Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 41 Þriðjudagur 7. febrúar Kl. 19.00 Skólasetning Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra. Kl. 19.00-20.00 Utanríkismál Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra. Kl. 20.15-22.30 Listin að hafa áhrif Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Fimmtudagur 9. febrúar Kl. 19.00-20.00 Samgöngumál Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Kl. 20.15-22.30 Listin að hafa áhrif Gísli Blöndal markaðs- og þjónusturáðgjafi. Þriðjudagur 14. febrúar Kl. 19.00-20.00 Efnahagsmál Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. Kl. 20.15-21.15 Heilbrigðisþjónusta Ásta Möller alþingismaður og varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. Kl. 21.30-22.30 Sjálfstæðisflokkurinn og hinir flokkarnir Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. Fimmtudagur 16. febrúar Kl. 19.00-20.00 Umhverfismál Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra. Kl. 20.15-22.30 Borgarmálin Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi. Þriðjudagur 21. febrúar Kl. 19.00-20.00 Greina- og fréttaskrif Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Kl. 20.15-21.15 Sjávarútvegsmál Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Kl. 21.30-22.30 Flokksstarf Heimdallar Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar. Fimmtudagur 23. febrúar Kl. 19.00-20.00 Stjórnskipan og stjórnsýsla Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Kl. 20.30-22.00 Heimsókn í Alþingi - Starfshættir og meðferð þingmála Sólveig G. Pétursdóttir, forseti Alþingis. Þriðjudagur 28. febrúar Kl. 19.00-20.00 Listin að vera leiðtogi Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO. Kl. 20.15-22.30 Ræðumennska og sjónvarpsþjálfun Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Fimmtudagur 2. mars Kl. 19.00-20.00 Stefna og skipulag Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kl. 20.15-21.30 Menntamál Þorgerður K.Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Skólaslit Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Kristofferson, Waylon Jennings og Willie Nelson. Þeir nutu talsverðra vinsælda, ekki síst á tónlistarferða- lögum. Önnur plata félaganna sló rækilega í gegn og er ein sú sölu- hæsta á ferli söngvarans. 1993 verða enn kaflaskipti á ferli Johnny Cash, hann gekk til liðs við American Records og til varð hin stórmerkilega fjögurra platna röð American Recording (1993–2002.) Cash lagði ekki árar í bát en heilsufarið fór síversnandi eftir að líða tók á níunda áratuginn. Auk Am- erican-seríunnar gaf hann út efni með vini sínum Nelson og mynd- bandið Hurt, sem var einstaklega vel heppnað og vakti mikla hrifningu, ekki síst hjá ungu fólki. June féll frá í maí 2003 og þegar stóra ástin var gengin þvarr lífslöng- un söngvarans á svörtu fötunum. Johnny Cash lést tæpum fjórum mánuðum síðar. Kvikmyndin dregur ekkert undan Síðla kvölds í maí 2003, heimsótti leikstjórinn James Mangold, goð- sögnina Johnny Cash og leist ekki á það sem við honum blasti. Mangold hafði staðið í stífri baráttu fyrir því að kvikmynd um líf og starf Cash og konu hans, June Carter, yrði að veruleika. Maðurinn sem tók á móti leikstjóranum var greinilega orðinn langt leiddur. Það var ekki seinna vænna ef átti að hefjast handa. Walk the Line, myndin sem varð til eftir torfengnar opinberanir hjónanna, kemur örugglega mörgum á óvart. Þau eru leikin af Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon, og leitar langt inn á leyndar lendur sem Cash lýsti jafnvel ekki í ævisögunum tveimur; Man in Black og Cash: The Autobiography. Til að fá undanbragðalausa lýs- ingu á nánum og persónulegu sam- skiptum Cash og Carter, varð að koma til það ótakmarkaða traust og vinátta sem skapaðist á milli Man- golds og söngvaranna. Cash neydd- ist til að ganga í gegnum þá þolraun að rifja upp sínar sárustu minningar frá gegndarlausum sukkárum sjö- unda áratugarins, þegar eiturlyfja- neysla reið honum næstum að fullu; bitra afneitun föðurs hans, sem var Cash alla tíð þungbær, og ástina sem hann bar til annarrar konu – June Carter – á meðan hann var enn fast- ur í fyrra hjónabandi. Margt er almennt vitað um Johnny Cash. Flestir þekkja röddina og útlagaímynd söngvarans svart- klædda, sem heimsótti fanga í ill- ræmdustu svartholum landsins. Hélt þeim hljómleika sem voru teknir upp og urðu metsöluplötur um allan heim. Sem ungur, uppreisnargjarn villingur á upphafsárum rokksins, málaði hann umhverfið rautt. Lenti í útistöðum við lög og reglu, sökk í dópið með fram því að leggja sinn drjúga skerf á vogarskálar banda- rískrar tónlistar. Slík vitneskja dugði hvergi nærri til að varpa ljósi á manninn undir yf- irborðinu. Framleiðandinn, James Keach, Mangold og kona hans og meðframleiðandi, Cathy Conrad, lentu í þeirri erfiðu aðstöðu að vekja samúð með aðalsögupersónunni þótt hann hefði yfirgefið konu og fjögur börn til að vera með June. Og sann- færa Cash í leiðinni að kvikmynda- gerðin væri það eina rétta. Aðalatriðið var að fá áhorfendur til að skilja að þau væru allt aðrar manneskjur í dag en þau voru þá. Virkja visku goðsagnanna og reynslu sem rosknir einstaklingar sem líta um öxl til unga fólksins sem þau voru er þau lærðu sínar lexíur. Fá þau til að lýsa hvernig þau náðu því að vera það sem þau eru í dag. Til þess urðu kvikmyndagerðarmenn- irnir að sækja inn á myrkar lendur og finna sannleikann. „Rekald á ólgusjó einmanaleikans“ Hugmyndin að Walk the Line varð til er óvænt vinátta myndaðist við tökur sjónvarpsþáttanna Dr. Quinn, Medicine Woman, árið 1993. Jane Seymour, eiginkona framleið- andans Keach, fór með titilhlutverk- ið en Cash tók að sér gestahlutverk í þætti sem Keach stjórnaði. June Carter dvaldist hjá manni sínum á meðan á tökum stóð og þarf ekki að orðlengja það að þessi tvenn hjón urðu nánir vinir upp frá því. Þegar Seymour eignaðist tvíbura nokkrum árum síðar, var annar skírður í höf- uðið á guðföður þeirra, Cash. Um miðjan 10. áratuginn fór Cash þess á leit við Keach að hann leik- stýrði mynd, byggðri á lífshlaupi sínu. Cash tók það í upphafi skýrt fram að ekkert yrði dregið undan en sannleikurinn leiddur í ljós. Hann vildi heldur ekki kenna öðrum um mistök sín en sagði að bróðurmiss- irinn hefði um langt árabil gert sig að rekaldi á ólgusjó einmanaleikans og mótað sig sem listamann. Þegar Jack bróðir hans, sem þótti einkar mannvænlegur piltur, lést af slysför- um 14 ára gamall var mikill harmur kveðinn að blásnauðri fjölskyldunni. Handritshöfundurinn Gill Dennis raðaði bútunum saman í handrit árið 1997. Tveimur árum síðar vildi ekk- ert kvikmyndaver koma nálægt verkefninu og hvorki gekk né rak uns Keach kom ritinu í hendur Man- gold. Hann var mikill aðdáandi Cash og hafði fylgst með þróuninni í tvö ár. Mangold og konu hans leist ekki á það sem komið var á blað, fannst góður efniviðurinn kæfður í róman- tík. Þau héldu til Tennessee á vit Cash-hjónanna til að fá meira kjöt á beinin. Upp hófst tími ótaldra viðtala við hjónin, öll náin, mörg sársauka- full. Skref fyrir skref, blað fyrir blað var handritið breytt og bætt. Að því kom að Mangold áleit það tilbúið til töku, að undanskildum veikum mið- hluta. Þá leysti hin guðhrædda June Carter loks frá skjóðunni og sagði Mangold frá ástarævintýri þeirra Cash í Las Vegas sem legið hafði í þagnargildi. Og Mangold var ekkert að vanbúnaði lengur. saebjorn@heimsnet.is Kært var með þeim Johnny Cash og June Carter, sem þau Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon leika í Walk the Line þó að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Ímynd Cash var að mörgu leyti ímynd útlagans, en hann heimsótti fanga í mörgum illræmdustu fangelsum Bandaríkjanna og hélt þar tónleika sem teknir voru upp og gefnir út.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.