Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 40

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 40
40 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Við Íslendingar höfumsungið lögin hans Johnny Cash lengur enflesta grunar, eða hverkannast ekki við að hafa raulað þessar línur úr einu vinsæl- asta og lífseigasta lagi Hauks Mort- hens: Hulda spann og hjartað brann, aldrei fann hún unnustann. Hér er að sjálfsögðu komin I Walk the Line, ein þekktasta ballaða Cash og dægurtónlistarinnar og vel við hæfi að myndin dregur nafn af henni. Hún naut ómældra vinsælda hér sem annars staðar, heyrist enn af og til og er eitt af sígildum lögum eins af okkar dáðustu söngvurum. Djúp rödd og dökk föt Vörumerki Johnny Cash var dimm, djúp og myrk barítonrödd og hrafnsvartur fatnaður, „allt frá hatti ofan í skó“. Hann var aldrei lagviss- astur manna, slíkt skipti engu máli þegar Cash átti í hlut. Þeir sem heill- uðust af söngvaranum og hófstilltum gítarslættinum, vissu að aðeins þannig átti hann að hljóma. Flutn- ingurinn var algjörlega sér á báti, ei- lítið frábrugðinn Nashville og hefð- bundnu rokki; Han ríkti eins og langsjóaður kapteinn á sínum eigin útsæ. Cash hafði geysileg áhrif á sam- ferðamenn sína og kom víða við, söng kántrí, rokk, blús, gospel, allt með sínu einstaka nefi. Hann kom fram á sjónarsviðið á sama tíma og rokkið, steig fyrstu alvöru skrefin hjá Sun-útgáfunni, ásamt Elvis Presley, Carl Perkins, Ray Orbison og Jerry Lee Lewis. Cash er fædddur og uppalinn Ark- ansasbúi, sonur bónda sem barðist jafnan í bökkum. Alþýðutónlist á sér djúpar rætur í Suðurríkjunum og Cash var innan við fermingu þegar hann byrjaði að semja eigin lög. Hann flutti til Detroit um miðja öld- ina og vann um tíma við bílaiðnaðinn, eða þangað til Kóreustríðið skall á. Cash gekk í flugherinn, eignaðist fyrsta gítarinn og hélt áfram laga- smíðinni þegar tími gafst til. Hann kvaddi herinn með sæmd árið 1954, flutti til Memphis og giftist æsku- unnustunni. Á kvöldin þeyttist hann vítt og breitt ásamt bassa- og gít- arleikara. Frá Sun til Columbia Árið 1955 fór að rofa til á tónlist- arbrautinni. Sam Phillips gaf honum tækifæri hjá hinu sögufræga Sun Records og Cash hljóðritaði Cry, Cry, Cry; fyrsta smellinn sinn af rösklega 100. Ári síðar bætti hann um betur með Folsom Prison Blues, síðan var röðin komin að fyrsta lag- inu sem flaug alla leið í toppsætið; I Walk the Line. Næstu árin naut Cash sívaxandi velgengni, samdi lög sem komust langt og spilaði með hljómsveit sinni í Grand Ole Opry, virtustu hljóm- leikahöll Nashvilleborgar. Andstætt hinum litríku kántrímönnum mætti Cash á sviðið, íklæddur svörtum jakkafötum, sem síðan varð einkenn- isklæðnaður söngvarans, sem fékk fljótlega viðurnefnið fræga, The Man in Black. 1958 kom stæsti smellurinn til þessa, Ballad of a Teenage Queen, sem var í 10 vikur í efsta sætinu. Gospeltónlistin stóð Cash jafnan nærri, en var í litlum metum hjá Sun og Phillips. Cash sneri sér til Col- umbia 1958 og var hjá fyrirtækinu lungann af starfsferlinum. Cash ruddi frá sér topplögum en ánetjað- ist um þetta leyti amfetamíni sem hann notaði óspart til að sligast ekki undan ofboðslegu vinnuálagi; hann var á sviðinu 300 kvöld á ári á þessu tímabili. Neyslan jókst hrikalega ár- ið 1961, tveimur árum síðar var hann sigldur í algjört strand, norður í New York. Fjölskyldan flúin á braut og hann átti í útistöðum við lögin. Cash og Carter Nú var komið til kasta June Cart- er, hún var komin af „kántríaðlin- um“, var sjálf góð söngkona og laga- smiður. Cash hljóðritaði eitt þeirra, Ring of Fire og það var í sjö vikur í efsta sætinu. En Adam var ekki lengi í Paradís, Cash sökk aftur nið- ur á botninn. Konan skildi við hann og Cash hröklaðist til Nashville. Sjálfseyðingarhvötin tók öll völd, Cash var seinþreyttur við að brjóta allar brýr að baki sér. Þá kom June til hjálpar og ásamt vinum þeirra náði hún Cash úr greipum eiturlyfja- djöfulsins og hin heittrúaða June frelsaði að lokum Svartklædda manninn. Þau giftust 1968 og ferill söngvarans tók aftur fjörkipp og naut fyrri virðingar sem stóð óslitið til dauðadags, 35 árum síðar. Árið 1968 var breska poppbylgjan, með Bítlana í fararbroddi, búin að leggja undir sig dægurtónlistar- heiminn, þá kom Sá svartklæddi með „fangelsisalbúmin“ góðu; At Folsom Prison (’68) og Johnny Cash at San Quentin (’69), og gerði allt vitlaust. Hann var orðin poppstjarna sem átti eftir að láta mikið að sér kveða en Bítlarnir lögðu upp laupana. Næstu árin lék Cash í kvikmynd- um og söng með Bob Dylan og fleira góðu fólki, þó einkum konu sinni og saman ferðuðust þau um Bandaríkin til að berjast fyrir málstað frum- byggja landsins. Cash átti af og til smelli sem fóru á og upp undir topp- inn. Á níunda áratugnum fór að halla undan fæti hvað vinsældirnar snerti, Cash brást við með því að stofna The Highwaymen ásamt þremur öðrum goðsögnum úr kántríheiminum; Kris Johnny Cash (1932–2003) var einn fremsti alþýðusöngvari síðustu aldar, goðsögn með kraftmikinn og persónulegan stíl. Það fór aldrei á milli mála hver var á ferð þegar Cash brýndi raustina. Um hann var gerð myndin Walk the Line, sem verður frumsýnd hér- lendis um næstu helgi. Hún sópaði til sín helstu Golden Globe-verðlaununum á dögunum og kemur örugglega við sögu þegar Óskarsverðlaunatilnefningarnar verða kynntar á morgun. Sæbjörn Valdimarsson fjallar um kvikmyndina og litskrúðugt líf söngvarans, sem auðkenndist af miklum sveiflum, hæðum og lægðum. Söngvari í svörtum fötum June Carter og Johnny Cash.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.