Réttur


Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 48

Réttur - 01.01.1976, Qupperneq 48
og á að hindra — eigi aðeins þýsku glæpa- mannastjórnina — heldur og önnur heims- veldi í að ná heljartökum á Islandi, þótt hinsvegar engilsaxnesku stórveldin stæðu þar betur að vígi: drottnandi yfir aðflutningsleið- um Islendinga — eða svo notuð séu orð eins íhaldsþingmanns úr umræðunum 9- júlí 1941: „með hnífinn á barka okkar." II. Eitt sinn barst „herverndarsamningurinn" við Bandaríkin frá 1941 í tal okkar á milli. Þá sagði Hermann þessi orð: „Það voru raun- verulega 24 tíma úrslitakostir." Allar blekkingarnar um að ísland hefði beðið um „bandaríska hervernd" 1941 af „frjálsum vilja" voru tættar sundur, þegar birt voru skjöl bandaríska utanríkisráðu- neytisins síðar, — svo sem áður hefur verið sagt frá hér. Þá kom það í ljós að Hermann hafði ekki aðeins haft rétt að mæla um eðli „samnings- ins". Hann hafði og fastast allra ráðherra í ríkisstjórninni staðið gegn því að beðið væri um þá „vernd". Honum munu hafa verið Ijósari afleiðingarnar en öllum hinum. Svo segir í skjölum bandaríska útanríkis- ráðuneytisins, þar sem Halifax lávarður, sendiherra Breta í Washington, skýrir Cordell Hull frá skýrslu breska sendiherrans í Reykja- vík (24. júní): „Breski sendiherrann hafði rætt við ís- lenska forsætisráðherrann um að nauðsyn- legt væri fyrir íslensku ríkisstjórnina að óska eftir („request") því við ríkisstjórn Banda- ríkjanna að hún verndi Island og láti amerískan her leysa breska hernámsliðið af hólmi. Forsætisráðherrann hafði svarað því til að ýmsir einstakir ráðherrar í stjórninni væru hlyntir þessari ráðstöfun, er lögð væri til, en hann sjálfur, forsætisráðherrann, væri andvígur henni." (Nánar í grein minni í Rétti 1974: „Upphaf bandarískrar ásælni gagnvart Islandi"). Þann 26. júní eru breska sendiherranum send þau fyrirmæli að „sjá um" („to see to") að íslenski forsætisráðherrann sendi ósk. Með öðrum orðum: Bretar settu íslendingum þá úrslitakosti, sem Hermann síðar minntist á. Þannig var íslenska ríkisstjórnin beygð með hótunum þess ríkis, sem drottnaði yfir aðflutningsleiðunum og hafði „hnífinn á barka" íslendinga, til að beygja sig og þykj- ast biðja um vernd „af frjálsum vilja". Hermann Jónasson sá í gegnum þann blekkingavef, er búinn var til þá Bretar voru neyddir til að selja Bandaríkjunum Island, þótt hann yrði þá og síðar að beygja sig fyrir ofureflinu, er að baki hótananna stóð, sökum þeirrar stöðu, er hann stóð í. En hann hikaði ekki við að nefna hlutina réttu nafni, er hann gat talað frjálst. III. Innganga Islands í Atlantshafsbandalagið var knúin fram 30. mars 1949 með marg- földum lögbrotum og ofbeldi, undir eitur- mekki ameríska gassins. Tilgangur stórveldanna með því að neyða varnarlaust ísland til þessarar þátttöku í hernaðarbandalagi var sá einn að fá herstöð hér. En einmitt því var yfirlýst af Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og íslensku ráðherrunum, er utan voru sendir, að aldrei yrði farið fram á slíkt á friðartímum. —- Slík var hræsnin, meðan verið var að fleka full- trúa þjóðarinnar til að ánetjast hernaðar- bandalaginu. Hermann Jónasson var ásamt Skúla Guð- mundssyni fulltrúi Framsóknarflokksins í ut- 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.