Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 11

Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 11
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 11 ÁGÆTU REYKVÍKINGAR! Sem borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra hef ég öðlast víðtæka reynslu af stjórnmálum. Í störfum mínum hef ég ávallt fylgt þeirri sannfæringu að ganga eigi hreint til verks við að leysa þau verkefni sem við er að glíma hverju sinni. Ég vil láta verkin tala. Meginverkefni mitt sem heilbrigðisráðherra fólst í að hagræða í heilbrigðisþjónustunni en gæta um leið hagsmuna notendanna – fólksins í landinu. Á 20 mánuðum kom ég eftirfarandi í verk: Batt enda á alræmdar sumarlokanir á sjúkrastofnunum Kom sjúklingum af göngum Landspítalans Eyddi biðlistum á Landspítala eftir varanlegri vist á öldrunarstofnunum Stóð að löngu tímabærum umbótum á rekstri BUGL Kom jafnvægi á rekstur Landspítala Sparaði 1,5 milljarða í útgjöldum vegna lyfja og lækkaði lyfjakostnað sjúklinga Náði samkomulagi við borgarstjóra um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík Ég hef áður glímt við erfið verkefni með góðum árangri og sem leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík er ég reiðubúinn að vinna hratt að lausn þess vanda sem við blasir. Reykvíkingar þurfa forystumann sem þorir. Þess vegna óska ég eftir stuðningi þínum í 1. sætið í Reykjavík. STÉTT MEÐ STÉTT Samstaða um endurreisn Ármúla 18 108 Reykjavík sími 568 4876 gth@gudlaugurthor.is www.gudlaugurthor.is Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þingmaður Reykjavíkur norður ÖRYGGISMÁL Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra var hífð upp í TF-EIR, björgunarþyrlu Land- helgisgæslunnar, í gær, þegar hún tók þátt í æfingu Gæslunnar og Slysavarnaskóla sjómanna. Ragna var að kynna sér starf- semi Gæslunnar ásamt starfs- mönnum úr ráðuneytinu. Heimsóknin hófst í stjórn- stöð Gæslunnar, þar sem hópn- um var kynnt starf sprengju- deildar. Hádegisverður var síðan snæddur í varðskipi Landhelgis- gæslunnar. Heimsókn Rögnu og fylgdarliðs lauk á Reykjavíkur- flugvelli þar sem henni var kynnt starfsemi flugdeildar. - shá Ráðherra í lausu lofti: Ragna hífð í björgunarþyrlu Í FULLUM SKRÚÐA Ráðherra tók sig vel út í gær. MYND/LHG STJÓRNSÝSLA Sautján karlmenn og tvær konur sóttu um stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en umsóknarfrestur rann út 11. mars. Meðal umsækjenda voru Vil- hjálmur Bjarnason, lektor og formaður Samtaka fjárfesta, og Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá ríkis- lögreglustjóra. Hjá Capacent-ráðningum er unnið úr umsóknunum. Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri þar, segir að gerð verði óbindandi skýrsla yfir þá hæfustu og hún send til eftirlitsins. Erfitt sé að áætla hvenær það verði: „En það verður í fyrsta lagi í seinni hluta næstu viku sem línur fara eitt- hvað að skýrast.“ - kóþ Forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Nítján sóttu um stöðuna Dr. Arnar Bjarnason Arnbjörn Ingimundarson Árni Thoroddsen Bolli Héðinsson Guðmundur Ásgeirsson Gunnar Þ. Andersen Halldór Eiríkur S. Jónhildarson Helgi Magnús Gunnarsson Ingólfur Guðmundsson Jóhann Gunnar Ásgrímsson Jóhann Halldór Albertsson Magnús Ægir Magnússon Már Wolfgang Mixa Tamara Lísa Roesel Sigrún Helgadóttir Sigurður Guðjónsson Vilhelm R. Sigurjónsson Vilhjálmur Bjarnason Þorsteinn Ólafs Sækja um forstjórastólinn: SAMFÉLAGSMÁL Félagsfundur Breiðavíkursamtakanna lýsir yfir innilegu þakklæti sínu fyrir afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, fyrir hönd stjórnvalda, til fyrrum vistmanna Breiðavíkurheimilis- ins og fjölskyldna þeirra. Tillaga þess efnis var samþykkt á fund- inum á fimmtudagskvöld. Í tillögu fundarins kemur einn- ig fram að Breiðavíkursamtökin taki afsökunarbeiðni forsætisráð- herra fagnandi og fallist fegin- samlega á hana. Stórt og mik- ilvægt skref hafi verið stigið áleiðis að góðri sáttargjörð í mál- inu. - kg Breiðavíkursamtökin: Fallast á afsök- unarbeiðni DÓMSMÁL Lögregla heldur nákvæma skrá yfir þá sem hún hefur fylgst með með hjálp eftir- fararbúnaðar sem nú liggur fyrir að var notaður ólöglega fram til síðustu áramóta. Lögregla getur hins vegar ekki gefið upp hversu margir þeir eru. Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri. Maður sem búnaðinum var beitt gegn fékk nýverið dæmdar skaða- bætur vegna þess. Lögmaður hans hefur í kjölfarið kallað eftir því að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina öllum þeim sem fylgst var með á þennan hátt frá því, gera þeim grein fyrir þeirri skaðabóta- skyldu sem kann að hafa myndast og jafnvel bjóða þeim bætur að fyrra bragði. Búnaðurinn var dæmdur ólög- mætur á þeim forsendum að hann væri þess eðlis að dómsúrskurð þyrfti til að beita honum. Fram til áramóta var hins vegar ekki heim- ild til þess í lögum fyrir dómara að veita slíkan úrskurð þar sem hvergi var kveðið á um notkun búnaðarins í lögum. Nefnd á vegum ríkissaksókn- ara komst að því árið 1999 að ekki þyrfti dómsúrskurð til að beita búnaðinum og á því voru reglur lögreglu um hann byggðar. Dóm- stólar hafa nú lýst sig ósammála þeirri niðurstöðu. Í nefndinni sátu meðal annars Atli Gíslason, nú þingmaður, og Björg Thorarensen, nú prófessor í stjórnsýslurétti. - sh Lögregla upplýsir ekki hve margir gætu sótt bætur vegna ólögmæts búnaðar: Gefa ekki upp fjölda eftirfara STEFÁN EIRÍKSSON Lögreglan getur ekki gefið upp með hversu mörgum hún hefur fylgst með hjálp eftirfararbúnaðar. STJÓRNMÁL Magnús Þór Hafsteins- son, varaformaður Frjálslynda flokksins, gefur kost á sér til for- mennsku á landsþinginu um helg- ina. Hann fer þar gegn Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Magnús Þór sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu í Norðvestur- kjördæmi en hafnaði í fjórða. Í yfirlýsingu segir Magnús flokkinn í grafalvarlegri stöðu og ef fram fari sem horfi nái hann engum á þing. Því sé þörf á breytingum. Aðspurður segir Guðjón styrk- leikamerki að fleiri hafi áhuga á forystustörfum. Guðni Halldórs- son hefur dregið formannsfram- boð sitt til baka. - sh Guðjón Arnar fær keppni: Magnús Þór vill verða formaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.