hinn framsæknari hluta
verkalýðshreyfingarinnar. Björn orðaði það
réttilega áðan, að á fyrstu árum hreyfingar-
innar hafi hún verið samofin sósíalískri vit-
und, vitund sem óx upp samhliða hinni fag-
legu baráttu. Þetta er engin tilviljun. Ef við
erum sammála um að það skorti hugsjóna-
eldinn í baráttuna í dag, bræðralagshugsjón-
ina og meiri áherslu á framtíðarmarkmið, —
þá eigum við líka að vera sammála um að
sósíalískri vitund fer hnignandi. I Ijósi þessa
verðum við að skoða starf okkar í dag innan
verkalýðshreyfingarinnar. I miðstjórn ASI
sitja ólíkir menn, sem virðast hafa einsett
sér að leysa öll vandamál án ágreinings. Ég
minnist þess ekki að það hafi komið tvö mis-
munandi álit frá miðstjórn um nokkurt mál.
Þetta gengur ekki til lengdar.
Réttur: Það kemur þó fyrir, t.d. í ríkisverk-
smiðjudeilunni.
Sigurður: Þetta dæmi er alger undantekn-
ing. Það segir sig sjálft að það hlýtur að
verða eins og ég nefndi, því að ef menn ætla
að starfa saman með svona ólík pólitísk sjón-
armið, þá verða þeir að slíðra vopnin. Það
er hættulegt til lengdar fyrir hinn framsækna
hóp að slíðra vopn sín í þessum efnum, því
það er jú hans hlutverk að brjóta niður og
byggja á ný. Hinir ætla sér mun minna í
þeim efnum, þeir gera sér ekki grein fyrir
eðli þjóðfélagsgerðarinnar. Þeir eru sammála
þjóðskipulaginu og ætla sér ekki að breyta
eignahlutföllunum í þjóðfélaginu í grund-
vallaratriðum. Ef hinn framsækni hluti starf-
ar árum saman með slíkum mönnum án þess
að gera ágreining í veigamiklum atriðum um
stefnumörkun, þá hljóta að felast í því miklar
hættur fyrir framþróun og róttækni verka-
lýðshreyfingarinnar.
Þetta er býsna stórt mál og ég held að það
sé mjög miður farið, hve lítil átök eru í ein-
stökum verkalýðsfélögum, framboð og annað
þess háttar. Það má eflaust of mikið af slíku
gera, en það er óeðlilegt þegar líöa áratugir,
án þess að það komi mótframboði í verkalýðs-
félögum, þar sem íhaidsmenn hafa forystu.
Það er jafnvel reynt að fá menn ofan af að
bjóða fram í slíkum félögum. Ég vil trúa því,
sem Björn sagði hér, að hann vænti þess að
24