Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 16

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 16
svarandi gengislœkkun íslensku krónunnar. Þessum „erkibiskups boðskap" hafa hinir aumu íslensku „höfðingjar" síðan hlýtt í 25 ár, enda grætt vel á. Og þá hafði bandaríska hervaldið ekki síður hagnað af: Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hafði heitið því hátíð- lega 4. apríl 1949, að aldrei yrði hér her á friðartímum — og á grundvelli þessa lof- orðs gekk Island í Nato, en strax í ágúst 1949 fyrirskipaði Trumann Bandaríkjaforseti her sínum að undirbúa innrás í Island, er framkvæmd var 5. maí 1951 og innan árs var ameríski herinn orðinn stærsti atvinnu- rekandi á Islandi með yfir 3000 manns í þjónustu sinni og borgaði þeim í krafti fyrr- nefndra ráðstafana einungis þriðjung þess kaups, er amerískir hafnarverkamenn þá fengu. Síðan 1947 hefur svo baráttan staðið í þrjá áramgi um að reyna að ná þeim kaup- mætti tímakaups sem mestur varð 1947: lín- urnar á línuritinu sveiflast upp við hvern kjarasamning, en svo nokkru síðar niður aft- ur sakir gengislækkana og verðbólgu af þeirra völdum. A tímabili „helmingaskiptastjórnarinnar" 1950—56 — lækkar kaupgetan um allt að 20 stig frá því hún var hæst (1947) og til 1951, þá er með hverju verkfallinu á fæmr öðm: 1951, 1952, 1955 klifið upp á við uns sú stjórn var sprengd með 6 mánaða verk- fallinu 1955. Vinstri stjórnin fyrri tekur þá við og verkalýðurinn knýr með harðfylgi fram að kaupgetan batni og helst svo um tíma, nær hæst í að komast í svipað og 1945, þó heldur betur. „Viðreisnarstjórnin" tekur svo við með gengislækkun 1960 og annarri í viðbót 1961, hækkar þá dollarinn um 13%, af því verka- lýðurinn hafði hækkað kaupið um 13%! (Greinilegri gat hefndaraðgerðin vart verið og um leið var Alþingi svift geng- isskráningarvaldinu með bráðabirgðalögum og ríkisstjórnin, er gaf út lögin tók það í hendur sínar og Seðlabankans). Þannig reka verkföll og gengislækkanir hvort annað allan áramginn, uns þessi stjórn dollara-þjóna og dollaradýrkenda hefur komið dollarnum, sem var 16.32 árið 1959 upp í 88 íslenskar krón- ur árið 1969 og vísitölu kaupgjalds þá niður í 80 ef kaupgeta 1945 er sett 100. (Til þess að sýna þessar sveiflur allar og orsakir þeirra er einnig birt hér línurit það, sem birt var í „Rétti" 1969 um sveiflurnar 1945—1969, en í því er 1945 = 100). Þá tók við vinstri stjórnin síðari og í fyrsta sinn síðan 1947 næst í samningum 1973 kaupgeta, sem fer fram úr því, er var 1947, líklega því sem samsvarar 5 stigum. Þegar afmrhaldsstjórnin tók við beið hún ekki boðanna: Dollarinn, sem var 90 ísl. krónur í lok stjórnartíðar vinstri stjórnar- innar síðari, er hækkaður í tveim stökkum og „sigi" í 188 krónur — hin venjulega tvö- földun. Yerkalýðnum er sýnt í tvo heimana: Þannig skuli hann alltaf fá það, ef hann dirfist að hækka kaup sitt. Og kaupgeta tíma- kaupsins er með þessum lækkuð enn einu sinni. Spurningin, sem nú leggst fyrir hverja einusm íslenska verkamannafjölskyldu og launafólk allt er: Dugar þessi sýnikennsla um svikamyllu íslenskrar borgarastéttar til þess að bver, sem á launum á að lifa, sjái að hann verður að sameinast í einni stjómmálafylkingu, er tahi völdin af þessum þjónum innlends og er- lends auðvalds og gerbreyti öllu íslensku efnahagslífi, hvað skipulag og rekstur snerttr, svo það standi undir kauþgjaldi því, sem alþýða Islands á kröfu á héðan í frá? Við skulum vona svo verði.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.