Réttur - 01.01.1976, Side 49
Hermann Jónasson ásamt forsætisráðherra Breta W.Churchiil á götu í Reykjavik á striðsárunum síðustu.
anríkismálanefnd. Þeir lögðu til að skilyrðin,
sem fólust í yfirlýsingu Achesons, væru sett
í sjálfan samninginn og vildu ekki beygja
sig fyrir uppkasti Ameríkananna breytinga-
lausu. Er engum stafkrók fékkst breytt
ákváðu þeir að sitja hjá.
Hermann var í umræðunum 30. mars og
í nefndaráliti sínu ekki myrkur í máli um
þá slæmu reynslu, er íslensk þjóð hefði af
því hvernig „samningurinn" frá 1941 og
Keflavíkursamningurinn hefðu verið „mis-
túlkaðir" og „misnotaðir" — og hver nauð-
syn þjóðinni væri því að standa vel á verði
um þessa samningsgerð. Lagði hann og til
að þjóðaratkvæðagreiðsla væri látin fara fram
um inngönguna, en tillaga hans um það var
drepin sem og sama tillaga okkar hinna, en
hann greiddi atkvæði með okkur um hana.
Hermann Jónasson sagði við mig að helst
vildi hann greiða atkvæði gegn inngöngunni
í Nato, en hann gæti ekki gert það sem for-
maður flokksins. Kom sú afstaða hans fram
í greinargerð hans við atkvæðagreiðsluna.2’
Hermanni Jónassyni voru ljós þau vélráð,
sem Islandi voru þá brugguð, en hann fékk
ekki rönd reist við þeirri blekkingavél, sem
beitt var með svo miklum árangri, — og
staða hans batt hann.
★ ★ ★
Tignarstöðum fylgja ekki aðeins völd.
Raunsær stjórnskörungur lítils og vanmegn-
49