Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 23

Réttur - 01.10.1976, Page 23
Svavar Gestsson ritstjóri ávarpar gesti 31. október. flokksins, sem með framúrskarandi elju skipulagði þetta kraftaverk fjöldans. ★ ÞjóðviIjinn hefur verið sá rauði þráður sem tengir arfleifð frelsisbaráttu alþýð- unnar allt frá Kommúnistaflokknum, gegnum þrjátíu ára stríð Sósíalista- flokks við innlent afturhald og erlent auðvald og allt fram til Alþýðubanda- lagsins, flokks íslenskra sósíalista í dag. Þjóðviljinn hefur verið hinn beitti brandur sósíalismans og alþýðunnar jafnt í hagsmuna- sem hugsjónabarátt- unni. Sá brandur hefur stundum legið í slíðrum sem eðlilegt er, en verið brýndur vel og bitið best, er mest lá við. Islensk alþýða veit hún á hann og get- ur treyst honum best þá þörfin er mest. ★ ÞjóðviIjinn var stofnaður af Kommún- istaflokki Islands einmitt þegar samfylk- ingarbaráttan var íslenskri alþýðu lífs- nauðsyn — eins og nú — og hann var vopn flokksins og fólksins í þeirri orra- hríð, sem bar mikinn árangur furðu fljótt (K.F.Í. fékk í þingkosningunum 1937 15% kjósenda í Reykjavík). En ÞjóðviIjinn kyntist ekki aðeins sigr- um, heldur harðari ofsóknum en nokkurt annað íslenskt blað hefur orðið að þola. Þjóðviljinn þoldi allar þær þrengingar af hálfu máttarvaldanna án þess að hopa 223

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.