Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Alla jafna er fremur skjólgott á Hólumvegna fjallahringsins og Tröllaskag-ans, meira að segja fyrir norðanátt-inni, en þennan vetrardag í janúarer heldur næðingslegt á göngustígn- um að Auðunarstofu. Þó að hvít breiða sé yfir, hylur hún ekki söguna, jafnvel steinninn sem gægist upp úr snjónum við stíginn á sér sögu. „Þetta er fiskasteinninn; það eina sem eftir er af hinum forna skóla Jóns Ögmundarsonar. Skólapiltarnir börðu harðfiskinn sinn á þessum steini um aldir,“ segir Jón Aðalsteinn Baldvins- son, vígslubiskup á Hólum. Fegursta biskupsstofan Jón Aðalsteinn arkar snjóinn með blaðamanni upp að voldugu timburhúsi og dregur úr pússi sínu fornfálegan lykil sem gengur að Auðunar- stofu, en það er endurgerð húss sem var reist á þessum stað í kringum 1315 til 1317. „Húsið er kennt við Auðun rauða kórbróður frá Niðarósi, sem varð Hólabiskup árið 1313 og flutti húsið með sér frá Noregi. Það stóð í fimm hundruð ár og var biskupsstofa í þessum höf- uðstað norðursins. Þegar þar var komið sögu árið 1810 var staðurinn kominn í einkaeign. Allt var í niðurníðslu og ekkert sem benti til að stað- urinn risi til fyrri vegs. Eigendurnir gripu því til þess óyndisúrræðis að rífa húsið og selja við- ina. Hvarf stofunnar er eitt mesta menning- arslys í seinni tíð. En séra Bolli Gústavsson vígslubiskup fékk þá snjöllu hugmynd að endurreisa Auðunarstofu þegar biskupsstóll var endurheimtur að Hólum og starfsaðstöðu vantaði fyrir biskupinn. Grafist var nákvæmlega fyrir um hvernig gamla stofan var, enda til góðar heimildir, og hefur nýja stof- an ekki aðeins sama útlit, heldur var hún reist með sama verklagi og verkfærum. Jafnvel við- urinn kemur frá svipuðum slóðum í Noregi, en Hólastaður átti skóg þar á sínum tíma.“ Jón er búinn að koma sér makindalega fyrir ásamt blaðamanni á skrifstofu sinni í Auðunar- stofu og lítur ánægður í kringum sig: „Húsið er aldrei biskup hér en hafði biskupsvald í fjögur ár, rétt fyrir miðja átjándu öld. Lúðvík beitti sér fyrir fjársöfnun í Danmörku og Noregi til að reisa kirkju. Thurah, konunglegi arkitektinn í Kaupmannahöfn, teiknaði kirkjuna og bar Gísli Magnússon biskup ábyrgð á framkvæmd- um. Eftir að kirkjan var gerð upp í lok síðustu aldar, þá er hún í upprunalegri mynd og gull- falleg, full af dýrgripum og kirkjulistmunum, sem rekja má allt aftur til 13. aldar, eins og kal- eikana fögru og patínurnar sem þeim fylgja og talið er að séu frá því um 1280. Þá má nefna hina miklu altarisbrík og fögru sem Jón biskup Arason flutti til landsins laust eftir 1520. Að ógleymdum skírnarsánum sem Guðmundur frá Bjarnastaðahlíð skar svo listilega út í klébergs- stein. Kirkjan er því söguleg gersemi og góð tenging við söguna hér á Hólum. Ekki síst þess vegna er Hólastaður óviðjafnanlegur og tekur flestum stöðum fram.“ Endurreisn biskupsstólsins En Hólar hafa einnig mikla þýðingu fyrir kirkjustarf dagsins í dag. „Hér er mikill vaxtarbroddur. Það má segja að endurreisnin hafi hafist í lok 19. aldar með Bændaskólanum, merkri stofnun sem borið hef- ur ávöxt í háskólanum sem hér er. En samhliða því hófst barátta fyrir endurreisn biskupsstóls- ins, sem varð að veruleika í lok tuttugustu ald- ar. Þar hafði Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup frumkvæði þegar hann sótti um stöðu sóknarprests á Hólum árið 1986 og fékk. Hólar urðu síðan ekki formlega að biskupssetri að nýju fyrr en árið 1991. Þannig að staðurinn er að rísa til þess vegs sem sagan ætlaði honum og fékk honum og við erum stolt af þeirri framtíð- arsýn sem við okkur blasir. Það hefur mikla þýðingu að Hólar skuli vera orðnir biskupssetur á ný. Það þýðir að hér verð- ur uppspretta kirkjulegs starfs í Hólastifti, þá ekki aðeins þess forna, því Austfirðir hafa bæst við svo og Strandir. Umdæmi stiftisins nær því vestur frá Ísafjarðardjúpi og austur í Álftafjörð. Við vinnum markvisst að þessari uppbyggingu og liður í því er Guðbrandsstofnun, sem sett hefur verið á laggirnar. Tækifæri til að byggja upp Hér á að stofna til menningar- og fræðaset- urs, sem mun hafa margháttuð áhrif í öllu stift- inu. Þess vegna erum við að berjast fyrir því að reisa hús fyrir stofnunina. Kirkjan og Hólaskóli eiga öflugt samstarf í Guðbrandsstofnun ásamt Háskóla Íslands. Við eigum vildarvini víða í samfélaginu sem vilja styrkja okkur, eins og mun koma fram þegar við ráðumst í þessar miklu framkvæmdir.“ Jón var áður prestur í tvo áratugi í London. Hvernig eru Hólar í samanburðinum? „Ekkert síðri,“ svarar hann og hlær. „Þú sérð að hér er mikil framrás. Og ég held raunar að útrásarfyrirtækin muni sjá sér leik á borði að gera sig gildandi hér ekkert síður en í London. Og það er ágætt að það komi fram í viðtalinu – hér er tækifæri til að byggja upp!“ því algjör gersemi sem dregur að sér athygli fólks og þetta er prýðis vinnustaður – einhver fegursta biskupsstofa í kristninni!“ Tengingin við söguna Fólk sem á leið um Hóla getur ekki annað en fyllst andakt þegar horft er yfir níu hundruð ár, þar sem margir af atkvæðamestu biskupum og lærdómsmönnum þjóðarinnar koma við sögu, merkir viðburðir áttu sér stað, og vettvangur skapaðist fyrir framfarir í þjóðmálum, menn- ingu og listum – og síðan er það dómkirkjan! „Saga Hóla er margslungin,“ segir Jón. „Ís- landssagan er trúlega hvergi eins áþreifanleg og hér á Hólum. Ef við tökum gömlu dómkirkj- una, var hún vígð árið 1763 og er elsta stein- kirkja landsins. Hún var byggð úr rauðum sandsteini úr Hólabyrðu og var algjört stórvirki á þeirri tíð. Þó er hún langminnst þeirra fimm dómkirkna sem staðið hafa á Hólum. En það voru hörmungartímar þegar kirkjan reis og eignir staðarins orðnar arðlausar. Þess vegna voru engin tök á því að endurreisa gömlu kirkj- una, sem kennd var við Halldóru dóttur Guð- brands biskups, en hún hafði veg og vanda af byggingu hennar árið 1627. Þá kom til sögunnar Lúðvík Harboe, sem skildi eftir sig mikla arfleifð á Hólum. Hann var 900 ára afmælishátíð Hóla verður haldin með veglegum hætti á þessu ári Morgunblaðið/RAX Íslandssagan hvergi eins áþreifanleg og á Hólum Morgunblaðið/RAX Óvíða á Íslandi verður saga þjóð- arinnar jafnljóslifandi og á Hólum í Hjaltadal. Og sagan gegnir lykilhlut- verki í uppbyggingu og endurreisn staðarins eins og í ljós kemur á afmæl- isárinu. Pétur Blöndal ræðir við Jón Aðalstein Baldvinsson, vígslubiskup, og Skúla Skúlason, rektor Hólaskóla, um 900 ára afmælishátíðina, menn- ingar- og fræðasetrið sem á að rísa, nýja starfsemi í gömlum húsum, og margt fleira sem er í bígerð. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup segir að Guðbrandsstofnun sé mikilvæg í uppbyggingu Hóla. MIKIÐ verður um dýrðir á 900 ára afmæli Hóla, sem haldið verður á þessu ári, og nær afmælisdag- skráin yfir allt árið með ráð- stefnum, sýningum, tónleikum og fjölskrúðugu helgihaldi. Hólahátíð Hólahátíð verður hápunkturinn á afmælisdagskránni, en hún er verður11. til 13. ágúst. Hún hefst á föstudagskvöldi með sögusýningu í Reiðhöllinni. Uppistaðan verður flutningur karlakórsins Heimis í Skagafirði á tónlist sem spannar sögu Hóla í níu aldir og er hún sett saman af Smára Ólafssyni, sem er sérfræðingur í kirkjutónlistarsögu. Þá verða helstu biskupar aldanna leiddir fram og segja þeir söguna milli tónlistaratriða, en utan um það heldur Sveinn Einarsson, fyrr- verandi þjóðleikhússtjóri. Á laugardeginum verða farnar fjórar pílagrímagöngur, þrjár heim að Hólum yfir Heljardalsheiði, Hjaltadalsheiði og frá Flugumýri, svokallaða biskupaleið. Stefnt verður heim að dómkirkjunni á Hólum og síðan veittur beini um kvöldið. Fjórða gangan verður helgiganga í Gvendarskál í Hóla- byrðu, sem kennd er við Guðmund góða. Þar gekk hann til bæna við mikið altari sem hann helgaði og er ævinlega sungin messa þar á Hólahátíð. Síðan verður samkoma í kirkjunni þegar göngumenn koma til byggða og grillveisla um kvöldið. Á laugardeginum verður einnig opnuð handverkssýning með vinnustofu Norðmanna og Íslend- inga, sem sýna tré- og járnsmíði frá miðöldum svipað því sem finna má í Auðunarstofu. Á sunnudeginum verður hátíð- armessa með fjölmörgum boðs- gestum og verða í þeim hópi ís- lenskir sem erlendir biskupar. Síðar um daginn verður hátíð- arsamkoma í reiðhöllinni vegna þess mikla mannfjölda sem gert er ráð fyrir á staðnum og verður fjöl- margt á boðstólum. Hægt er að fylgjast með afmælisdagskránni á vefsíðunni holar.is. Önnur dagskrá Skólaráðstefna verður haldin í lok apríl þar sem fjallað verður um stöðu framhalds- og háskólastigs á Íslandi, sögu, samtíð og framtíð- arsýn. Sýning tengd fornleifarann- sóknum á Hólum verður opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki í vor. Húsasögusýning verður opnuð í nýja bæ í júní og tjaldasýning í íþróttasal. Einnig verður haldin al- þjóðleg ráðstefna um dýrlinga í júní. Tónleikar verða um hverja helgi yfir sumarið. Alþjóðleg ráðstefna forn- leifafræði verður í ágúst og ráð- stefna um Arngrím lærða í október. Dagskrá afmælishátíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.