Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR EKKI hefur náðst samkomulag um kaup ríkisins á hlutum Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun og hafa aðilar orðið sammála um að ekki séu forsendur fyrir frek- ari viðræðum að svo stöddu. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjórans á Akur- eyri. Í febrúar 2005 undirrituðu ofan- greindir aðilar viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysti til sín eignar- hluta Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun. Til að vinna að þessu var skipuð fjögurra manna samninganefnd, með einum fulltrúa frá hverjum aðila, en stefnt var að því að breyting á eignarhaldi Landsvirkjunar myndi eiga sér stað 1. janúar sl. Þetta gekk ekki eftir og hefur viðræðum nú verið slitið um óákveðinn tíma. Viðræðum um eignarhald á Landsvirkjun slitið KIRKJUGARÐAR Reykjavík- urprófastsdæmis hafa í hyggju að flytja líkbrennslu úr Fossvogi yfir í Gufuneskirkjugarð á næstu 15 ár- um, en sú líkbrennsla mun þjóna öllu landinu. Verður hin nýja lík- brennsla nokkru afkastameiri en eldri aðstaðan í Fossvoginum, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæmis. Þórsteinn segir þessi áform koma í ljósi þess að taki ný mengunarlög- gjöf gildi verði hinir gömlu ofnar í Fossvogi, sem nú eru sextíu ára, úr- eltir. „Þarna verður um að ræða brennsluofna sem byggðir eru sam- kvæmt ströngustu skilyrðum,“ segir Þórsteinn. „Þannig verður í þeim hreinsibúnaður sem skilar útblæstr- inum hreinni en bílarnir sem aka Hallsveginn. Þá verður aðstaðan neðanjarðar til að lágmarka sjón- mengun.“ Líkbrennsla verður flutt í kirkjugarðinn í Gufunesi FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Laugardalsvöll, en að þeim lokn- um mun eldri stúka vallarins rúma um 6.500 manns. Keypt verða ný sæti í stúkuna fyrir gömlu bláu sæt- in, sem eru alls um 3.000 talsins. Aðildarfélög KSÍ og aðrir aðilar sem gætu eftir atvikum nýtt sér þessi sæti geta haft samband við Jó- hann Kristinsson vallarstjóra fyrir 31. janúar. Eitthvert málamynda- gjald verður tekið fyrir sætin en ekki hefur verið tekin afstaða til þess. Jó- hann segir mikinn áhuga vera á sæt- unum og um 10 félög hafi þegar haft samband. Þrjú þúsund sæti laus á Laugardalsvelli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.