Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 32

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 32
32 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eiga að halda áfram, það er þaðeina sem gildir“ segir Ingólfur Sigfús-son fiskeldisfræðingur, sem starfaðhefur við laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði frá upphafi. „Það er búið að taka okkur fimm ár að koma þessu eldi á rétt ról og þess vegna finnst mér mjög hart að þurfa að hætta þessu. Persónulega hef ég lagt mig allan fram og margt hefur spilað inn í og gert eldið erfitt. Menn fóru of geyst af stað, eins og að ætla sér að setja næstum því tvær milljónir fiska á eina staðsetningu þar sem eru kannski sextán kvíar og þurfa setja yfir hundrað þúsund fiska í hverja kví. Það er ekki raunhæft. Menn lögðu of mikið undir í byrjun og svo þegar ytri að- stæður verða erfiðar og áföll eins og seiðaveiki kemur upp, þá er búið að sóa of miklu. Það var lán í óláni að innst í firðinum, þar sem eldið gengur best í dag, komu milljón seiði í stað þeirra 1.800 þúsunda sem áttu að fara þar í kvíar.“ Ingólfur segir að eftir fimm ára rann- sóknir og þróun lausna á m.a. aukningu vaxt- arhraða og fóðurnýtingu telji hann búið að vinna bug á öllum helstu vandamálum í eldinu. „Reynslan hefur nýst okkur og allt byggist á henni. Við viljum hiklaust leggja að eigendum Sæsilfurs að endurskoða ákvörðun sína.“ Ingólfur segir vanda Sæsilfurs mega rekja til þess er upp kom nýrnaveiki í seiðastöðv- unum Íslandslaxi og Silfurstjörnunni, sem sjá áttu Sæsilfri fyrir laxaseiðum. Árið 2004 fengu Mjófirðingar þriðjung þeirra seiða sem til stóð að setja í kvíar og 2005 komu engin seiði. Þetta hafi verið mikið áfall og nú blasi við að þau 600 þúsund laxaseiði, sem tiltæk séu, fari til Fær- eyja en ekki í kvíar í Mjóafirði. Þangað þurfi að flytja þau í nokkrum ferðum í ferskvatni og reynsla gefi til kynna að afföll verði mjög mik- il. „Mér skilst á framkvæmdastjóranum að þeim finnist ekki svara kostnaði að koma með þau hingað til að ala upp og framhaldið sé ekki gott heldur í þessu. Það er lítið af hrognum til að búa til ný seiði og þeir sjá ekki fram á að verði nema svipaður skammtur þar næsta ár. Það er eins og þeir hafi bara gefist upp. Það er spurning af hverju þeir bíða ekki og sjá, með allar þær fjárfestingar sem lagðar hafa verið í þetta. Seiðaflutningur hefur farið handaskolum hjá þeim og afföll verið of mikil, vandræði hafa verið með seltumagn í seiðastöðvum og menn ekki vandað nægjanlega til verka. Í fyrstu hef- ur Samherji sjálfsagt ætlað sér að græða á þessu strax frá upphafi og svo komist að því þetta væri nú kannski ekki svo einfalt í raun- veruleikanum, að henda bara einhverjum hundrað þúsund stykkjum í kví og fá upp úr því fleiri hundruð tonn af fiski. Það er ekki raunhæft. En vel er hægt að láta þetta bera sig og græða ágætis pening á því. “ Ingólfur segir hundruð milljóna króna liggja í seiðum, kvíum og búnaði í Mjóafirði. Engin von sé til að Mjófirðingar geti haldið áfram á eigin spýtur en spurning hvort fyrirtæki eins og HB Grandi vilji koma að málum. Þeir séu með eldi í Berufirði, hafi farið hægar í sakirnar og hafi kannski meira þanþol. Þá sé þorskeldi ekki raunhæfur kostur fyrir Mjófirðinga, því rannsóknir séu allt of skammt á veg komnar til að byggja megi á slíku eldi. „Þeir eiga að halda áfram“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Telur rétt að halda áfram. Ingólfur Sigfússon fiski- fræðingur á leið að kvíunum í Ekru, ásamt Erlendi Jóhannssyni við stýrið. hún hugsanlega eykur bolfiskvinnslu á móti því þegar laxaslátrun hættir, sem gerist þó ekki fyrr en 2008.“ Um hvort Samherji verði krafinn um mót- vægisaðgerðir líkt og gerðist á Stöðvarfirði þegar fyrirtækið hætti vinnslu þar, segir Smári það verða rætt við forsvarsmenn Samherja. „Það er full ástæða til að hafa áhyggjur. Þetta var atvinnugrein sem menn bundu mikl- ar vonir við.“ Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets hf., sem rekur m.a. þvottastöð vegna fiskeldispoka á Reyðarfirði, segir lokun Sæsilfurs munu hafa mikil áhrif á rekstur Þvottastöðvarinnar og þau komi fram á næstu mánuðum. „Við þurfum að skoða hvort við höldum áfram rekstri stöðvarinnar. Fjárfesting í henni var á milli 60 og 70 milljónir króna, verkefnin eru bundin við fiskeldið og við höfum haft tvo menn í vinnu. Ef til þess kemur að rekstur- inn hætti missa mennirnir þó ekki vinnuna, við höfum vinnu fyrir þá á öðr- um af okkar starfsstöðvum.“ Fjarðanet hefur framleitt alla fiskeldispoka fyrir Sæsilfur í Mjóafirði. Hafnfirska fyrirtækið Tempra setti upp starfs- stöð í Fjarðabyggð vegna fiskeldisins og hefur framleitt frauðplastkassa undir ferskfisk til útflutnings. „Lokun Sæsilfurs gæti verið dauðadómur yf- ir starfsstöð okkar fyrir austan“ segir Páll Sigvaldason, framkvæmda- stjóri. Einn maður hefur unnið við framleiðsluna. „Við getum nýtt tæki og tól annars staðar og leigjum húsnæði undir framleiðsluna. Það var alltaf vitað að þetta gæti farið á hvorn veginn sem væri, en menn voru mjög bjartsýnir eftir því sem vaxtarhraði jókst og unnið var gríðarlegt þrekvirki í stofnbótum á þessum fiski og það hefði aldrei verið hægt nema vegna þess að menn fóru í annan fisk en íslenskan eins og frægt er orðið.“ V ilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrum ráðherra og alþingismaður, segir ákvörðun Samherja afar slæma nið- urstöðu fyrir Mjófirðinga. Þarna sé mönnum sagt upp sem hafa fasta búsetu á staðnum. Miklar fjárfestingar hafi verið í sjó en engar á landi, Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hafi rokið til og byggt upp höfn. Nú sé þetta allt glatað ef fram fer sem horfi. Viðmælendur Morgunblaðsins innan verkalýðsforystunnar eystra segja dómgreindarskort hjá eigendum Sæsilfurs að byrja á að segja upp fjöl- skyldumönnum sem flust hafi með fjölskyldur sínar til Mjóafjarðar vegna vinnu við eldið. „Það er spurn- ing hver siðferðileg og samfélagsleg ábyrgð fyrir- tækisins er þegar settur er upp atvinnurekstur á litlum stað eins og Mjóafirði, fólk flytur þangað í kjölfarið og fjárfestir í húsnæði. Mjóifjörður er sérstakur partur af Íslandi vegna þess að þó þetta sé hér á Mið-Austurlandi, með kraftmikla bæi hægri og vinstri, er þetta fólk í algerri einangrun. Hvort einhverjir tveir bændur halda áfram að lafa þarna eða trillukarl, það getur vel verið, en þetta er vanhugsað af fyrir- tækinu, sérstaklega af því að þetta eru engin smáfyrirtæki sem standa að því heldur tveir risarnir í útgerðarbransanum.“ „Þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. „Menn munu ræða þetta við forsvarsmenn fyrirtækisins og komast að raun um það hvað þarna er á seyði. Auðvitað verður rætt hvort einhverjir möguleikar séu á því að þessi afstaða breytist. Málið er ekki að- eins Mjófirðinga, heldur er einnig um að ræða á annan tug ársverka sem tengd eru laxaslátruninni. Spurning er hvað Síldarvinnslan gerir, hvort Slæm niðurstaða undir lok, að þetta sé náðarhöggið“ segir Sigfús. „Ég ætla ekki að verða hér aleinn eftir, það er alveg á hreinu. Hins vegar er eldið nú ekki slegið af fyrr en 2008. Það getur allt gerst. Það má semja um ýmislegt á þessum tíma. En Samherji græðir ekki á þessu núna og hefur auðvitað fullt leyfi til að hætta þessu, það er ekkert við því að segja.“Jóhanna segist hafa búið í Mjóafirði í fjörutíu ár og skipst hafi á skin og skúrir á þeim tíma. „Stundum hefur manni nú ekki fundist neitt framundan á þessum árum. Það er samt svo skrýtið að það er eins og allt- af hafi ræst úr því. Vissulega hefur maður haft meiri væntingar núna heldu r en nokkurn tíma áður, ekki síst af því að börnin okkar eru hérna. Það er ekki gott að segja hvað gerist. Þau hafa svo sem engan áhuga á að fara héðan, en eitthvað verður fólk að hafa að gera.“ „Ég veit ekki hvort hægt er að leysa þetta með einhvers konar þrýst- ingi,“ bætir Sigfús við. „Kannski er hægt að fá einhverja fleiri eða aðra til að koma að málinu. Þetta hlýtur að vera alveg ofboðslegur kostnaður ef þeir ætla að flytja þetta allt burt. Og fjárfestingarnar í Fjarðabyggð eru miklar, hundruð milljóna króna í slát- urhúsi, laxatanki, þvottastöð fyrir kví- arnar á Reyðarfirði og plastkassa- verksmiðju. Tækin í sambandi við slátrunina nýtast vart í annað. En kannski má nýta húsin eitthvað.“ Stundum staðið naumt Mest bjó af fólki í Mjóafirði, rúm- lega 400 manns, um aldamótin 1900. Í kringum 1950 fluttu flestir á brott. Þau Sigfús og Jóhanna segja ástæður þess m.a. vera þær að fólkið sem bjó þar hafi verið orðið fullorðið og börnin hafi verið að fara. Menn sem fóru burt á vertíðir, jafnvel suður með sjó, gáf- ust upp á að vera langdvölum að heiman. „1880 voru Norðmenn með síldarsöltun og heilmikla síldveiði í Mjóafirði og stóð það framundir alda- mótin nítjánhundruð,“ rekur Sigfús um sögu fjarðarins. „Þá komu Norð- menn með hvalveiðina og hvalstöð og var það í tólf ár en kláraðist alveg upp úr því. Svo komu kreppuárin og voru framundir seinni heimsstyrjöld þegar fór að réttast úr kútnum og þá fór fólkinu á landsbyggðinni að fækka verulega. Síðan var voðalega lélegt hér alveg fram undir 1965, þegar komu hér menn og reistu söltunar- stöð og fóru að salta síld. Það var meira að segja búið að festa kaup á lít- illi bræðslu úti í Svíþjóð sem átti að setja upp hér, en þá hvarf allt í einu síldin. Þá var það búið. Það sem eftir stóð var Sólbrekka og úr henni voru gerð skóli og gistiaðstaða fyrir ferða- fólk, sem og skólastjóraíbúð. Svo kom laxinn, sé sagan tekin í stórum stökk- um, og þá nýttust gistiaðstaðan og mötuneytið fyrir það. Þar hafa starfs- mennirnir búið og borðað í mötuneyt- inu. Þegar húsnæði fór að vanta byggði sveitarfélagið svo þrjú hús í tengslum við eldið á fjórum árum. Höfnin var einnig stækkuð og endur- byggð á kostnað Hafnarsamlags Fjarðabyggðar, sem við erum aðilar að.“ Húsin þrjú kostuðu hreppinn yfir fjörutíu milljónir króna auk ýmiss aukakostnaðar sem fylgt hefur fleira fólki og meiri umsvifum. Hreppurinn hefur á milli 15 og 17 milljónir í tekjur, skatttekjur hafa þrefaldast með tilkomu Sæsilfurs og að auki koma inn einhverjar leigutekjur fyrir húsakost. Fram til þess að húsin þrjú voru byggð hafði hreppurinn ekki verið skuldsettur, en það hefur breyst. „Samherji er með heilt byggðarlag í greipum sér,“ segir Sigfús. „Fram- kvæmdastjórinn, Simin Pauli, sagði fyrir jólin að þetta gengi vel og að ef ekkert kæmi upp á yrði fyrirtækið ef til vill í plús eftir slátrun í ár. Þegar fyrirséð var að seiðin kæmu ekki kom framkvæmdastjóri Sæsilfurs hingað síðastliðið sumar, ansi brattur, og sagði að menn væru ekkert að hætta þessu eða gefast upp. Hann sagði nóg vera að gera og að ég gæti treyst því að Samherji væri ekkert að hætta. Svo dúkkaði hann hér upp á miðviku- dagskvöldið og sagði mér að þeir væru að hætta, sló þann varnagla að ef fiskurinn sem á að slátra hér bráð- um kæmi mjög vel út væri ekki loku fyrir það skotið að þeir héldu áfram. Það hefur sjálfsagt bara verið til að hugga okkur. Það er ekkert að marka þetta.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.