Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR EKKI hefur náðst samkomulag um kaup ríkisins á hlutum Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun og hafa aðilar orðið sammála um að ekki séu forsendur fyrir frek- ari viðræðum að svo stöddu. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjórans á Akur- eyri. Í febrúar 2005 undirrituðu ofan- greindir aðilar viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysti til sín eignar- hluta Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun. Til að vinna að þessu var skipuð fjögurra manna samninganefnd, með einum fulltrúa frá hverjum aðila, en stefnt var að því að breyting á eignarhaldi Landsvirkjunar myndi eiga sér stað 1. janúar sl. Þetta gekk ekki eftir og hefur viðræðum nú verið slitið um óákveðinn tíma. Viðræðum um eignarhald á Landsvirkjun slitið KIRKJUGARÐAR Reykjavík- urprófastsdæmis hafa í hyggju að flytja líkbrennslu úr Fossvogi yfir í Gufuneskirkjugarð á næstu 15 ár- um, en sú líkbrennsla mun þjóna öllu landinu. Verður hin nýja lík- brennsla nokkru afkastameiri en eldri aðstaðan í Fossvoginum, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæmis. Þórsteinn segir þessi áform koma í ljósi þess að taki ný mengunarlög- gjöf gildi verði hinir gömlu ofnar í Fossvogi, sem nú eru sextíu ára, úr- eltir. „Þarna verður um að ræða brennsluofna sem byggðir eru sam- kvæmt ströngustu skilyrðum,“ segir Þórsteinn. „Þannig verður í þeim hreinsibúnaður sem skilar útblæstr- inum hreinni en bílarnir sem aka Hallsveginn. Þá verður aðstaðan neðanjarðar til að lágmarka sjón- mengun.“ Líkbrennsla verður flutt í kirkjugarðinn í Gufunesi FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Laugardalsvöll, en að þeim lokn- um mun eldri stúka vallarins rúma um 6.500 manns. Keypt verða ný sæti í stúkuna fyrir gömlu bláu sæt- in, sem eru alls um 3.000 talsins. Aðildarfélög KSÍ og aðrir aðilar sem gætu eftir atvikum nýtt sér þessi sæti geta haft samband við Jó- hann Kristinsson vallarstjóra fyrir 31. janúar. Eitthvert málamynda- gjald verður tekið fyrir sætin en ekki hefur verið tekin afstaða til þess. Jó- hann segir mikinn áhuga vera á sæt- unum og um 10 félög hafi þegar haft samband. Þrjú þúsund sæti laus á Laugardalsvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.