Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 82

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 82
50 14. mars 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Í fljótu bragði virðist tískan sem hönnuðir boðuðu fyrir næsta haust og vetur á nýafstaðinni tískuviku í París einkennast af áhrifum frá fimmta áratugnum og hinum níunda ásamt fjöldanum öllum af mótor- hjólaleðurjökkum. Fyrir þá sem vilja fylgja nýjustu straumunum áður en þeir koma í verslanir eru ákveðnir hlutir sem maður ætti greinilega að eiga í fataskápnum. Herralegir blazerjakkar eru enn afar heitir en í þetta sinn eru þeir með afskaplega þröngum ermum sem eiga vænt- anlega að láta okkur líta út fyrir að vera með súpermjóa handleggi. Balenciaga var til dæmis með níðþröngar ermar á silkijökkum sem skörtuðu rennilás til að gera þær enn þrengri. Hlébarðamynstur eru víst ennþá heit samkvæmt Parísartískunni, ásamt slatta af pallíettum og glitri. Sniðug leið til að ná „eighties“ Duran Duran-lúkkinu án þess að verða hallærislegur er að klæða sig í stóran herralegan blazer með breiðum herðum, bretta upp ermarnar og vera í níðþröngum gallabux- um eða leggings við. Þær djörfu ættu að notfæra sér litagleðina sem tröllreið öllu og sækja innblástur í bláa hlébarðamynstraða kjóla hjá Lanvin eða skærappelsínugular peysur hjá Christopher Kane. Svo má geta þess að mikill andlitsfarði er í tísku. Augu eru stórýkt með mikl- um kattarlegum augnskugga og varirnar iðulega rauðar. Eighties-jakkar og varalitur Indverski hönnuðurinn Manish Arora hélt eina litríkustu sýninguna á ný- yfirstaðinni tískuviku í París. Honum var lýst af tískuspekúlöntum sem einum af trylltustu hugsjónamönnum tískuheimsins í dag og sendi fyrirsætur eftir pallinum skreyttar fuglum, dýrum og öllum regnbogans litum. Einnig var að finna veski í formi ljónshöfuðs og simpansahöfuðs úr swarovski-krist- öllum. Exótísk og skemmtilega dramatísk sýning sem sannarlega lífgaði upp á tískuvikuna. - amb INDVERSK EXÓTÍK Í PARÍS Manish Arora heillar tískuheiminn SIMPANSATASKA Fylgihlutir Arora Manish vöktu mikla athygli. ... unaðslega tælandi nýjan hunangs og sítr- ónuilm með glimmeri frá L‘Occitane. OKKUR LANGAR Í … ... dimmfjólublátt naglalakk frá nýju Bohemian Fantasy línu Chanel. Seiðandi! ... nýju sumarlitina á augun frá Make Up Store í grænum og fjólubláum tónum. FRAMTÍÐARLEGT Ævintýralegur kjóll með breiðum herðum og mjöðmum alsettur kristöllum. PÁFUGL Dásamlega fallegur dimmblár kjóll með risavöxn- um páfugli. FIÐRILDI Hreint ótrú- legt dress sem minnir á einhvers konar skrautlegt skordýr. 8:00 8:30 8:45 9:15 9:45 10:00 10:30 11:00 11:15 13:00 Handverks-samkeppni Melrakkaseturs Íslands ehf Melrakkasetur Íslands ehf efnir ti l samkeppni um handverk ti l að selja í netverslun og á sýningu um íslenska melrakkann sem staðsett verður í Súðavík. Óskað er eft ir ti llögum að handverki sem getur fl okkast undir t.d. nytjahluti , listmuni eða klæðnað og hefur ti lvísun í íslenska melrakkann (tófuna). Efnisval er frjálst og hægt er að senda inn fl eiri en eina ti llögu. Dómnefnd mun fara yfi r allar innsendar ti llögur og velja úr þeim. Stjórn félagsins mun í framhaldi óska eft ir samningi um sölu vörunnar við viðkomandi höfunda. Frekari upplýsingar um samkeppnina er að fi nna á heimasíðu Melrakkaseturs Íslands ehf á slóðinni: www.melrakkasetur.is Sýnishornum, ljósmyndum eða öðrum upplýsingum um ti llögurnar skal skila ti l Melrakkaseturs Íslands ehf, Grundarstræti 3, 420 Súðavík fyrir 1. maí 2009. > FARÐI FRÁ GARETH PUGH Enski hönnuðurinn Gareth Pugh staðfesti orðróm í síðustu viku um að hann væri að setja á fót förðunarlínu. Líkt og með fatnað hans má búast við sérstaklega frumlegum vörum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.