Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 29

Réttur - 01.10.1976, Page 29
Einar Olgeirsson: 50 ÁR BROT ÚR BARÁTTU- SÖGU „RÉTTAR” Það var frá upphafi ætlun okkar, sem tóku við útgáfu Réttar 1926 að láta hann fyrst af öllu flytja þjóðinni — og verkalýðnum fyrst og fremst — boðskap sósíalismans en hafa hann jafnframt sem viðfeðmastan, láta ekkert mannlegt oss óviðkom- andi, sérstaklega þó það, sem snerti bókmenntir og önnur menningarmál. Það var og ætlun okkar að sá boðskapur sósíal- ismans, er „Réttur" flytti væri stefna allra islenskra sósíalista, jafnvel þótt allmikill munur væri á boð- skap þeim. Á þessum árum töldu enn allir íslenskir sósíalistar sig „jafnaðarmenn," — það var íslenska orðið yfir sósíalista, jafnt sósíaldemókrata sem kommúnista. Félag kommúnistanna í Reykjavík, stofnað haustið 1926, hét „Jafnaðarmannafélagið Sparta". Héðinn Valdimarsson kvað i ritdómi um „Kommúnistaávarpið"1) að það mætti eins heita „Ávarp jafnaðarmanna" og þannig mætti lengi telja. Á siðustu árum hefur smásaman verið reynt að breyta merkingunni i orðinu „jafnaðarmaður" — og er ég mjög ósamþykkur þvi að lita á það sem þýðingu á sósíaldemókrat. — En hvað um það. I desember 1926 verður hinsvegar sú breyting i Alþýðuflokknum að hægri menn knýja fram inn- göngu í II. Internationale, alþjóðasamband sósial- demókrata, og byrja útilokunarstarfsemi gagnvart kommúnistum.2) Meðal annars hætta þeir þá að skrifa i „Rétt" eins og þeir höfðu gert 1925 og 1926 og „Réttur" verður þvi málgagn vinstri armsins í Alþýðuflokknum, kommúnistanna, sem gerðu sér meir og meir Ijóst að þeir yrðu að stefna að stofn- un Kommúnistaflokks. Fór nú hvorttveggja saman að við rituðum áfram rammpólitískar greinar út frá kommúnistísku sjón- armiði og fengum einnig ágæta áhugamenn til að skrifa um ýms menningarmál. VÍÐFEÐMI ÁHUGAMÁLA, UNDIRSTÖÐUR TREYSTAR Það var ekki af lakara endanum, sem birtist eftir ýmsa af bestu menntamönnum landsins, næstu árin eftir 1926 I „Rétti". Skulu nokkur dæmi nefnd: Ragnar Kvaran ritar 1927 langa grein um Bernard Shaw, Pálmi Hannesson sína ágætu grein: „Frá óbyggðum," og svo kveða skáldin og rithöfund- arnir sér áfram hljóðs: Kristín Sigfúsdóttir: smá- sagan „örbirgð," Davið Stefánsson: smásagan „Barrabas", Gunnar Benediktsson: „Júdas Iskariot" — og svo Þórbergur Þórðarson með „Heimspeki 229

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.