Réttur


Réttur - 01.10.1976, Síða 56

Réttur - 01.10.1976, Síða 56
NEISTAR Orð — „Mörgum finnst raunar nóg um, hve mataráhyggjur eru þungar í umræðum manna á milli. Það skiptir Islendinga fleira máli en efnisleg gæði." — — — ,,En mestu máli skiptir að stemma á að ósi og leggja meiri áherslu á mannrækt á heimilum og I skólum og I kirkjum lands- ins."------— „Reynsla okkar sýnir að við megum ekki afrækja andleg og siðferðileg verðmæti í sókninni eftir veraldlegum gæðum." Geir Hallgrimsson forsætisráðherra í áramótaávarpi 31. des. 1976. — og gerðir Rikisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar ákvað um áramótin 1976—77 eftirfarandi: 18% hækkun á heildsöluverði raf- magns, 14—25% hækkun á smásöluverði rafmagns, 50% hækkun flutningsgjalda, 25% hækkun póst- og síma- gjalda, 12—15% hækkun hitaveitu- gjalda. Var þetta til viðbótar öllum þeim hækkunum á nauðsynjavör- um, sem áður voru komnar. Skrifað stendur „Gætið yðar fyrir falsspámönn- um, er koma til yðar i sauðar- klæðum, en eru hið innra glefs- andi vargar; af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá." Jesús frá Nasaret samkvæmt guðspjalli Matteusar 7, 15—16. „Ef þú vilt vera algjör, þá far, sel eigur þínar og gef fátækum, og munt þú eiga fjársjóð á himni; og kom síðan og fylg mér." Svo sagði Jesús við unga mann- inn, samkvæmt Matteusarguðs- pjalli 19, 21. „En er hinn ungi maður heyrði þau orð, fór hann burt hryggur; því hann átti miklar eignir." Matt. 19, 22. Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna og sagði: ,,Á stóli Móse sitja fræðimenn- irnir og farisearnir. Allt, sem þeir segja yður skuluð þér því gjöra og halda, en eftir verkum þeirra skuluð þér ekki breyta, því að þeir segja það en gjöra það ekki. Og þeir binda þungar byrðar og litt bærar, og leggja mönnum þær á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær með fingri sínum. En öll sín verk gjöra þeir til þess að sýnast fyrir mönnum, því að þeir gjöra minnisborða sína breiða og stækka skúfana. Og þeir hafa mætur á helsta sætinu í veislunum og efstu sætunum í samkundunum og að láta heilsa sér á torgun- um, og vera nefndir „rabbí" af mönnum." Matt. 23,1—7. „En vei yður, fræðimenn og Farisear, þér hræsnararl Þér gjaldið tíund af myntu, anis og kúmeni, en skeytið eigi um það, sem mikilvægara er í lögmálinu: réttvísina og miskunsemina og trúmennskuna." Matt. 23, 23. Jesús frá Nasaret sagði við lærisveinana: „Þér getið ekki þjónað Guði og mammon. En Farisearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu allt þetta, og gerðu gys að honum." Lúkas. 16, 13—14. ★ Álög auðvaldsins „Kapitalisminn breytir mann- gildi mannanna I peningagildi, markaðsgildi. Þetta sama auðvald, sem kemur tækni mannanna og mætti þeirra yfir náttúruöflunum á æfintýralegt hástig, mengar ekki aðeins andrúmsloftið, vatnið og sjóinn, svo lífsháski stafar af, heldur mengar það sjálft mann- lífið, grefur undan manndómnum, ógnar manngildinu af því allt þetta er i andstöðu við sjálf gróðalög- mál auðvaldsskipulagsins." I greininni „Úr álögum" I Rétti 1971, bls. 156—164. (Þeim, sem vilja kryfja til mergjar sið- gæðis- og manngildis-vanda- mál auðvaldsþjóðfélagsins, — en ekki nota þau fögru orð til að fá vinnandi fólk til að sætta sig við arðrán, — er ráðlagt að lesa þá grein). 256

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.