Fréttablaðið - 14.03.2009, Side 18
18 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Björn Einarsson skrifar um
lýðræði
Lýðræði, sem ekki er í framþró-un, er í afturþróun, sbr. ljóð
Jónasar Hallgrímssonar „Ísland“:
„Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar, annað-
hvort aftur á bak, ellegar nokkuð
á leið.“
Þróun lýðræðisins
Lýðræðishugsjónin á sér rætur í
Grikklandi hinu forna og Alþing-
isstofnun á þjóðöld. Hún var end-
urvakin með tilkomu borgara-
stéttarinnar í iðnbyltingunni.
Fulltrúalýðræðið, sem við búum
við, var framfaraspor frá ein-
veldi til lýðræðis. Þrískipting
ríkisvaldsins fól í sér valddreif-
ingu. Löggjafarvaldið setti fram-
kvæmdavaldinu skorður, þ.e. kon-
ungi og ráðgjöfum hans. Síðar varð
útvíkkun lýðræðisins, eignalausir
og konur fengu kosningarétt.
Lýðræðið í dag
Næsta skref er að auka beint lýð-
ræði á kostnað hins óbeina full-
trúalýðræðisins. Ákvörðunarvald
lýðsins takmarkast við kosningar
til löggjafarþingsins. Þess á milli
er hann valda-
laus. Stjórn-
málaflokkarnir
á Alþingi koma
sér saman um
ríkisstjórn, lýð-
urinn ræður
engu hver sest í
æðsta valdastól-
inn, forsætisráð-
herrastólinn.
Sterkt flokks-
ræði er ráðandi og takmarkar lýð-
ræði fólksins. Prófkjör og útstrik-
anir á kjörseðli breyta engu þar
um.
Þrískipting ríkisvaldsins er
óskýr, framkvæmdavaldið er orðið
of sterkt og of samtvinnað löggjaf-
arvaldinu. Þingið velur ríkisstjórn,
sem síðan stýrir starfsemi þess.
Meiri hluti þingsins er óvirkur,
minnihlutinn þarf einn að halda
uppi gagnrýni á ríkisstjórnina.
Framkvæmdavaldið gnæfir einn-
ig yfir dómsvaldinu með því að
dómsmálaráðherra skipar í emb-
ætti dómara.
Eftir því sem líður á kjörtíma-
bilið, fjarlægjast þingmenn og
ráðherrar umbjóðendur sína.
Þótt aðstæður og forsendur fyrir
umboði lýðsins til stjórnmála-
manna breytist, er ekkert sem
rekur þá úr valdastólum sínum.
Beinna lýðræði
Lýðræðishugsjónin byggir á því
að valdið komi frá lýðnum. Vald-
ið á að liggja sem næst þeim sem
málin varða. Lýðurinn, fólkið í
landinu, þarf að þroskast til að
taka ábyrgð á sjálfum sér. Pólitísk
vitund eflist eftir því sem pólitísk
réttindi aukast. Slíkt hefur alltaf
gerst við aukin lýðréttindi; þegar
eignalausir fengu kosningarétt,
þegar konur fengu kosningarétt og
þegar kosningaaldur hefur verið
færður niður.
Fulltrúalýðræði verður þó allt-
af við lýði í einhverri mynd. En
kjörnir fulltrúar lýðsins eiga að
endurspegla vilja umbjóðenda
sinna. Beint lýðræði er trúlega
hvergi minna en hérlendis, ef litið
er til lýðræðisríkja hins vestræna
heims. Lýðræði er virkast þegar
lýðurinn kýs beint í efstu valda-
sætin. Með styttingu kjörtímabila
ná kjörnir fulltrúar síður að fjar-
lægjast umbjóðendur sína. Þjóðar-
atkvæðagreiðslur eiga að vera um
öll stærri mál, sem varðar þjóðina
í heild. Aldrei eru meiri tæknileg-
ir möguleikar en nú að gera þær
ódýrar og öruggar með netkosn-
ingum. Möguleika verður að koma
á til að koma sitjandi valdhöfum
frá fyrir lok kjörtímabilsins, mis-
noti þeir vald sitt og hafi þeir misst
tengsl við umbjóðendur sína.
Stjórnarskráin og allar breyt-
ingar á henni eiga að vera settar
af lýðnum, á stjórnlagaþingi en
ekki á Alþingi.
Pólitískur forseti og sterkara
Alþingi
Mörg lönd, sem hafa losnað undan
erlendu valdi eða hafa þróað sitt
lýðræði, hafa valið að lýðurinn
kjósi beint fulltrúa sína í fram-
kvæmdavaldið, ríkisstjórnina. Það
gerðu Bandaríki Norður-Ameríku,
Írland, Finnland og Frakkland.
Þar er forsætisráðherrann pól-
itískur forseti, þjóðhöfðingi síns
lands, þ.e. forsetaræði. Þessa skip-
an ræddu Bjarni Benediktsson og
Gylfi Þ. Gíslason 1940 og Vilmund-
ur Gylfason 1982, eins og kom
fram í grein Svavars Hávarðsson-
ar í Fréttablaðinu 12. febrúar sl.
Þannig næst beinna lýðræði og
aðskilnaður framkvæmda og lög-
gjafarvalds. Forsetinn velur með
sér ráðherra í ríkisstjórn. Sjálf-
stæði Alþingis eykst, og er mót-
vægi við framkvæmdarvaldið,
með því að hafa löggjafarvaldið
og þar með fjárlagavaldið.
Dómstjóri Íslands og umboðsmað-
ur lýðsins
Sjálfstæði dómsvaldsins er mikil-
vægt til að tryggja hlutleysi þess.
„Dómstjóra Íslands“ ætti að kjósa
beint af lýðnum. Hans hlutverk
væri að vera yfirmaður dóms-
valdsins og að hafa eftirlit með
því að ný lög frá Alþingi stangist
ekki á við stjórnarskrána og gerðir
ríkisstjórnarinnar stönguðust ekki
á við lög.
„Umboðsmann lýðsins“ ætti
einnig að kjósa beint af lýðnum.
Hans hlutverk væri að hafa mál-
skotsréttinn, að vísa í þjóðar-
atkvæði málum sem vörðuðu þjóð-
arheill; hafa þingrofsréttinn til að
boða til alþingiskosninga, vísa til
þjóðarinnar vantrausti á ríkis-
stjórn og boða til stjórnlagaþinga.
Hann yrði valdalaus að öðru leyti,
aðeins formlegur eftirlitsaðili
fyrir virku lýðræði.
Forsetaembættið í núverandi
mynd væri þá hægt að leggja
niður, þar sem hlutverki þess væri
lokið. Þjóðarleiðtogahlutverkið er
þá í höndum forsætisráðherra þ.e.
pólitísks forseta, og hlutverk hans
við stjórnamyndanir er ekki leng-
ur til staðar.
Þar með hæfist annað lýðveldi
Íslands.
Höfundur er læknir og heim-
spekinemi.
BJÖRN EINARSSON
Beinna og virkara lýðræði
Við þökkum starfsfólki okkar frábært
starf undanfarið ár. Enn á ný mælist TM
efst tryggingafélaga í ánægjuvoginni.
starfsmenn ársins eru 140