Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 22

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 22
HÚS FÓLKSINS Það var mikill dagur 31. október, er hús Þjóðviljans að Síðumúla 6 var tekið í notkun fyrir blaðið og opnað þann dag almenningi, er skóp það með samstillu átaki sínu. Það var fögnuður í fasi hvers manns, er þar kom þennan 40. afmælis- dag, allt frá börnum til gamalmenna. Hver maður fann hvað hann orkaði, er allur fjöldinn lagðist á eitt. Borgarablöðin stóðu undrandi. Þau trúðu því ekki að alþýðan sjálf hefði safnað yfir 30 miljónum króna til að byggja yfir blað sitt. Og hvernig áttu þau að trúa því? I augum burgeisans eru pen- ingar fyrst og fremst eitthvað skylt við mútur, — hann getur lagt fé í hús ef hann fær það vellaunað: lóð, aðstöðu, vald til gróða. Að alþýðan leggi fram fé til að berjast fyrir málstað sínum, hugsjón sinni — það er ofvaxið hans skilningi, sprengir hans þrönga sjóndeildarhring. Krapotkin segir í riti, sem „Réttur" hefur oft vitnað í um fórnfýsi þá, er út- breiðir sósíalismann („samhjálp"): „Ég veit ekki, hvort er aðdáunarverðara: hin ótakmarkaða sjálfsfórn hinna fáu eða hin mörgu smáu dæmi um fórnfýsi fjöldans". „Réttur" gat síðast um hina miklu gjöf Lárusar Björnssonar, heilt hús sem bæki- stöð sósíalismans á Akureyri. Og nú árinu á eftir reisir fólkið með fórnfýsi sinni blaði sósíalista Þjóðviljanum, þetta fagra sterka vígi í Síðumúla 6 og um 2000 manns hylla afmælisbarnið með heimsókn þann dag. Eigi að nefna einn mann úr öllum þess- um fjölda öðrum fremur, þá er það Ólaf- ur Jónsson í Kópavogi, framkvæmdastjóri 222

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.