Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 53

Réttur - 01.10.1976, Side 53
14. september 1976 fannst konulík á ströndinni við Valpariso, næstum óþekkjan- legt vegna misþyrminga. En það tókst með aðstoð foreldra hennar og tannlæknis henn- ar að fá því slegið föstu að þetta var lík Mörtu Ugarte, sem átti sæti í miðstjórn Kommúnistaflokks Chile, og hafði verið tek- in föst 9- ágúst af hinni alræmdu DINA- lögreglu. Fernando Ostornol, málafærslumaður í Chile, sem alllengi sat í fangelsi, giskar á að síðan valdaránið var framið 11. sept. 1973 hafi að minnsta kosti 6000 manns horfið og ekkert til þeirra spurst. Ottast hann að fjöl- margir þeirra hafi sætt örlögum Mörtu Ugarte. — Kaþólska kirkjan í Chile sló því föstu i ágúst 1976 að af 90% þeirra, er handteknir hafa verið á því ári, hefur ekkert fréttst. Það er rétt að muna að er blóðhundarnir chilensku brutust til valda 11. sept. 1973 reit guðfræðingur einn í Morgunblaðið lofgrein undir fyrirsögninni: Sigur lýðræðisins í Chile. Samkvæmt upplýsingum Kommúnista- flokks Chile hafa síðan fasistarnir tóku völd- in í september 1973 um 30 þúsund manns verið myrtir, en um 20.000 sitja enn í dýfl- issum Dina, hinnar illræmdu leynilögreglu. Um 6000 manns, sem rænt hefur verið, vantar allar upplýsingar. URUGUAY í Uruguay ríkir nú, eins og í flestum ríkj- um Suður-Ameríku, hin versta harðstjórn — undir verndarvæng Bandaríkjanna. Nýlega — 13. des. 1976 —, varð einn af forustumönnum alþýðunnar þar, Liber Seregni, sextugur, — í einu af fangelsum harðstjórnarinnar. Seregni hafði ásamt ýmsum öðrum rót- tækum forustumönnum komið á víðfeðma samfylkingu — Frente Amplio, — þar í landi í febrúar 1973 og var hann kosinn forseti hennar. Við kosningarnar 28. nóv- ember 1971 fékk þessi samfylking 20% kjósenda og varð þriðji stærsti stjórnmála- flokkus landsins. Afmrhaldið óttaðist nú sókn alþýðunnar og greip til ofbeldisaðgerða: afnam í júní 1973 lýðræðið í Umguay, sem löngum hafði verið hið rótgrónasta í Suður-Ameríku. Hef- ur harðstjórnin steypt landinu í hörmungar- ástand: gífurlegar erlendar skuldir, sívaxandi atvinnuleysi og verðbólga. Fer reiði alþýðu og sívaxandi. Nú eru um 7000 pólitískir fangar í land- inu og er líf margra þeirra í hættu. Liber Seregni var fyrst tekinn fasmr í júlí 1973 og var honum þá misþyrmt, en síðan sleppt, en var svo afmr tekinn 4. janúar 1976 og mun ætlunin að fasistadómstóll dæmi hann til langrar fangavistar. Baráttan fyrir frelsi hans og annarra póli- tískra fanga er nú háð víða um heim. EFNAHAGSBANDALAGIÐ Nokkrar tölur sýna ef til vill bemr en langar greinar hið hróplega ranglæti í tekju- og eignaskiptingu og efnahagslega hrunið, sem einkennir flest lönd EB, nú þegar arð- ránsgrundvöllur þessara fornu nýlenduveldn er að hrynja: I Italíu fá 2,4% íbúanna, efst í mannfé- lagsstiganum 17% alls gróða og tekna. ✓ Arið 1955 var 23% af öllum útflutningi heims, hvað tilbúnar vörur snerti, frá Bret- landi. 1973 var þessi tala komin undir 8%. I Frakklandi fær sá fimmtungur þjóðar- innar, sem hæstar hefur tekjurnar, tólf sinn- um meiri tekjur en sá fimmtungur þjóðar- innar,, sem fátækasmr er. I Vesmr-Þýska- landi er þetta hlutfall: átta í stað tólf. 253

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.