Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 37

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 37
það grimmdaræði einkar lipurlega sett í nýtt alþjóðlegt og félagslegt samhengi með mjög afdráttarlausri skírskotun til okkar tíma; ljúka menn upp einum rómi um að þetta sé eitt athyglisverðasta leikverk, sem hér hafi komið fram, og hjálpist þar allt að: texti, leikur, búnaður, — og auk þess er það skolli skemtilegt! „Skollaleikur” var frumsýndur á Borgar- firði eystra um miðjan október sl. en hefur síðan verið sýndur miklu víðar; m.a. voru fjölmargar sýningar í Reykjavík við mikla aðsókn og undirtektir eftir því. Aframhald- andi leikferðir munu síðan ráðast nokkuð af veðurfari og færð um bygðir landsins. Alþýðuleikhúsið hefur hingað til notið lít- illa opinberra fjárstyrkja. Það verður að byggja afkomu sína á sölu aðgöngumiða, og því fé, sem styrktarfélagar þess veita því. Þeir eru nú um 400 talsins og framlag þeirra felst í því að kaupa miða á sýningar Alþýðu- leikhússins hærra verði en aðrir leikhúsgestir. Umboðsmenn Alþýðuleikhússins eru nú á flestum stöðum landsins og hafa þeir styrkt- arkort til sölu. Kortið gildir sem fjórir að- göngumiðar að sýningum Alþýðuleikhúss- ins og kostar 5.000 krónur. Einnig má senda upphæðina á ávísanareikning Alþýðuleik- hússins nr. 4081 í Landsbankanum á Akur- eyri, og fær þá viðkomandi kort sitt í pósti. Alþýðuleikhúsið en enn einn vottur um þá öflugu og alhliða sókn, sem alþýða Is- lands hefur nú hafið til að umbylta þessu þjóðfélagi sér til hagsbóta og tryggja því efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði. A 33ja þingi Alþýðusambands Islands, sem haldið var í Reykjavík um mánaðamótin síðustu, var með lófataki samþykkt smðningsyfirlýsing við Alþýðuleikhúsið og sýnir hún, að verka- lýðssamtökin hafa þegar skilið þýðingu hins nýja leikhúss fyrir þá baráttu, sem nú er háð. Er þess að vænta að allir þeir, sem láta sig þá baráttu einhverju varða, leggi einnig sitt af mörkum til stuðnings Alþýðuleikhúsinu. 237

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.