Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kr. 2.500.000 Kr. 3.000.000 Kr. 3.500.000 Kr. 4.000.000 Kr. 4.500.000 Kr. 5.000.000 Kr. 5.500.000 Kr. 6.000.000 Kr. 6.500.000 Kr. 7.000.000 Kr. 7.500.000 Kr. 8.000.000
ÓskynsamlegtSkynsamlegt
SAAB 9-5
Kr. 3.160.000,-
Volvo v70
Kr. 4.090.000
Volvo s80
Kr. 4.230.000
Audi A6
Kr. 4.390.000
Volvo xc70
Kr. 4.760.000
Lexus GS300
Kr. 4.950.000
Mercedes Benz E280 CDI
Kr. 5.783.000
Lexus GS430
Kr. 7.250.000
BMW 523i
Kr.4.130.000
Reynsluaktu nýjum SAAB 9-5. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum.
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
Heimild: Morgunblaðið, bílablað 20 jan. 2006. Flokkur stórra lúxusbíla. Öll verð voru fengin frá viðkomandi umboðum.
SKYNSEMISMÆLIRINN
BMW 545i
Kr. 7.690.000
af nýrnaveiki í seiðastöðinni hjá Íslandslaxi,“
heldur hann áfram. „Það var gríðarlegt áfall.
Samherjamenn sögðu alltaf að þrátt fyrir að
seiðaframleiðslan hefði að stórum hluta farið for-
görðum myndu þeir koma með 600 þúsund seiði
sem til eru hingað. En nú á að flytja þau til Fær-
eyja eins og sjálfsagt allt annað sem fylgir eldinu
hér. Ég veit ekki betur en að til sé nóg af seiðum í
Færeyjum. Og þetta vilja þeir gera vitandi af
reynslu að ef eitthvað bregður út af í flutningn-
um eru allar líkur á að 30–40% af seiðunum drep-
ist. Hvað eru þessir menn að hugsa, að leika sér
svona með verðmæti? Þegar marglyttufárið kom
hér í fjörðinn um árið og ógnaði eldinu sá ég fyrir
mér að nú yrði öllu hætt. En nei, það var ekki
aldeilis, þeir bara hörðnuðu. Þá var tugum millj-
óna eytt í að hanna marglyttuvarnir og þær eru
líka frábærar.“
Í Mjóafjarðarhreppi búa 42 einstaklingar. Af
É
g hef alltaf haft þá trú á Sam-
herja að þetta væri fyrirtæki
sem gæfist ekki upp fyrr en öll
sund væru lokuð“ segir Sigfús
Vilhjálmsson, oddviti, bóndi og
útgerðarmaður á Brekku í
Mjóafirði. „Öllum finnst svo
skrýtið að fara allt í einu núna
að gefast upp þegar það er
bara staðreynd að hlutirnir eru farnir að ganga.
Og eftir spám að dæma á gengi krónunnar að
stórlagast á þessu ári og þetta verður ekki
svona um alla eilífð.“ Sigfús segir tilkynningu
Samherja um að Sæsilfur hætti starfsemi sök-
um gengismála og hás raforkuverðs klaufalega
og rökin haldlítil. „Eina haldbæra ástæðan fyrir
því að þeir ætla að hætta hér er að seiðin sem
áttu að koma hingað til eldis síðastliðið sumar
komu ekki af því að það þurfti að farga þeim út
þeim eru 16 karlar og 16 konur og börnin tíu
talsins, frá því að vera nýfædd og upp í ung-
lingsaldur. Karlar eru allir útivinnandi og lang-
flestar konurnar einnig.
„Það er fullskipað í öll þau störf sem eru
möguleg“ segir Jóhanna Lárusdóttir á Brekku.
„Ef annar aðilinn missir vinnuna þá er lífsviður-
værið farið.“
Mjófirðingar undrast stórum að Samherji
skyldi byrja á að segja upp þeim tveimur mönn-
um sem fluttu með fjölskyldur sínar í Mjóafjörð
gagngert til að starfa við eldið. Aðrir, sem kalla
má lausamenn, halda störfum sínum enn um
sinn, en enginn veit hver á að fjúka næstur. „Við
fáum engin svör,“ segir Jóhanna. „Þeir tveir
fóðruðu fiskana og það er eins og fóðrunin skipti
ekki máli úr því sem komið er. En menn sem
komu löngu seinna og fóru í afleysingu við fóðr-
un, þeim er ekki sagt upp strax.“
„Þetta er heimska og sálarleysið algjört“ segir
Sigfús og ber framkvæmdastjóra eldisins ekki
allskostar vel söguna. „Hann fylgist bara með
tölum. Og að spara kann hann ekki. Hér hefur til
dæmis mikið af eldisfóðri skemmst af því að við
höfum ekki fengið neitt til að verja það. Svo bitn-
ar það auðvitað á eldinu og er sagt vera okkur að
kenna.“
„Það eru allir gjörsamleg gáttaðir því eldið lít-
ur vel út innst í firðinum,“ segir Guðmundur Val-
ur Ríkharðsson, tengdasonur Sigfúsar og Jó-
hönnu og annar þeirra sem sagt var upp í fyrsta
kastinu. „Svo er skipstjórinn látinn fara með öll
seiði sem til eru til Færeyja. Þeir hafa ekki viljað
koma nálægt neinu á landi og ætluðu sér ekki að
sitja uppi með neitt. Nú geta þeir dregið allt í
burtu, 36 kvíar og allt sem þeim fylgir.“
Guðmundur segir menn engan pata hafa haft
af því að eldinu yrði hætt. „Einhverjar sögur
höfðum við heyrt fyrir mörgum mánuðum um að
Langur, mjór og gjöfull. Mjóifjörður á fögrum janúardegi.
Byggð í Mjóafirði stefnt í
Mjófirðingum er verulega brugðið vegna óvæntra frétta um
að hætta eigi laxeldi á vegum Sæsilfurs í firðinum.
Steinunn Ásmundsdóttir tók hús á fjölskyldunni á Brekku
og fór yfir stöðu mála.
Hjónin Jóhanna Lárusdóttir og Sigfús Vilhjálms-
son á Brekku hafa áhyggjur af framhaldinu.