Réttur


Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 45

Réttur - 01.10.1976, Qupperneq 45
kólfa íslenskrar borgarastéttar í sjálfstæðis- baráttunni fyrir stækkun fiskveiðilögsögunn- ar lokið. Tvennskonar fjötrar hræddu þá í hvert skipti er síðar skyldi farið í færslu fiskveiðilögsögunnar út: Annarsvegar fjár- málafjötur verslunarauðvaldsins við England og Vestur-Þýskaland: óttinn við viðskipta- stríð, er jafngilti tapi umboðslauna, opinbers og dulins gróða. Og hinsvegar Nato-þjónusta borgaralegu stjórnmálamannanna, — eiga ekki á hættu óvináttu vestrænna vina (— þeir hugsuðu ekki út í að þeim „vinum” væri meiri akkur í að halda Islandi, en íslending- um þeirra „vinskap”). Þessvegna varð SósíaUstaflokkurinn og Al- þýðubandalagið eina stjórnmálaaflið, sem knúði fram allar stœkkanir út yfir 4 míl- urnar. Sagan af þeirri baráttu 1956—58, er 12 mílurnar voru knúðar fram af flokknum og ráðherra hans, Lúðvíki Jósepssyni, — þrátt fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins, andúð og tvístig Alþýðuflokksins (Guðm. I. utanríkis- ráðherra) og ótta Framsóknar, sem þó tókst að yfirvinna. Sú saga öll er skráð skilmerki- lega með öllum þeim heimildum, sem enn hafa séð dagsins ljós, og það af Magnúsi Kjartanssyni.'1 En vei þeim borgarahöfðingj- um í því máli, er lýsing enskra embættis- manna og annarra erlendra aðilja verður á þeim birt líkt og lýsing Þórs Whitehead nú á hernámsafstöðu þeirra í síðasta „Skírni”. Þegar áttunda þorskastríðið (1958—61) var unnið þótt Bretar hefðu ei enn samið frið, en gætu lítinn óskunda gert, þá nota þeir borgaralegu stjórnarherrar, er blindastir voru í svipinn í fylgispekt við Nato, en höfðu 1959 komist til valda, tækifærið til að gera 1961 einhvern svívirðilegasta og skammsýn- asta samning við Breta, sem nokkru sinni hefur verið gerður, — keimlíkastur Kópa- vogs-„samningi" íslendinga við kónginn danska um einveldi honum til handa 1661, þá gerður undir byssuhlaupum danskra dáta. Uppgjafasamningurinn 1961, gerður undir fallbyssukjöfmm breskra lögbrjóta, var sam- kvæmt yfirlýsingu þeirra, er hann gerðu, ó- uppsegjanlegur um alla tíð, nema með sam- þykki Breta eða dómstólsins í Haag. Það var gæfa íslands — að Alþýðubanda- lagið og Framsókn voru þá saman í sterkri stjórnarandstöðu — og lýstu yfir því á þingi, að þau viðurkenndu ei lögmæti þessa kúg- unarsamnings og myndu rifta honum, er þjóðin veitti þeim afl til. Það gerði þjóðin í þingkosningunum 1971, er þessir flokkar fengu meirihluta, riftu smánarsamningnum og knúðu þá, er gerðu hann 1961 til að dragnast með. (Þess skal hins vegar getið hér svo sá, er eitt sinn af sér brýtur, fái sína uppreisn: Bjarni Bene- diktsson mun á síðustu árum sinnar alltof skömmu ævi hafa verið kominn á þá skoðun að rangt hafi verið að gera breska samning- inn 1961). Það sýndi sig nú í níunda þorskastríðinu (1972—73), er Björn kallar svo, að sú und- anlátssemi, er íslensk þjóð átti fyrr á öldum við að stríða hjá danskri drótt, er beig hafði af Bretum, var nú flutt inn í landið og hafði tekið sér bólfestu í brjósmm íslenskra bur- geisa, er beig höfðu af því hvað við tæki ef viðskiptaherrar Vesturlanda yrðu þeim reiðir eða jafnvel Nato-herrar færu að ygla sig. Bak við aðgerðir aðalóvinanna, Breta og Vestur-Þjóðverja, stóð í báðum stríðum sami auðhringurinn, Unilever, er átti meginhluta þýska úthafsflotans og aðalsölusamtökin á fiski í Bretlandi. Og hann lék tveim skjöld- um: stundum lét hann annan aðilann semja, hinn brjóta lög og beita valdi, smndum öfugt. Sigurinn í 50 mílna-stríðinu var íslendinga — og þar með aðalsigurinn unninn: öll besm fiskimiðin voru innan þeirra vébanda. 245

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.