Réttur


Réttur - 01.01.1976, Page 63

Réttur - 01.01.1976, Page 63
Fulltrúar verkamannasambandsins fjalla um samningsdrögin. Fjölmennar „baknefndir" tóku þátt í samn ingunum að þessu sinni fyrir sérsamböndin og heild arsamtökin. í samningunum eru ákvæði um uppsagn- arheimild vegna gengislækkunar. I samningunum eru fjölmörg athyglisverð ákvæði um sérmál verkalýðssambandanna. Eitt þeirra var veruleg hækkun á lífeyris- greiðslum til aldraðra Þegar gengið var frá almennu kjarasamn- ingunum voru þeir samþykktir í langflestum félögum utan sjómannafélaganna. Þar var um að ræða sérstakt deilumál, þe. breytingu á svokölluðu sjóðakerfi. Var megn óánægja meðal sjómanna með það hvernig var að þeirri breytingu staðið og þegar þetta er skrif- að (1. 4.) er enn ekki búið að ganga frá sjómannakjörunum að fullu. Hefur komið sterkt í ljós í þessari samningahrinu hversu veik sjómannásamtökin eru orðin. I heild má segja að verkalýðshreyfingin hafi styrkst við þessi átök. Þó verður að geta þess hér til þess að gefa rétta mynd af átök- unum að mjög víða heyrðist það á lokafund- um átakanna að tími hinna „stóru samflota" allra verkalýðsfélagka í kjaraátökum væri úr sögunni. Hvort svo verður sést ekki fyrr en að ári þegar verkalýðshreyfingin verður enn að knýja á og þá vonandi um endurheimt einhvers þess sem hægristjórnin hefur rænt af verkafólki á valdatíma sínum. BSRB FÆR SAMNINGS- OG VERKFALLSRÉTT Þegar þetta er skrifað stendur stendur yfir kollhríðin í samningum BSRB og ríkisins um kjaramál opinberra starfsmanna og um verkfalls- og samningarétt þeirra. Ljóst er þó þegar að opinberir starfsmenn ná nú loks þeim langþráða árangri að öðlast þann rétt sem aðrir launamenn hafa haft um áratuga- skeið. Þetta er mikilvægur árangur ekki að- eins fyrir opinbera stárfsmenn heldur fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Mun Réttur greina nánar frá samningum þessum í næsm „víðsjá". — s. 63

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.