Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 64

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 64
matur SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT VIÐ MÆLUM MEÐ… ...NÝKREISTUM APPEL- SÍNUSAFA Gott er að byrja daginn á ferskum appelsínusafa með morgunmatnum. Hann er bæði hollur og góður og upp- fullur af c-vítam- ínum. ...SUNDSPRETTI Sund er holl hreyf- ing sem eykur þol og vellíð- an. Svo er ekki verra a ð s ó l i n e r f a r i n að hækka á loft i og jafnvel farin að lita hvíta kroppa. ...MORGUNGÖNGU Nú þegar farið er að birta á morgnana er fátt betra en að fá sér röskan göngutúr í morguns- árið. Þá er tilvalið að hugsa um og skipuleggja daginn á meðan maður andar að sér fersku lofti. Ekki er vitað með vissu hvort melónur eru upprunnar á Indlandi eða í Afríku. Þó er talið líklegt að þær hafi fyrst verið ræktaðar í Súdan og víðar í Austur-Afríku fyrir um fjögur þús- und árum. Þaðan bárust þær til Miðjarðarhafslanda og til Kína þar sem þær voru þekktar fyrir þrjú þúsund árum. Þeirra er meira að segja getið í Biblíunni þar sem Ísraelsmenn kveina af söknuði eftir melónum sem þeir átu í Egyptalandi. Erfitt er að sjá utan á hörðum melónum hvort þær eru fullþroskaðar. Þær eiga að virðast fremur þungar miðað við stærð og gefa örlítið eftir þegar ýtt er á þær á endanum andspænis stilknum. Ilmi þær vel er líklegt að þær séu alveg mátulega þroskaðar. Ef þær virðast linar eru þær sennilega orðnar ofþroskaðar en þá má oft nota þær í krapís (sorbet). Melónur eru annars oftast bornar fram kaldar í sneiðum, stundum með skinku, eða í salötum. Heimild: Matarást LJÚFAR OG SÆTAR MELÓNUR . . .AÐ SKELLA SÉR Á SKAUTA Ef að vetur konungur hefur ekki sagt sitt síðasta og skell- ir á okkur einu hretinu enn þá er alltaf gaman að skella sér á skauta. Skautahallir borgarinnar bjóða upp á leiguskauta og þetta er skemmti- leg íþrótt sem allir fjölskyldumeð- limir geta stundað saman.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.