Réttur


Réttur - 01.01.1976, Page 31

Réttur - 01.01.1976, Page 31
vel að þau eru mörg dugleg en þau eru flest ákaflega illa inni í uppbyggingu verkalýðs- hreyfingarinnar. En mér hefur oft dottið í hug að það þyrfti hreinlega að taka þennan hóp og koma honum í samband við fólk úr verkalýðshreyfingunni. Sumt af þessu fólki er ágætt, en það finnur til vanmáttar gagn- vart þessum reyndu forustumönnum þegar til kastanna kemur innan verkalýðsfélagsins. Sigurður: Er það nú ekki oft þannig til dæmis í Dagsbrún Guðmundur, að þetta unga fólk gagnrýnir að Dagsbrún hafi sig ekki nægilega mikið í frammi í alþjóða- málum eins og herstöðvamálinu og stærri pólitískum málum eða er gagnrýnin fyrst og fremst í félagsmálum . . . Guðmundur ].: Eg vil ekki kvarta undan þessu fólki. Þetta er ákaflega góð stjórnar- andstaða . . . .! Björn: Það leynist sjálfsagt í þessum hóp- um talsvert af fólki sem getur verið góður efniviður. Það er kannski eins og Willy Brandt sagði. Hann sagði að það gæti enginn orðið góður sósíaldemókrati á miðjum aldri nema hann hefði verið kommúnisti þegar hann var ungur og það er kannski eins með marx-lenínistana að það verður enginn góður alþýðubandalagsmaður nema hann hafi einu sinni verið marx-lenínisti! GAMLA FÓLKIÐ OG LÍFEYRISSJÓÐIR Réttur: Ef við víkjum aðeins nánar að þessu fólki, sem er með lágu tekjurnar og er ætlað að lifa af 50 þúsund krónum á mánuði. Þetta eru gjarnan konur og stund- um er því borið við að þær séu ekki eina fyrirvinnan og þess vegna þoli þær lágu launin En við athugun kemur í ljós að það Stéttasamvinnan gagnrýnd 1. maí. 31 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.