Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 24

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 24
24 14. mars 2009 LAUGARDAGUR SNÚÐU SNÆLDUNNI MINNI Snældusnúður frá elleftu öld með rúnaletri var á meðal þess sem grafið var upp í fornleifauppgreftri við Alþingishúsið. Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÍMUR Eitt óvenjulegt portrett eftir Vilhelm Gunn- arsson ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. EKKI MEIR Mótmælandi úr hópi vörubílstjóra virðist að niðurlotum kominn á þessari mynd Stefáns Karls- sonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ljósmyndir ársins 2008 Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á myndum ársins 2008 verður opnuð í dag í Gerðarsafni. Ljósmyndarar Fréttablaðsins eiga stóran hluta myndanna eða 67 af 171 mynd sem hangir uppi á sýningunni sem nýtur ætíð mikilla vinsælda. VÉR MÓTMÆLUM ÖLL! Mótmæli við Alþingishúsið voru ófá síðastliðið haust eftir bankahrunið. Anton Brink tók þessa mynd af ungum mótmælendum og þreytulegum yfirlögregluþjóni, Geir Jóni Þórissyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. FUNDAÐ AÐ KVÖLDLAGI Daníel Bergmann ljósmyndari sat fyrir þeim Björgólfi Thor Björgólfssyni, fyrrum eiganda Landsbankans, og þáverandi bankastjórum Landsbankans, þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni að kvöldi 29. september er þeir voru á leið á fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þann dag var Glitnir þjóðnýttur en Landsbankinn fór sömu leið nokkrum dögum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL. FALLINN Í VALINN Koma tveggja ísbjarna til Skaga- fjarðar í júní 2008 verður lengi í minnum höfð. Val- garður Gíslason tók þessa mynd við bæinn Hraun í Skagafirði þegar búið var að drepa þann sem síðar kom til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. GAS, GAS, GAS Lögreglumaðurinn ungi sem þekktur varð sem gasmaðurinn eftir að vörubílstjórum og lögreglumönnum laust saman er viðfangsefni þessarar myndar Pjeturs Sigurðssonar sem tekin var í apríllok á síðasta ári.. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.