Réttur


Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 47

Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 47
stund, þá hann er kvaddur, til að ræða né rifja upp forn átök, heldur skal minnst hins, er leiðir vorar lágu næstum saman. A ofanverðum fjórða áratugnum og síðar bar fundum okkar oft saman tíðast heima hjá honum. (I það eina skipti, er hann kom heim til mín við stjórnarskipti í upphafi kalda stríðsins, var njósnari frá yfirvöldun- um látinn fylgjast með honum). Alþjóða- málin voru oftast umræðuefnið, einmitt þeg- ar hættan af þýska fasismanum færðist í auk- ana og refskák alþjóðaauðvaldsins gerðist flóknust. Hermann var betur lesinn um al- þjóðamál en tíðkaðist um íslenska stjórn- málamenn og var því raunsærri flestum þeirra og því síður fórnarlamb blekkinganna, er heimsveldin beittu. Hermann ræddi því oft við mig þessi mál af meiri skilningi og hreinskilni en maður átti að venjast. Afstaða hans gagnvart öllum heimsveld- unum var sú að reyna að tryggja sjálfstæði Islands og hindra að land vort yrði gert að víghreiðri í þágu einhvers þeirra til fram- búðar. Skal sú raunsæja afstaða hans á þrem örlagaríkum augnablikum íslenskrar sögu — 1939, 1941 og 1949 — nú rifjuð upp. I. 15. mars 1939 réðst þýski herinn inn í Tékkóslóvakíu eftir að þýska ríkisstjórnin hafði boðið forseta þess lands til Berlínar og sett honum þar þá úrslitakosti að Prag yrði jöfnuð við jörðu með flugárás, ef hann ekki ofurseldi Þjóðverjum land sitt sem verndarsvæði. Forsetinn beygði sig, þótt enga heimild hefði til. Um sama leyti kúgaði þýska stjórnin Lit- haugaland með hótunum til þess að afhenda sér Memel. 16. mars flutti íslenska útvarpið þá frétt að þýsk nefnd væri á leið til íslands til að fara fram á lendingarleyfi fyrir þýskar flug- vélar hér. 17. mars flutti ég því fyrirspurn í fernu lagi1' til forsætisráðherra — utan dagskrár í sameinuðu þingi um þessa kröfu Þjóðverja. Svaraði Hermann Jónasson þeim skilmerki- lega og kvað ekkert lendingarleyfi mundu verða veitt. Sendi ég skeyti til Kaupmannahafnar um málið. Það var þetta skeyti, er gerði um- sóknina og neitunina að heimsfrétt, er vakti athygli, en gaf tilefni til harðra deilna á þingi hér heima, því það var af ýmsum illa séð að sagt væri berum orðum hvílíkra of- beldisverka mætti vænta af þýsku ríkisstjórn- inni, en hún sendi herskipið „Emden" hingað um þetta leyti; og Hermann varð náttúrlega að gæta alls hófs í orðum sem forsætisráð- herra. En við Hermann töluðum einslega saman eftir fyrirspurnarumræðurnar. Það var út við gluggann inn í efri deild. Tvennt er mér minnisstætt úr því samtali. Annað var að í tal barst fyrirspurn mín um hvort ríkisstjórn- in hefði gert ráðstafanir til þess að hér væru í grend ensk eða amerísk herskip, er „Emd- en" kæmi, en eðlilega hafði Hermann neitað að svo væri, því hér væri aðeins um „kurt- eisisheimsókn" að ræða af Þjóðverja hálfu. Þá sagði hann við mig að ríkisstjórnin hefði gert ráðstafanir í þessa átt, en auðvitað yrði ekkert um það sagt opinberlega. Hitt var að í tal barst að ógætilegt væri að ríkisstjórnin færi í heimboð út í „Emden". Hermann kvaðst gera sér ljóst af dæmunum utan úr heimi hvað varast yrði í þessum efnum. Því get ég þessa að raunsæi hans og ein- lægur vilji hans til að halda Islandi utan við hernaðarátökin sýndi sig þá — og er nú að makleikum lofaður. En sama vilja hafði hann A1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.