Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 94
62 14. mars 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT 2. bifa, 6. í röð, 8. gagn,
9. taug, 11. átt, 12. hlutdeild, 14.
kjötstykki, 16. bardagi, 17. rá, 18.
tálknblað, 20. tveir eins, 21. innyfla.
LÓÐRÉTT 1. dæsa, 3. öfug röð, 4.
blys, 5. óhreinka, 7. stoppistöð, 10.
lúsaegg, 13. prjónavarningur, 15.
drepa, 16. ái, 19. númer.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. þoka, 6. áb, 8. nyt, 9. sin,
11. na, 12. aðild, 14. steik, 16. at, 17.
slá, 18. fön, 20. ll, 21. iðra.
LÓÐRÉTT: 1. mása, 3. on, 4. kyndill,
5. ata, 7. biðstöð, 10. nit, 13. les, 15.
kála, 16. afi, 19. nr.
„Georg er alveg sérsniðinn fyrir Hollywood,“ segir
Jón Gnarr en í gær var það tilkynnt að kvikmynd
byggð á Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavakt-
inni hefði fengið vilyrði fyrir styrk úr Kvikmynda-
sjóði. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudaginn
að átta myndir hefðu fengið ámóta vilyrði en kvik-
myndin um Georg, Daníel og Ólaf Ragnar bættist í
hópinn á síðustu stundu.
Jón segir aðstandendur sjónvarpsþáttannna hafa
legið yfir handritinu, það sé nú klárt. Myndin mun
taka upp þráðinn þegar Georg losnar úr fangelsi en
eins og Fréttablaðið hefur greint frá er nú unnið að
gerð þriðju þáttaraðarinnar sem ber heitið Fanga-
vaktin. Jón lítur svo á að Georg verði hent í ruslið
þegar kvikmyndin lítur dagsins ljós. „Já, hann kall-
ar alltaf fram allt það versta í manni enda bæði leið-
inlegur og heimskur maður.“ Jón er nú að undir-
búa Georg fyrir fangelsisvistina en hann hefur lagt
mikið á sig við að túlka þennan karakter. Ekki var
þó mögulegt að láta loka sig inni á Litla-Hrauni
sökum plássleysis. „Mig hefur oft langað til að sitja
af mér sekt en ég hef bara aldrei verið sektaður,“
segir Jón.
Fastlega má gera ráð fyrir því að Jörundur Ragn-
arsson, Pétur Jóhann Sigfússon og áðurnefndur Jón
Gnarr verði í aðalhlutverkum en ekki hefur verið
gengið frá ráðningu í önnur hlutverk. Leikstjóri
verður sem fyrr Ragnar Bragason. - fgg
Vaktmenn verða kvikmynd
Á HVÍTA TJALDIÐ Orðrómur um gerð bíómyndar sem byggist
á sjónvarpsþáttunum Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin
hefur lengi verið á kreiki. Hann var loks staðfestur í gær þegar
kvikmyndinni var úthlutað vilyrði fyrir styrk.
„Við gerum allt frá því að hjálpa hönn-
uðum við að klippa efni, sauma og sníða
klæðnað fyrir sýningar og vísa til sætis,
allt upp í að vera í „show-room“ sem eru
sölurnar eftir sýningar,“ segir Elsa María
Blöndal, en ellefu nemendur í fatahönnun
við LHÍ hafa á undanförnum vikum starf-
að í kringum tískuvikuna í París.
„Það er nokkurs konar hefð að fyrsta
árs nemendur fari út. Við dveljum í um
það bil fimm vikur í París og erum búnar
að vera að vinna á hverjum degi, tíu til
tólf tíma á dag. Þær sem eru að vinna hjá
hönnuðum eru að mestu búnar því sýn-
ingarnar eru að klárast, en „show-room“
eru enn þá. Þar erum við að taka upp úr
og setja ofan í kassa og dressa módelin,“
útskýrir Elsa María og segir stelpurn-
ar hafa skipt sér niður í tvær íbúðir sem
þær búi í á meðan þær dvelja úti.
Stelpurnar hafa unnið hjá fata-
hönnuðum á borð við Martine Sit-
bon, Sharon Wauchob og Gaspard
Yurkievich. Þau „show-room“ sem
stelpurnar hafa starfað við eru
MC2, GIBO og Totem, en þau eru
meðal annars með hönnuðina Man-
ish Arora, Undercover og Rochas.
Aðspurð segir Elsa María þetta
vera einstakt tækifæri. „Ég
upplifi þetta alveg milljón sinnum
skemmtilegra en ég hafði vonað.
Þetta veitir manni mikinn innblást-
ur og við teljum okkur alveg afskap-
lega heppnar.“ - ag
Íslenskar stelpur unnu við tískuvikuna í París
SKEMMTA SÉR VEL Í PARÍS Elsa María og Gígja
Ísis eru meðal þeirra ellefu íslensku nema sem
hafa unnið í kringum tískuvikuna í París að
undanförnu.
BLEIKT OG BLÓMLEGT Einn
af kjólum Manish Arora af
tískusýningunni í París sem fram
fór 9. mars síðastliðinn.
„Já, ég skildi nú ekkert í þess-
ari sendingu fyrst og ætlaði bara
að henda umslaginu og duftinu í
ruslið. Svo fór ég nú að spá í það
hvort sendingin hefði hugsanlega
átt að fara til hins Davíðs Odds-
sonar,“ segir Davíð Oddsson for-
ritari, alnafni Davíðs Oddsson-
ar, fyrrverandi seðlabankastjóra
og forsætisráðherra, sem í nokk-
ur ár hefur ekki haft nafn sitt og
símanúmer í símaskránni vegna
áreitis. Steininn tók þó úr þegar
hann fékk hvítt duft í pósti sent til
sín fyrir nokkrum árum, í kring-
um þann tíma er menn hræddust
miltisbrandssendingar hryðju-
verkamanna.
„Ég hringdi niður á lögreglu-
stöð og náði loks í einhvern sem
sagði mér að hringja í 112. Ég
hringdi þangað og hélt að það
kæmi kannski bara einhver að
sækja umslagið svona í rólegheit-
um. Þess í stað mætti her manns
heim til mín, slökkviliðið og allir
í einhverjum undarlegum hvítum
göllum. Sloppar? Nei, þetta líktist
mun frekar einhverjum geimbún-
ingum. Þeir þorðu ekki að koma
inn í húsið út af þessu efni og
voru því á ráfi fyrir utan hjá mér
þar sem efnafræðingurinn var
ekki mættur.“ Efnafræðingurinn
mætti svo um klukkutíma síðar.
„Við fjölskyldan höfðum þá verið
föst heima allan tímann og horft á
herskarann taka einhverjar æfing-
ar fyrir utan.“ Viðbrögð efna-
fræðingsins komu því verulega á
óvart er hann mætti en hann tók
umslagið, stakk því ofan í tösku
hjá sér og sagðist „ætla að kíkja á
þetta í fyrramálið“ að sögn Dav-
íðs. „Ég held að það hafi enginn átt
von á því að þetta væri neitt annað
en hveiti, en viðbúnaðurinn var nú
samt svona rosalegur.“
Davíð frétti ekkert frekar af
hvítadufts-málinu en þetta er
ekki í fyrsta skipti sem það hefur
einhverjar afleiðingar fyrir hann
að heita Davíð Oddsson. „Það var
mikið hringt í mig, á nóttunni sér-
staklega, þegar menn voru orðn-
ir aðeins í glasi, jafnvel á virkum
dögum. Ég vaknaði hins vegar
aldrei við símann heldur lenti
þetta allt á konunni minni. Það fór
því svo að einn daginn tilkynnti
hún mér að hún væri búin að láta
taka mig úr símaskránni.“
Eftir að Davíð lét taka sig úr
símaskránni hefur hann að mestu
fengið frið nema hann hefur lent í
því að það sé vandkvæðum búnið
að panta pitsu. „Stuttu eftir pöntun
hefur verið hringt í mig og spurt
hvort ég heiti örugglega Davíð
Oddsson og hafi verið að panta
mér pitsu.“ Á árum áður þegar
ávísanir voru skrifaðar var líka
stundum horft á hann kímnislega
þegar hann ritaði Davíð Oddsson
undir tékkana. Davíð Oddsson for-
ritari sér þó fram á að geta jafnvel
bráðlega látið birta símanúmerið
sitt aftur í símaskránni. „Jú, hver
veit nema það líði ekki á löngu þar
til ég geri það.“ juliam@frettabladid.is
DAVÍÐ ODDSSON: Á ERFITT MEÐ AÐ PANTA SÉR PITSU
Umkringdur af mönnum í
hvítum eiturefnabúningum
KONAN LÉT TAKA DAVÍÐ ODDSSON ÚR SÍMASKRÁNNI Davíð Oddsson forritari lét það
ekki raska ró sinni þótt hringt væri í hann að nóttu til í mörg ár. Konan hans vaknaði
nefnilega alltaf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Selma Björnsdóttir
Aldur: 34 ára.
Starf: Söngkona og leikstjóri.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Búseta: 105 Reykjavík.
Fjölskylda: Gift Rúnari Frey Gísla-
syni leikara og á dótturina Selmu
Rún og soninn Gísla Björn.
Selma hefur gengið til liðs við Euroband-
ið í staðinn fyrir Regínu Ósk, en hún er
jafnframt dómari í Idol-stjörnuleit og
leikstýrir Grease í Loftkastalanum.
Kvikmyndaframleiðendurnir Ingvar
Þórðarson og Júlíus Kemp vinna
nú að málsókn gegn NBC-sjón-
varpsrisanum vegna meintra höf-
undarréttarbrota í sjónvarpsþáttun-
um Heroes. Þeir félagar staðhæfa
að atriði í síðasta þætti hafi verið
stolið úr kvikmyndinni Astrópíu
og að fleira slíkt gæti komið í ljós
í næstu þáttum. Töluverð
umræða hefur verið um
málið á netinu, meðal
annars á Twitchfilm.
net og á heima-
síðu Fantastic Fest,
kvikmyndahátíðar þar
sem Astrópía
var einmitt
sýnd í fyrra.
Ingvar sagði í samtali við Frétta-
blaðið að þeir væru að kanna
málsóknir á hendur Heroes á fleiri
stöðum en í Bandaríkjunum, til
að mynda í Japan og Þýskalandi,
enda væri þátturinn sýndur og nyti
vinsælda um allan heim. Lögfræð-
ingar þeirra í Bandaríkjunum meti
þó möguleika þeirra nokkuð sterka
þar í landi, í það minnsta hafi þeir
fallist á að vinna að málsókninni
launalaust en gegn því að fá hluta
af mögulegum ágóða. Það verður
að teljast gott fyrir íslenska kvik-
myndagerðarmenn því kostnaður-
inn við að koma slíkri málsókn af
stað getur numið 15-20 milljónum
króna. Og það er bara byrjunin.
Bloggarinn og tónlistarspekúlantinn
Jens Guð lýsir yfir stuðningi sínum
við teiknarann Sigurð Val Sigurðs-
son í máli hans vegna Plöntu-
handbókarinnar sem Fréttablaðið
greindi frá í vikunni. Sjálfur segist
Jens hafa orðið fyrir þeim óþæg-
indum að verk hans hafi verið gefin
út að honum forspurðum á geisla-
disk og þá oft afbökuð.
Jens er nefnilega
höfundur umslaga
þekktra íslenskra
hljómplatna og
nægir þar að nefna
Loftmynd Megasar
og Konu Bubba
Morhtens.
- hdm, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Langar þig í spennandi námsár í Noregi?
Lýðháskólinn í Romerike
Fremstur í sinni röð í leiklist, tónlist og leikhúshönnun. Enn eru laus pláss í
leikmyndahönnun skólaárið 2009/10.
• Erum í næsta nágrenni við fl ugvöllinn í Oslo
• Skólinn byrjar 23 . ágúst 2009
• Þú verður að vera 18 ára
• Hægt er að sækja um skólastyrk til norden@norden.is
Sjá heimasíðu skólans: www.romerike.fhs.no
Hafðu samband sem fyrst. Sími 004763970910, post@romerike.fhs.no
Hjartamiðstöðin
T
ilkynning
– H
jartalæ
knar
Hef flutt læknastofu mína í Hjartamiðstöðina,
Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi.
Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á
www.hjartamidstodin.is
Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is
Axel F. Sigurðsson Dr.Med.
hjartalæknir
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Breiðavíkurdrengina.
2. Fyrirtækið Mentis Cura.
3. Lög Gylfa Ægissonar.