Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 2
2 14. mars 2009 LAUGARDAGUR í 4. sæti Hauk Þór www.haukurthor.is Prófkjör sjálfstæðismanna í SV-kjördæmi Ráðdeild og lausnir Lárus, ætlarðu að breyta nem- endunum í grautarhausa? „Nei, en ég vona að grauturinn geri þeim gott.“ Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð eiga kost á ókeypis hafragraut alla morgna nema á mánudögum fram á vor. Lárus H. Bjarnason er rektor skólans. ÞÝSKALAND, AP Lögreglan í Þýska- landi leitaði í gær samstarfs við lögregluyfirvöld í Bandaríkjun- um til að fá úr því skorið hvort netspjall, sem virtist mikilvæg heimild um aðdraganda skotárás- arinnar í gagnfræðaskóla í Winn- enden á miðvikudag, væri gabb. Talsmenn þýsku lögreglunn- ar segjast nú vera mjög efins um sannleiksgildi afritsins af net- spjallinu, sem virtist hafa átt sér stað milli hins sautján ára Tims Kretschmer og spjallfélaga á net- inu sex klukkustundum áður en Kretschmer hóf skothríðina sem varð sextán manns að bana. Netþjónninn sem þjónustar netspjallsgátt þá sem um ræðir er í Bandaríkjunum og því þarf aðkomu yfirvalda þar í landi. - aa Skotárásin í Þýskalandi: Netspjall hugs- anlega falsað NOREGUR, AP Aurskriða lenti á nokkrum íbúðarhúsum í bænum Namsós í Norður-Þrændalögum í Mið-Noregi í gær, með þeim afleiðingum að húsin steyptust bókstaflega í sjó fram. Engar fregnir voru af manntjóni. Marit Dahl, talsmaður lögregl- unnar í Norður-Þrændalögum, sagði sjö manns hafa verið bjarg- að af hamfarasvæðinu og svo virtist sem enginn þeirra væri alvarlega slasaður. Björgunar- sveitir og -þyrlur könnuðu hvort fleiri væru í rústunum. Vegagerð er í gangi í grennd við skriðustað- inn, sem kann að skýra hvað kom henni af stað. - aa Aurskriða í Mið-Noregi: Nokkur hús í sjóinn í Namsós HAMFARIR Rústir nokkurra húsanna í flæðarmálinu en þangað svipti aurskrið- an þeim í gær. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari leggst gegn því að sak- sóknari efnahagsbrota hjá ríkis- lögreglustjóra, Helgi Magnús Gunnarsson, leggi fram ákæru á nýjan leik á hendur Jóni Ólafssyni athafnamanni og félögum. Málið snýst um skattalagabrot vegna skattskila mannanna og skattskila fyrirtækjanna Norður- ljósa, Skífunnar og Íslenska útvarpsfélagsins, sem höfðu verið rannsökuð í rúm sjö ár. Jóni var gefið að sök að hafa svikið undan skatti 360 milljónir króna. Í úrskurði héraðsdóms frá 17. desember var vísað til þess að rík- isskattstjóri hefði þegar sektað mennina fyrir brotin. Af þeim sökum mætti ekki refsa þeim aftur og málinu var því vísað frá. Saksóknari efnahagsbrota fór þá með málið fyrir Hæsta- rétt, sem vísaði því einnig frá, en í þetta sinn vegna form- galla. Saksóknari efna- hagsbrota sótti um leyfi til að kæra málið að nýju, en því var hafnað 5. mars síð- astliðinn. Í bréfi ríkissak- sóknara til sak- sóknara efna- hagsbrota er farið yfir lög sem banna meðal annars að kæra tvisvar sama málið til sama dóm- stóls. Einnig segir ríkis-saksókn- ari að ný ákæra í sama máli myndi reyna á sömu efnisatriði og þegar hefur verið úrskurðað um. Málinu sé því lokið. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir að rök ríkis- lögreglustjóra séu gild, því ekki séu for- dæmi fyrir ann- ars konar málsmeðferð. „Héraðsdómurinn stendur og við skulum vona hans vegna að hann hafi verið réttur. Þeir og aðrir dómstólar hafa gert allt sem þeir geta til að fjalla ekki efnis- lega um málið, en það er svo sem ekki nýtt í efnahagsbrotamálum,“ segir hann: „Ég vildi bara að þeir gerðu það sem þeir eiga að gera; að skera úr í svona málum.“ Það verði skemmtilegt eða hitt þó heldur fyrir sérstakan sak- sóknara bankahrunsins að mæta þessu viðmóti hjá dómstólum: þegar mál séu af ákveðinni stærð- argráðu sé dómaframkvæmdum breytt. „Við sáum þetta í Baugsmálinu, við sáum þetta í olíumálinu og við sjáum þetta í þessu máli. Svo er sagt að dómstólar hafi alltaf rétt fyrir sér,“ segir Helgi Magnús. klemens@frettabladid.is Ríkissaksóknari stöðv- ar efnahagsbrotadeild Saksóknari efnahagsbrota vildi ákæra Jón Ólafsson athafnamann aftur fyrir skattalagabrot, en málinu hafði áður verið vísað frá. „Dómstólar hafa gert allt sem þeir geta til að fjalla ekki efnislega um málið,“ segir saksóknari efnahagsbrota. VEÐUR Fólk í fjórum húsum í Bol- ungarvík var beðið um að rýma hús sín fyrir miðnætti í gær vegna snjóflóðahættu. „Við kipp- um okkur ekkert upp við þetta, ef við erum beðin að fara út þá förum við út,“ sagði Þorkell Már Þrándarson, einn íbúanna sem varð að yfirgefa hús sitt. Það er í þriðja sinn á einum mánuði sem hann hefur þurft að gera svo. „Bærinn finnur fyrir okkur íbúð,“ segir hann þegar hann var spurður hvar hann muni halla höfði. Lögreglan á Vestfjörðum segir að um tíu til tólf manns hafi þurft að yfirgefa hús sín. - jse Snjóflóðahætta í Bolungarvík: Þriðja húsrým- ingin á mánuði STJÓRNSÝSLA Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki mótfallinn því að stjórn Fjár- málaeftirlitsins gefi upp hver séu laun skilanefnda bankanna. Hann hafi ekki nákvæma tölu yfir þau, en honum skiljist að þau séu úr takti við eðlileg laun fyrir ábyrgðarstörf hjá hinu opinbera. Ráðherra hefur mælt fyrir lagafrumvarpi, en sam- kvæmt því yrðu launin greidd af þrotabúum bankanna en ekki af ríkinu. Gunnar Haraldsson, stjórnar- formaður FME, segist hafa fund- að um þetta í gær. Ákvörðun komi fljótlega. Spurður vill hann ekki segja hvort til standi að gefa launin upp nákvæmlega, og vísar til þess að gott verði að sjá fyrst hvað komi út úr frumvarpi ráðherra. - kóþ Viðskiptaráðherra: FME má greina frá launum skilanefnda VÍMUEFNI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í húsi á Arnarnesinu í gær og fann eitt hundrað kannabisplöntur í rækt- un. Maður var handtekinn og yfirheyrður. Lögreglan fór einnig í hús í Kópavogi og fann þar tvö hundruð grömm af kannabisefn- um í söluumbúðum. Síðustu daga hafa laganna þjónar gert upptækar hátt í þús- und plöntur í fjórum húsleitum. Fimm hafa verið handteknir og síðan verið sleppt. Vísbending- ar munu hafa gefist um að málin tengist öll. - kóþ Kannabisplöntur á Arnarnesi: Lögreglan tók 100 plöntur LÖGREGLUMÁL „Þetta er mikið áfall. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast hér á Íslandi,“ segir Dee- pak Panday, eigandi nepalska veitingastaðarins Eldhússins við Laugaveg, sem hefur starfsemi sína á þriðjudaginn næsta. Brot- ist var inn í húsnæði staðarins í fyrrinótt. Panday, sem er frá Nepal en hefur búið á Íslandi í átta mán- uði, segir staðinn hafa verið til- búinn undir opnunina á þriðju- daginn fyrir innbrotið. „Þessir innbrotsþjófar voru mjög fagleg- ir og brutu engar rúður heldur spenntu einfaldlega upp hurðina og tóku sér góðan tíma í það sem þeir ætluðu sér að gera. Þeir tóku öll glösin, allt áfengið af barnum, glænýja kaffivél, tvo flatskjái og fartölvuna mína, svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa augljóslega verið vel búnir því flatskjáirnir héngu neðan úr loftinu, en þjófunum tókst að skrúfa þá niður.“ Panday segist ætla að gera allt sem í hans valdi standi til að hefja rekstur Eldhússins á þriðjudag eins og ætlunin var. Sem betur fer sé staðurinn tryggður og skaðinn verði því vonandi ekki of mikill. „Lögreglan kom hingað og leitaði að fingraförum og slíku. Þeir lof- uðu að láta mig vita ef þeir yrðu einhvers vísari, og ég vona bara að það verði sem fyrst,“ segir Dee- pak Panday. - kg Brotist inn í nepalskan veitingastað örfáum dögum fyrir opnun: Bjóst ekki við þessu á Íslandi ÁFALL Deepak Panday, eigandi Eldhússins við Laugaveg, segir greini- legt að þjófarnir hafi verið vel búnir og tekið sér nægan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Lagabreyting til að liðka fyrir að notaðir bílar yrðu seldir úr landi hefur skilað litlu frá því hún var samþykkt 11. desember síðastliðinn. Aðeins 73 bílar hafa verið seldir úr landi og 98 umsókn- ir bíða afgreiðslu. Alls hafa borist 190 umsóknir en nítján hefur verið hafnað. Þetta er aðeins brotabrot af því sem menn gerðu sér vonir um, en talið var raunhæft að gjald- eyristekjur af slíkum útflutningi gæti numið um milljörðum króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að seldir yrðu að minnsta kosti 5.000 bílar úr landi. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að tækifærið hafi runnið mönnum úr greipum vegna seinagangs í kerfinu. „Við fórum af stað fljót- lega upp úr bankahruninu og lögð- um fram tillögur við fjármála- ráðuneytið. Þegar stjórnkerfið var búið að fara höndum um þetta voru menn fallnir á tíma. Til viðbótar var sett tveggja milljóna króna þak á samanlagða endurgreiðslu vörugjalds og virðisaukaskatts á hvern bíl. Þetta gerði það að verk- um að dýru bílarnir fara ekkert úr landi. Þetta missti því gjörsamlega marks. Mikill áhugi var á meðal útlendra bílasala, sem flykktust til landsins eftir bankahrunið vegna hugsan- legra viðskipta. Fulltrúar fyrir- tækja frá Þýskalandi og Danmörku hugðust kaupa „heilu bílaflotana“, eins og Özur orðar það. - shá Bílgreinasambandið segir seinagang í kerfinu hafa hamlað bílasölu: Sárafáir bílar seldir úr landi BÍLAFLOTI Erlendir bílasalar segja hik stjórnvalda hafa komið í veg fyrir útflutning á bílum sem skila áttu mikl- um gjaldeyristekjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKATTAMÁLIÐ STOPPAÐ Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari sér ekki að Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, geti gengið lengra í skattamálinu gegn Jóni Ólafssyni athafna- manni. SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.