Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 27

Réttur - 01.10.1976, Side 27
hér vestur í hafinu að STÓRÞJÓÐ og heimsveldi og ósigrandi jaðri heimsins.” (Fegurð himinsins 1940, leturbr. mín). Og Kristinn lauk greininni um „Grasgarð forheimskunarinnar" 1940 með þessum spá- mannlegu orðum: „Næstu ár munu skera úr því, hvort það verður þjóðin og skáldin, sem sigra, eða þeir, sem berjast nú hatrammast bæði gegn þjóðinni og skáldunum" (bls. 204). Kristni varð að von sinni. Þjóðin og skáldin sigruðu 1942. Verkalýðurinn, sem Jóhannes úr Kötlum hafði eggjað og heitið á, Halldórarnir ort um, Þórbergur hvatt, — verkalýðurinn, sem Kommúnista- og Sósíalista-flokkurinn hafði þjálfað og þroskað í eldi stétta- og þjóðfrels- isbaráttunnar, reis upp 1942 sjálfum sér og skáldunum sínum til lausnar undan kúgun- inni, er báðir voru beittir, og sigraði í skæru- hernaðinum og kosningahríðunum 1942. Mér er það enn í minni, er Halldór Lax- ness hringdi í mig einhverntíma um áramótin 1942—43 og kvaðst ekki lítið hissa, það hefði verið hringt í sig frá ríkisútvarpinu og hann beðinn að lesa eina skáldsöguna sína eftir eigin vali sem framhaldssögu í útvarp- inu. Hann hafði ekki verið beðinn um að koma þar síðustu þrjú ár og síðast, er hann las þar eitthvað upp 1939, hafði verið hent í hann einhverri smánarborgun, sem hann bað stúlku þá, er gjaldkeri var, að hirða og kaupa sér „gott" fyrir. (Halldór varð við beiðninni, ég hafði fengið það fram í út- varpsráði, er Sósíalistaflokkurinn eignaðist þar fulltrúa eftir sigrana 1942 að hann væri beðinn um þetta. Verkalýðurinn fékk þá einnig sjálfur að ráða útvarpinu 1. maí). ★ Enginn sigur er eilíft hnoss. Alltaf verður að berjast til að varðveita ávexti þess, er vannst, — ætíð að sækja fram á ný til ann- arra og meiri sigra. Það er baráttan fyrir sigri málstaðarins hörð og fórnfrek, sem gerir mennina mikla, „máttkvar múginn", leiðir fram snillingana, hreinsar sálirnar, lyftir andanum, — svo not- að sé orðaval í ætt við Kristins. Þetta er ekki sagt til að draga úr mikil- vægi sigranna. Hver sigur skapar nýtt ástand, nýjar mótsetningar, oft af öðrum toga en fyrr, líka nýjar hættur. Eftir sigur verkalýðsins 1942 varð hann voldug stétt, ekki valdastéttin og er enn ekki í meðvitund sinni orðinn að fullu sú forustu- stétt, sem honum ber. Oft var sem einskonar jafnvægi væri milli aðalstéttanna, verkalýðs og atvinnurekenda. En atvinnurekendastéttin naut þess að ríkisvaldið var hennar, einnig þegar alþýðan gegnum flokk sinn náði nokkrum tökum á því. En ríkisvaldið, — hvort sem verkalýður- inn nær því alveg og getur beitt því til að byggja undirstöður sósíalismans — eða hann nær tímabundnum áhrifum á það innan hins borgaralega þjóðfélags og getur beitt því til að knýja fram ýmiskonar endurbætur og rétt- indi sér til handa, — ríkisvaldið felur í sér hættu við snertingu þess, svo ómissandi sem það er sem forsenda jafnt umbóta sem end- anlegra sigra. Það getur smækkað manninn, afskræmt eða spillt. Það þarf í senn sterka og góða menn til að standast freistingar þess, en beita því þó. Þar um má minnast þeirra orða, er Marx mælti um Lincoln. (Rétmr 1965). Ðraumur Kristins um sigur í baráttunni hörðu gegn kúgun þjóðstjórnarafturhaldsins, vonir hans um snillinga Islands, hafði ræst. Og hann varð sjálfur höfuðskipuleggjandi snillinganna. Og síðar meir einnig sagnarit- ari þessa skeiðs. Draumur hans — og fleiri — um endan- 227

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.