Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 16
16 14. mars 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Fljótur að gleyma? Framboð Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar til formennsku í Frjálslynda flokknum er æði sérstök ákvörðun. Fyrir það fyrsta metur Magnús það svo að hann njóti slíks stuðnings í flokknum að hann geti veitt honum forystu á landsvísu. Þegar Magnús til- kynnti um framboð sitt var hins vegar ekki liðinn nema hálfur annar dagur frá því að varaformaðurinn sjálfur beið afhroð í prófkjöri flokksins í Norðvestur- kjördæmi og hafnaði þar í fjórða sæti. Þetta kallar maður að efl- ast við mótlætið, þótt deila megi um dómgreind- ina sem að baki liggur. Litli hjálpari stingur af Þar að auki ákveður Magnús að fara fram gegn vinsælum sitjandi for- manni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni. Það væri fyrst og fremst kokhreysti en ekki bara skrítið ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Magnús Þór er í fullu starfi sem aðstoðarmaður Guð- jóns á Alþingi og hlítir þar fyrirmæl- um hans lögum samkvæmt. Ætla má að andrúmsloftið verði lævi blandið á skrifstof- unni hjá þeim næstu daga og vikur. Séra sér að sér Karl V. Matthíasson, sem kjörinn var á þing fyrir Samfylkinguna árið 2007, fór aðra leið en Magnús. Hann bauð sig til dæmis ekki fram til formennsku í Samfylkingunni eftir að hafa verið hafnað rækilega í prófkjöri – jafnvel þótt þar sé nú öllu meiri spurn eftir formannsefnum en í Frjálslynda flokknum. Presturinn tók krók á móti bragði, hafnaði kjósend- unum sem höfnuðu honum og hljóp í faðm Guðjóns og Magnús- ar. Það verður spennandi að sjá hvort Magnús velur sömu leið og séra Karl komi til þess að flokkurinn hafni honum í annað sinn. Eða hvort hann þarf þriðju afneitun- ina til að forða sér í tíma. stigur@frettabladid.is Þessi spurning virðist fljótt á litið fjarstæðukennd en við lifum einfaldlega á fjarstæðu- kenndum tímum. Í kjölfar heims- styrjaldarinnar síðari ríkti mik- ill ótti í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kommúnismans. Rúss- ar voru komnir með kjarnorku- vopn og Maó orðinn formaður í alþýðulýðveldinu í Kína. Marg- ir stjórnmálamenn og fjölmiðl- ungar reyndu að ávinna sér hylli almennings með því að berjast hatrammlega gegn kommúnist- um. Þar eð lítið var um alvöru kommúnista í Bandaríkjunum, þurfti einfaldlega að búa þá til. Fremstur í flokki í þessari „bar- áttu“ var öldungardeildarþing- maðurinn Joseph McCarthy. Hann tók fjölda kunnra einstakl- inga fyrir í yfirheyrslum, greina- skrifum og ræðum og vændi alla miskunnarlaust um kommúnisma. Hugtakið kommúnisti var víkkað út að geðþótta ákærendanna. Hæpnar alhæfingar Ótta- og spennuþrungið andrýmið í bandarísku þjóðfélagi á þessum tíma var mjög móttækilegt fyrir umræðu sem þessari og margir af þeim sem urðu fyrir barðinu á McCarthy biðu þess aldrei bætur. Sá sem kallaður var kommún- isti nógu oft af stjórnmálamönn- um og fjölmiðlum, var einfaldlega stimplaður kommúnisti af alþjóð og honum í raun útskúfað úr þjóð- félaginu. Alhæfingar og sleggju- dómar voru skilgetið afkvæmi einsleitrar upplýsingamiðlun- ar sem skorti í senn hlutlægni og dýpt. Loks hristu fjölmiðl- ar þó af sér doðann og tóku að spyrja gagnrýnna spurninga um aðferðir McCarthy og hvort hinn eða þessi væri í raun kommún- isti. Að lokum sáu allir í gegnum McCarthy. Fall hans var að sönnu mikið en hann naut líka mikillar lýðhylli þegar hæst stóð. Íslensk þjóð á í miklum erfið- leikum nú um stundir. Þjóðin er skuldug og atvinnuleysi blasir við mörgum. Stjórnvöldum hefur ekki enn auðnast að skilgreina orsakir efnahagsvandans og það hvarflar lítt að stjórnmálamönn- um og embættismönnum að líta í eigin barm enda stutt í kosning- ar. Fjölmiðlar horfa til þess sem best lætur í eyrum í stað þess að brjóta málin til mergjar. Í slíku andrými ábyrgðarleysis og óvissu kraumar reiði og þjóðin er enn stödd þar í sorgarferli kreppunn- ar sem leitað er blóraböggla. Hin gullna regla réttarríkis- ins að fólk teljist saklaust þar til sekt þess er sönnuð, á eðlilega erf- itt uppdráttar við slíkar aðstæð- ur. Hið sama gildir um gagnrýna hugsun sem felst í því að efast um fullyrðingar annarra – og jafn- vel sínar eigin ályktanir – að trúa aldrei í blindni. Það þarf góða dómgreind og þroska til að taka ekki þátt í þeirri keðjuverkun við- tekinna fullyrðinga sem ganga ómeltar milli manna undir æsi- legum formerkjum og bjóða upp á þægilega yfireinföldun á orsaka- samhengi hlutanna. Ef við höfum verið blind í trú okkar á enda- lausar framfarir, hagvöxt og góð- æri í uppsveiflunni, er ekki síður ástæða til að vara sig á blindri trú á gróusögur sem vega að æru heilu þjóðfélagshópanna. Öll kurl eru einfaldlega ekki komin til grafar í rannsókn á orsökum efnahags- hrunsins á Íslandi. Til þess er málið allt of víðfeðmt og flókið. Svonefndir útrásarvíkingar eru nærtækir blórabögglar. Annar óvinahópur, sem auðvelt er að skilgreina, er bankamenn. Enn er alhæft og allir þeir sem komu nálægt bönkum og útrás eru nú úthrópaðir sem „glæpamenn“ og „landráðamenn“. Hugtakið er víkkað út að geðþótta ákær- endanna. Ekki er spurt að sekt og sönnun, en hin tæra spurning dagsins er „Hvernig getum við náð peningunum af öllum þessum stóra hópi glæpamanna sem komu okkur í þennan vanda?“ Máttur ofurbloggara Bloggið gerir berserkjum óhróð- urs enn auðveldara fyrir en á tímum McCarthy að eyðileggja mannorð. Þar sjást menn lítt fyrir og geta í skjóli nafnleyndar ausið óhróðri yfir nafngreinda einstakl- inga í boði ofurbloggarans. Ofur- bloggarinn skrifar eiturpillu og á örskotsstundu fljúga gífuryrð- in um netið og millistjórnendur í bönkum eru skyndilega orðnir að stórglæpamönnum. Mér er oft hugsað til Joseph McCarthy þegar ég horfi á upp- hrópanir sumra stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna þessa dagana. Skyldi þeim sem hæst tala núna einhvern tíma verða hugsað til hans? Höfundur er forstjóri Kjalars. „Kommúnistar“ samtímans? HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Í DAG | Bankamenn UMRÆÐAN Gunnar Tómsson skrifar um efna- hagsmál Á morgunfundi Viðskiptaráðs 18. nóv-ember sl. vék formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands að stjórntækjum bank- ans til „að halda verðbólgu í skefjum“ og sagði stýrivexti vera „því sem næst eina tæki[ð] sem honum var til þess fengið“. Það er ekki rétt. Annað og öflugra stjórntæki er heimild hans í 13. gr. seðlabankalaga að setja bönk- um reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Slíkar reglur gegna lykilhlutverki í virkri peningastjórn í opnu hagkerfi því innlend eignastaða viðskiptabanka er meiri eða minni eftir því hvort gjaldeyrisstaða þeirra er nei- kvæð eða jákvæð. Seðlabankinn hefur hins vegar kosið að gera heimildina óvirka með glórulausri útfærslu hennar, sbr. 2. gr. reglu, 4. júní 2008: „Til gengisbundinna liða í reglum þessum skal telja eign- ir og skuldir svo og liði utan efnahagsreiknings sem eru í erlendum gjaldmiðli og liði í íslenskum krón- um séu þeir með gengisviðmiðun.“ Bankarnir höfðu sem sé ótakmarkaða heimild til erlendrar lántöku til að fjármagna gengisbundin krónulán. Undir þetta rituðu Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, og Eiríkur Guðnason bankastjóri. Formaður bankastjórnar sagði reglur um gjald- eyrisjöfnuð „litlu máli skipta í því sem nú hefur gerst“ – hruni bankakerfisins. Það er ekki rétt. Með raunhæfri útfærslu á reglunni hefði neikvæð gjaldeyrisstaða bankanna í sept- emberlok 2008 í mesta lagi verið um 100 milljarða í stað 2.843 ma. Gengisbundin krónulán hefðu verið nær þeirri upphæð í stað 2.963 ma. (56% af innlendum útlánum og kröfum bankanna). Fagleg útfærsla regl- unnar hefði þannig (1) gert stýrivaxtatækið óþarft, (2) tekið fyrir vaxtamunarviðskipti, og (3) stemmt stigu við hágengi krónunnar og meðfylgjandi viðskiptahalla. Í dag hefðu allar aðstæður þjóðarbúsins því verið ólíkt betri – og þjóðargjaldþrot ekki í myndinni. Á fundinum leit formaður bankastjórnar yfir far- inn veg og nefndi „dæmi um þung aðvörunarorð af hálfu Seðlabankans“ og „margítrekaða umvöndun yfir því að bankarnir skyldu vera að lána almenn- ingi og fyrirtækjum í erlendum gjaldmiðli sem við- komandi hafði ekki tekjur í. Vissulega komust marg- ir þannig undan aðgerðum Seðlabankans til að knýja verðbólguna niður. Þau undanbrögð urðu til þess að vextir Seðlabankans urðu að vera hærri en ella og standa lengur hátt. Á þessi aðvörunarorð var lítt hlustað og því ekki eftir þeim farið. Og enn spyr ég hvort ekki sé líklegt að það hefði fremur verið gert ef fjölmiðlar landsins hefðu ekki verið í þeim heljar- fjötrum sem þeir hafa verið í um alllanga hríð?“ Hver sem ábyrgð Baugsmiðla kann að vera þá verður þeim ekki kennt um óreiðustjórn íslenzkra peningamála síðustu árin. Höfundur er hagfræðingur. Glórulaus peningastjórn GUNNAR TÓMASSON 20% afsláttur af öllum vörum fi mmtudag - sunnudags Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is F orseti Alþýðusambandsins lýsti á dögunum vonbrigðum með viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í því hafði komið fram að óskýrar áætlanir eru um hvern- ig koma má landinu úr fjötrum gjaldeyrishafta. Þetta var réttmæt athugasemd í því ljósi að nú skiptir tvennt mestu máli: Að varða þær leiðir sem fylgja á til að endurreisa peningakerfið og ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Væntanlega er ríkisstjórnin búin að greina Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum frá áformum sínum í ríkisfjármálum. Þeim á hins vegar að halda leyndum þar til eftir kosningar. Það þýðir að kjósendur eiga ekki kost á að velja leið út úr þeim mikla vanda. Ríkisstjórnin sýnir aukheldur engan vegvísi í peningamálum. Þar af leiðir að þjóðin fær ekki að kjósa þar um og veita ríkis- stjórninni skýrt umboð. Enn sem komið er hefur stjórnarand- staðan ekki heldur sýnt endurreisnaráætlun. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan jóðla um evru og krónu án þess að taka af skarið. Á meðan sekkur þjóðin dýpra í fenið. Öllum á þó að vera ljóst að upp úr því kemst hún ekki án skýrrar framtíðarstefnu. Forsætisráðherra hefur lagt frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi. Þar er ekki að finna heimild sem opnar möguleika á aðild að Evrópusambandinu. Hitt er verra að í því er ákvæði sem með rökum hefur verið bent á að beinlínis hindri að Ísland geti tekið það skref og stefnt óhikað að upptöku evru. För forsætisráðherra á fund Viðskiptaráðs er lýsandi fyrir stöð- una. Þar kallar hann á Evrópusambandsaðild. Rakleiðis þaðan heldur hann á Alþingi. Þar krefst hann þess að stjórnarskránni verði breytt jafnvel þó að þar með sé settur Þrándur í Götu Evr- ópusambandsaðildar. Að verðleikum hefur forsætisráðherra unnið sér traust á mála- sviði sínu fyrir stefnufestu. Í nýju hlutverki skipar ráðherrann sér hins vegar á burstina við hliðina á vindhananum. Illa fer á því. Hlutverk forsætisráðherrans er einfaldlega of stórt til að eiga þar heima. Með fullnýttum fiskistofnum leggur sjávarútvegurinn ekki mikið til hagvaxtar á komandi tíð. Landbúnaðurinn eykur tæp- lega framleiðslu með því að þjóðin borðar ekki mikið meira en hún gerir. Báðar þessar atvinnugreinar þurfa á hinn bóginn að auka framleiðni með færri framleiðslueiningum og færra fólki. Hagvöxturinn verður að koma frá iðnaði og þjónustu. Þær atvinnugreinar kalla á opið alþjóðlegt hagkerfi með gjaldgengri mynt. Að öðrum kosti eiga þær takmarkaða vaxtarmöguleika og skapa ekki ný störf í þeim mæli sem þörfin krefur. Vandinn er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt þjóðinni vegvísi að þessu viðskiptalega umhverfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ríflegan meirihluta á Alþingi. Skoðanakannanir sýna að hann mun fremur styrkjast en hitt. Þar af leiðir að ekki er verið að kjósa til að gefa öðrum umboð. Á hinn bóginn þarf að kjósa til þess að gefa fólkinu í landinu kost á að segja til um hvaða leiðir á að fara. Það fæst ekki. Forsætisráðherra virðist staðráðinn í því að sýna ekki á spil ríkisstjórnarinnar, hvorki í peningamálum né ríkisfjármálum. Stjórnarandstaðan er enn sem komið er í sömu sporum. Bjóði stjórnmálin ekki upp á skýra vegvísa og trúverðuga framtíðarsýn á slíkum örlagatímum er verið að svíkja kjósendur. Stjórnmál án vegvísa og framtíðarsýnar: Kosningasvik ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.