Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 26

Réttur - 01.10.1976, Side 26
var bannað það og flutt að tilhlutun Félags róttækra háskólastúdenta opinberlega í Reykjavík (bls. 45—58). Hann tekur undir í anda með Einari er hann vitnar í „Vær- ingja": „Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir". ★ Kristinn Andrésson varð þeirrar gæfu að- njótandi að sjá þessa drauma sína og óskir rætast. Island eignaðist ekki aðeins einn snill- ing á borð við stórskáld heimsþjóðanna — og ekki aðeins í bókmennmm — heldur fleiri, þótt einn væri mestur listasmiður, ann- ar mesti maðurinn. Og alþýðan, sem hann setti von sína á, hjó þó af sér einn af fjötrum kapítalismans, fjötur fátæktarinnar. I órofa samheldni baráttunnar lituðu skáldin hans Kristins og alþýðan, er hann ann, áratugina fjórða og fimmta á þessari öld Islands rauða með sókn sinni: Saman tvinnuðust hörðusm stéttaátök Islandssögunnar og Salka Valka, Olafur Kárason og Bjarmr, hvatningarljóð Jóhannesar, ádeilur Þórbergs. Sósíalisminn gæddi snilld skáldanna mætti og hreif al- þýðu til þess stórvirkis, er hún vann á fimmta áratugnum með skæruhernaði og nýsköpun. Það er lærdómsríkt fyrir þá ungu í dag að lesa túlkun Kristins á „Sölku Völku" og „Sjálfstæðu fólki", nú þegar íslensk borg- arastétt er að reyna að breiða blæju gleymsk- unnar yfir hatur sitt á mesm snillingunum og ofsóknirnar gegn þeim. Það er Kristinn, sem skapar hjá alþýðunni skilninginn á Hall- dóri Laxness, þegar rit hans voru bannvara í bókasöfnum sveitanna og flestra burgeis- anna, þegar borgaralegir bókaútgefendur vildu ekki gefa hann út, — höfðu fengið nóg af þessháttar með „Sjálfstæðu fólki" og kommúnistarnir mynduðu forlag af fátækt sinni, svo unt væri að Sagan af Ólafi Kára- syni sæi heimsins Ijós. Og þá var Halldóri jafnvel bannað að skoða altaristöflu í gam- alli sveitakirkju, af því hann hafði „skrifað svo illa um bændur," — í snjöllusm hetju- sögu sem ort hefur verið um örlög hins fá- tæka einyrkja í veröldinni. Eins og Halldór gerði upp sakirnar við aldakúgun einyrkjans í „Sjálfstæðu fólki," svo gerði Kristinn og reikningsskil við aftur- haldsöfl þau, er kúguðu og ofsóttu skáldin þá, í „Grasgarði forheimskunarinnar" (1940 bls. 191—204), öflin, sem síðan ætluðu að fjötra verkalýðinn með gerðardómslögunum — og biluðu þá. Smámennin, sem afmrhald- ið tildraði þá upp til að skyggja á snillingana, sem það óttaðist og hataði, — (þau lafa sum uppi enn) — fá í þeirri kjarnyrm ádeilu Kristins þá útreið, þann dóm, er þau verð- skulda. Þessi ár (1939—42) voru eldskírn mann- dómsins, þegar þeir lítilþægu voru keyptir fyrir fé og titla valdhafanna, en Joeir, sem börðust fyrir rétti hins kúgaða, hvort heldur var í riti eða verki, urðu að þola ofsóknir, bannfæringar og bönn. En það var líka sá tími, þegar skáldsnill- ingurinn storkaði „höfðingjum þjóðarinnar" og samsinnti draumi Kristins, með þessum orðum: „En andi hins fátæka alþýðuskálds, sem hinir lærðu höfðu að eingu og stórskáldin fyr- irlim, hefur búið með íslensku þjóðinni í þús- und ár, í fastilju afdalakotsins, í snauðri ver- búð undir Jökli, á hákarlaskipi fyrir Norður- landi eftir að öll mið voru týnd í miðsvetrar- svartnætti Dumbshafsins, í tötrum flakkarans sein blundar við hlið fjallasauðarins í víði- kjörrum heiðanna, í hlekkjum þrælkunarfang- ans á Brimarhólmi; þessi andi var kvikan í lífi þjóðarinnar gegnum alla sögnna, og það er hann, sem hefur gert þetta fátceka eyland 226

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.