Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 29

Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 29 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að e ft ir t iln ef ni ng um Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd og eiga eftirtaldir einstaklingar sæti í henni: Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar, Steinunn Thorlacius, sérfræðingur hjá Urði Verðandi Skuld, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. mars 2006. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. P R [ p je e rr ] JAPÖNSK stjórnvöld bjóða ís- lenskum námsmönnum styrki til háskólanáms í japanskri tungu eða japönskum fræðum við háskóla í Japan til eins árs frá og með októ- ber 2006 (MEXT-styrkur). Menntamálaráðuneytið í Japan greiðir flugfargjald báðar leiðir, skólagjöld, sérstakan komustyrk og mánaðarlegan framfærslustyrk upp á 135.000 jen sem samsvarar um 71.550 íslenskum krónum, segir í fréttatilkynningu. Styrkurinn stendur námsmönn- um til boða sem fæddir eru eftir 2. apríl 1976 og fyrir 1. apríl 1988 og hafa lokið a.m.k. eins árs námi í japönsku eða japönskum fræðum utan Japans. Forsenda styrkveit- ingar er góður námsárangur, nið- urstaða úr stöðuprófi í japönsku og áframhaldandi nám í japönsku eða japönskum fræðum að lokinni námsdvöl í Japan. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá sendiráði Japans, Laugavegi 182. Útfylltum umsóknum þarf að skila til sendiráðsins eigi síðar en 10. mars 2006. Viðtöl við umsækj- endur og stöðupróf verða um miðj- an mars. Allar nánari upplýsingar fást hjá sendiráði Japans í síma 510 8600 eða með því að senda fyrirspurn á japan@itn.is. Styrkur til náms í jap- önskum fræðum ÞAÐ ER oftast mikið fjör á skóla- lóðum grunnskólanna. Um leið og bjallan hringir út í frímínútur þyrp- ast börnin á stéttar og tún við skólana og fara í skemmtilega leiki. Sumir velja fótbolta, aðrir snú snú. Segja má að þetta séu ekki dæmi- gerðir vetrarleikir á skólalóðunum en þar sem veður hefur verið sér- lega blítt undanfarna daga hafa börnin þó tekið upp á að fara í þessa leiki.Morgunblaðið/Ásdís Gaman á skóla- lóðinni HUGGARÐSFÉLÖGIN þrjú sem nýverið felldu samningana við Reykjavíkurborg koma aftur að samningaborðinu eftir hádegið í dag. Félögin eru Kjarafélag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga, Stéttar- félag lögfræðinga og Útgarður. Frá þessu er greint í nýútkomnu frétta- bréfi BHM. Þá segir að samningaumleitanir BHM-félaga og launanefndar sveit- arfélaganna séu nú komnar í gang aftur eftir nokkurt hlé sem varð vegna launamálaráðstefnu sveitarfé- laganna. Ágætur gangur mun vera í viðræðunum. Aftur að samninga- borðinu ♦♦♦ Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.