Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.03.2009, Qupperneq 22
22 14. mars 2009 LAUGARDAGUR N ína og eiginmaður hennar, Gísli Örn Garðarsson, hafa aðeins einu sinni mætt í viðtal saman. Þá voru þau nýútskrifuð úr leiklistarskól- anum, blaut bak við eyrun. „Eftir á fannst okkur það koma asnalega út og gerðum með okkur samning um að þetta skyldum við ekki gera aftur,“ segir Nína en þau Gísli eru um þessar mundir að leika saman í sýningunni Don John í leikstjórn Emmu Rice. Gísli leik- ur titilhlutverkið en Nína túlkar Önnu sem kvennabósinn Don tekur í kennslustund í holdsins lystisemdum. Ekki í fyrsta skipti sem þau Nína og Gísli leika saman á sviði og ekki í það síðasta. Samt sem áður hefur þeim tekist, undarlegt nokk, að halda sig frá því sem þau kalla „korní“-hjónaviðtöl. Bæði í íslenskum og breskum fjölmiðlum. Enn fremur eru nöfn þeirra ekki samtvinn- uð heldur hafa þau náð að skapa sér sterkt nafn og stöðu, sitt í hvoru lagi. Dóttirin stelur senunni Don John hefur fengið prýðilega dóma í bresku pressunni, en þykir eilítið groddaleg og margir supu hveljur þegar hún var frum- sýnd í hinu virta Royal Shakespeare Theat- er í Stratford Upon-Avon. Þar hafa gestirnir frekar vanist fínum og virðulegum leikritum hirðskálds breska konungsveldisins, Willi- ams Shakespeare, en pönkuðum uppfærslum á borð Don John. Sýningin er nú á ferðalagi um Bretland og leikararnir ferðast um í rútu eins og rokk- hljómsveit. Sýningaferðalaginu í Bretlandi lýkur í London. Don John hefur hins vegar verið boðið á óperuhátíð í Norður-Karólínu og hyggst þekkjast það. Nína viðurkennir að þetta sé mun meiri vinna en hún hafði reiknað með. „Ég er með helling af verkefnum sem ég ætlaði að vera að vinna í en mér hefur einfaldlega ekki gefist tími til þess og stundum ætlar maður sér líka aðeins of mikið í einu.“ Nína sér þó ekki eftir þeim tíma sem farið hafi í verkið. „Undirbúningurinn að Don John var alveg frábær. Við fluttum út í nóvember og æfðum í lítilli hlöðu í Cornwall. Við erum að vinna með frábæru fólki og maður lærir sitt lítið af hverjum og einum,” segir Nína. Dóttirin Rakel María er með þeim Nínu og Gísla og Nína segir að hún hafi staðið sig eins og hetja og heillað alla upp úr skónum. „Raunar er alveg ótrúlegt hvað okkur hefur verið sýnd mikil þolinmæði. Það er aðeins meiri fyrirferð í okkur þrem, það þarf að taka þríhjólið og koppinn með en þetta hefur allt gengið fullkomlega upp. Enn sem komið er.“ Nína og Gísli og njóta aðstoðar íslenskr- ar au-pair stúlku sem Nína segir vera alveg yndislega. Hún sér um Rakel þegar þau þurfa að vera frá vegna sýninga. Að öðru leyti þvælist hún með hvert sem foreldrarnir fara. Skiptir engu hvort að það sé á æfingar eða út að borða. „Auðvitað var ég pínu kvíðin að fara með hana í svona langt ferðalag. En hún hefur ferðast með okkur út um allt alveg frá því að hún fæddist. Hún fær bara svona sígaunauppeldi. Ég er ekki með neitt sam- viskubit yfir því að vera með hana á þessu flakki. Hún og við fáum bara öðruvísi tíma saman í staðinn.“ Elskar íslenska hugrekkið Umræðan um fjarlægð frá föðurlandinu og fjölskyldu heldur áfram. Nína viðurkennir að auðvitað sé erfitt að vera fjarri vinum og ættingjum í svona langan tíma. Þau þrjú séu hins vegar ein heild. „Ég bý að góðri reynslu frá því að ég var au-pair í Danmörku. Þá reyndar sendi ég öllum vinum mínum og ættingjum bréf, ég held að þau hafi örugg- lega verið hundrað talsins.“ Og tæknin hefur gert vegalengdirnar styttri, tölvupóstur og símaforritið Skype létta mikið undir. „Auð- vitað fær maður stundum svona saknaðar- tilfinningu þegar maður sér að vinkonurn- ar eru að hittast eða eitthvað mikilvægt er að gerast hjá fjölskyldunni. Þá langar mann virkilega bara að koma heim.“ Nína þverneitar hins vegar að þau séu að fara setjast að úti í Bretlandi þótt þau hafi öðlast mikla reynslu í ensku leikhúsi. „Það er bara gott að koma hingað út og kynnast öðruvísi vinnubrögðum og umhverfi. Ég er hins vegar svo hrifin af íslenska brjálæð- inu, hvernig við látum okkur bara flakka fram af bjargbrúninni og hvernig við vinn- um, að ég myndi alltaf vilja vera hér heima. Við erum svo óhrædd og Eurovision-keppnin er kannski besta dæmið um það. Þar mætir fólk úr ólíkum áttum með lögin sín og leyf- ir þjóðinni að dæma um hvort þau séu góð eða ekki. Mér finnst keppnin alveg mögnuð að þessu leyti og hún er gott dæmi um þessa djörfungu sem við virðumst búa yfir. Við erum ofurhugar.“ Nínu liggur mikið á hjarta þegar talið berst að Íslandi og hvað heimahagarnir hafa upp á að bjóða. „Við tökum ekki nógu mikið eftir því sjálf en það er magnað að sjá hvað margir íslenskir listamenn eru að gera það gott úti í hinum stóra heimi. Baltasar Kor- mákur með sína Hollywood-mynd. Magn- ús Scheving og Latabæjarævintýrið er svo sérkafli út af fyrir sig. Ég hef séð Latabæ um allan heim og fyllist alltaf jafnmiklu stolti. Vesturport er að fara í leikhúsferð í apríl og maí til Tasmaníu og Ástralíu og svo skemmtilega vill til að Gjörningaklúbbur- inn verður með sýningu þar líka á svipuð- um tíma,“ segir Nína og ljóst að útflutning- ur íslenskrar listar er henni mikið hjartans mál. „Þetta er bara brotabrot af því sem er að gerast hjá Íslendingum erlendis. Ég vil hins vegar sjá meiri útflutning á öllu sem við Íslendingar eigum og ég held að það sé mark- aður fyrir það. Við hjá Vesturporti finnum til að mynda fyrir miklum áhuga á kvikmynd- unum okkar, Börnum og Foreldrum.“ Verð ekki Hollywood-eiginkonan Nína segist kunna því vel, enn sem komið er, að vita ekki hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Það sé hennar eðli að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast, grípa gæsina þegar hún gefst. „Að standa frammi fyrir einhverju vali eru verstu aðstæður sem ég get hugsað mér. Þá langar mig bara að fara til spákonu og spyrja hana hvað ég eigi að gera,“ segir Nína og skellihlær. Bætir því við að sem betur fer séu þau hjónin bæði svona. „Don John kom upp með tiltölulega skömm- um fyrirvara og ég var á leiðinni í allt annað verkefni. En ég sá þarna skemmtilegt tæki- færi og greip það.“ Og tækifærin og ævintýrin hafa svo sann- arlega verið í næsta nágrenni. Besta dæmið um það er kannski að fjölskyldan hafði pant- að sér frí til Noregs fyrir ári síðan til að vinda aðeins ofan af sér eftir erfiða törn og mikil ferðalög þegar síminn hjá Gísla Erni hringdi og hann beðinn um að koma í prufur fyrir Hollywood-stórmyndina Prince of Per- sia: Sand of Time. Framhaldið þekkja marg- ir, Gísli leikur stórt hlutverk í myndinni og þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta tæki- færi sem nokkrum íslenskum leikara hefur boðist. Nína segist hins vegar eiga erfitt með að sjá sig í hlutverki einhverrar Hollywood- eiginkonu í Beverly Hills. „Karlinn bara að vinna og maður liggur á sundlaugarbakk- anum með bótox og silíkon, nei takk,“ segir Nína en bætir því við um leið að þær mæðg- ur hafi notið góðs af þessari ákvörðun. Gísli hafi nefnilega flogið þeim til Marokkó þegar hann var þar við tökur. Þar gistu hún og Rakel María á fimm stjörnu hóteli og sóluðu sig við hótelsundlaugina á meðan fjölskyldu- faðirinn púlaði. „Auðvitað yrði það frábært ef eitthvað meira kæmi út úr þessu þessu og maður á aldrei að segja aldrei. Kannski verð ég bara svona „Hollywood-wife“,“ segir Nína og skellir upp úr, á augljóslega erfitt með að sjá sig í því hlutverki. Þýðir ekkert að væla Líkt og hjá knattspyrnufjölskyldum, þar sem umræðurnar við kvöldverðarborð- ið taka fljótlega að snúast um leikkerfi og markaskorun er það sama uppi á teningnum hjá Nínu og Gísla. „Ég lít á það sem styrk að við skulum hafa sama áhugamál og sömu ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Við erum auðvitað ekki alltaf sammála en leik- list er bara svo stór partur af okkar lífi. Jú, jú, auðvitað koma upp þau augnablik að annað okkar segir hvort við eigum ekki að tala um eitthvað annað en leiklist. En yfir- leitt fara umræðurnar fljótlega aftur yfir á það svið.“ Fjölskyldan flutti út til Bretlands skömmu eftir að efnahagslífið hrundi á Íslandi og á tímabili segir Nína að þeim hafi fundist sem þau væru að svíkja lit. „En svo litum við bara þannig á hlutina að við værum að ná í gjald- eyri. Við lásum allt sem við komumst yfir á netinu en svo fjarlægðist þetta smám saman. Ég var því svo þakklát að koma heim í janúar og fá mótmælin beint í æð. Þá áttaði ég mig á því hvað þetta væri mögnuð þjóð.“ Nína gerir sér fyllilega grein fyrir því að umhverfi listamanna hefur gjörbreyst eftir fall bankanna. „Oft er sagt að listin blómstri á krepputímum en auðvitað verður erfiðara fyrir listamenn fá pening í verkefnin sín. Við verðum hins vegar bara að finna aðrar leið- ir. Það er ekkert hægt að væla þótt það verði erfiðara að fá styrki, maður getur ekki leyft sér slíka hegðun þegar maður horfir upp á margra milljarða niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu. Listamenn verða bara að sníða sér stakk eftir vexti og hugsa hlutina upp á nýtt og þeir mega alls ekki missa móðinn. Ég fann fyrir því fyrst þegar allt hrundi að ég gafst upp í smá stund á sjónvarpsverkefni sem ég er að vinna að. Við megum samt ekki gleyma því að fólk vill sjá íslenskt, það vill sjá spjall- þætti, Spaugstofuna og annað íslenskt leikið efni, Þetta eru þeir hlutir sem tengja okkur saman sem þjóð.“ „Ég vil sjá meiri útflutn- ing á öllu sem við Íslendingar eigum og ég held að það sé alveg markaður fyrir það. Við hjá Vesturporti finnum til að mynda fyrir miklum áhuga á kvikmyndunum okkar, Börnum og Foreldrum.“ Megum aldrei missa móðinn Að standa frammi fyrir tveimur jafngóðum kostum eru verstu aðstæður sem Nína Dögg Filippusdóttir gæti hugsað sér að lenda í. Þá vildi hún helst leita ráða hjá spákonu og fá að vita hvert næsta skref ætti að vera. Nína virðist hins vegar sjálf gædd þeirri náðargáfu að veðja alltaf á réttan hest þótt sá gæð- ingur hafi flutt hana og fjölskylduna heimshorna á milli. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikkonuna um fjölskyldulífið í langferðarbifreið og framtíð íslenskra listamanna. SAMEIGINLEG ÁSTRÍÐA Nína lítur á það sem styrk að hún og Gísli skuli hafa sömu ástríðu fyrir áhugamál- inu. Þau leika saman í enska leikritinu Don John sem er nú á sýningarferðalagi um gjörvallt Bretland. MÖGNUÐ ÞJÓÐ OG OFURHUGA Nína segist hvergi annars staðar vilja vera en á Íslandi. Hún elski brjálæðið sem einkenni íslensku þjóðina og hugrekkið. Íslendingar séu hálfgerðir ofurhugar. ➜ NÍNA Í HNOTSKURN Nína er í stjörnumerkinu Fiskur, fædd 25.febrúar 1974 Fyrsta stóra hlutverkið í kvikmynd var í Hafinu eftir Baltasar Kormák. Fyrsta stóra hlutverkið á sviði var hlutverk Karenar í Englabörnum eftir Hávar Sigur- jónsson sem sýnt var í Hafnarfjarðarleik- húsinu Nína og Gísli Örn voru búin að vera saman í tvö ár áður en þau fóru í leiklistarskólann. Fjölskylda Nínu hyggst opna vefverslun á netinu, boxid.is, þar sem hægt verður að kaupa íslenska hönnun af öllum stærðum og gerðum. Vesturport sá fram á að sýningar á Rómeó og Júlíu yrðu kannski tíu. Þær eru nú orðnar tæplega fjögur hundruð. Þau æfðu í hálft ár án þess að fá borgað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.