Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ I Í Morgunblaðinu föstudaginn 25. nóvember 2005 er á bls. 8 grein eftir Sigursvein Þórðarson: „Húsið Lukka í Eyjum fer með hlutverk í „Ernin- um“. Er hér átt við hinn danska fram- haldsþátt í sjónvarpi RÚV, sem mikl- ar vinsældir hefur hlotið. Sæmundi H. Björnssyni, fyrrum flugumsjónar- manni, þótti þetta heldur snubbótt grein, þar sem ekkert var getið um, hver byggði húsið né frumbyggja þess. Varð það að samkomulagi milli okkar frænda, að ég reyndi að bæta úr þessu með stuttri grein, sem hér fer á eftir. II Föðursystir mín, Sigurveig G. Sveinsdóttir, fæddist í Reykjavík 10. janúar 1887 og lést þar 21. mars 1972. 7. apríl 1923 giftist hún Birni Sæ- mundssyni Brimar (1898–1979), bónda og útgerðarmanni á Skálum á Langanesi. Var þetta annað hjóna- band hennar. Áður var hún gift Hans Isebarn (1894–1974), þýskum manni. Þau Björn og Sigurveig eignuðust fimm börn saman, þau: Kristínu B. Björnsdóttur, f. 10. mars 1924, húsfrú í Reykjavík; Svein M. Björnsson, list- málara, f. 19. febrúar 1925, dáinn 28. apríl 1997; Sæmund H. Björnsson, f. 20. október 1926, flugumferðarstjóra; Elínu Th. Björnsdóttur, f. 24. júlí 1928, vefnaðarkonu; Guðjón Knút Björnsson, f. 1. maí 1930, lýtalækni. III Árið 1932 skildu þau Björn og Sig- urveig og tók þá fjölskylda hennar að undirbúa byggingu íbúðarhúss á Strembutúni í Vestmannaeyjum, en það átti Guðrún Runólfsdóttir amma mín (1860–1949). Hús þetta stendur við Dalaveg og er 138 fermetrar að stærð, hæðin 69 ferm., en kjallarinn 69 ferm. með einu íbúðarherbergi. Geymsla var 76 rúmmetrar, en hænsnahús 673 rúmmetrar. Faðir minn, Sveinn M. Sveinsson (1891– 1951) þá forstjóri Tv. Völundar hf. tók að sér að greiða fyrir efni og vinnu- laun, en Ársæll Sveinsson (1893– 1969) föðurbróðir minn, útgerðar- maður að Fögrubrekku í Vestmanna- eyjum tók að sér að sjá um verkið. Yfirsmiður hefur líklegast verið frændi okkar Magnús Ísleifsson (1875–1949) í London (húsheiti í Ve.), en hver teiknaði húsið, það er mér ókunnugt um. Í maí 1933 leggur Veiga frænka af stað með barnahóp- inn frá Skálum með Súðinni og kom til Vestmannaeyja eftir viðkomu á Seyðisfirði, þar sem hún átti vinafólk. Fluttu þau í sumarbústað ömmu minnar í Strembutúni til að byrja með, en síðan í hið nýbyggða íbúðar- hús strax og það var fullgert. Bygg- ingarfulltrúinn í Ve. segir húsið „tekið út“ árið 1934, en þegar Veiga flytur loks í þetta nýja hús, þá hrópar hún: „Ég er svo hamingjusöm með þetta hús, að ég skíri það bara „Lukku“. Síðan býr hún í „Lukku“ í 15 ár, þar til hún flytur til Reykjavíkur árið 1949. IV En hvernig gekk Veigu frænku að koma upp þessum stóra barnahóp í Lukku? Hún var hörkudugleg kona, en fyrstu árin naut hún stuðnings bræðra sinna og móður, sem rak bú- skap, tvær kýr og nokkrar kindur. Þegar eldri bræðurnir komast á ung- lingsár var vinnu að hafa hjá Ársæli frænda, Sveinn var fyrst háseti á bát Ársæls, Leifi, þegar hann var 14 ára, en á Skaftfellingi, bát Helga Bene- diktssonar var hann kokkur 16–17 ára á heimsstyrjaldarárunum 1941–42. Frá þeim tíma segir glöggt í bók Matthíasar Johannessen: M-Samtöl V. bindi, bls. 100–125. Sæmundur fór aftur á móti á síld, þegar hann hafði aldur til. Sveinn og Sæmundur luku báðir stýrimannaprófi, en Knútur fór í Flensborg og þaðan í Menntaskól- ann á Akureyri, þaðan sem hann varð stúdent 1951. Síðan lá leið hans í læknisfræði í HÍ og þaðan í sérfræði- nám í lýtalækningum í Svíþjóð. Afi minn, Sveinn Jónsson (1862–1947) og þriðja kona hans, Elín Magnúsdóttir (1877–1933), tóku að sér uppeldi þeirra þriggja barna, sem hún átti með Hans Isebarn, Clöru, Ingólfs og Júlíönu. Ég vann í sjö vikur hjá Ár- sæli frænda sumarið 1943 og var þá boðinn í sunnudagsmat til Veigu frænku. Var það afbragðsmáltíð, hænsnakjöt svo ljúffengt, að það bráðnaði næstum því upp í manni. V 2. júní 1949 selur faðir minn Stefáni Vilhjálmssyni (1890–1973) fasteign- ina við Dalaveg (Lukku), en hann sel- ur síðan 14. maí 1951 Ingólfi Guðjóns- syni (1913–1999) frá Skaftafelli í Ve., en síðan selur Ingólfur Brynjólfi Sig- urbjörnssyni (f. 1951) eignina 24. maí 1976. Núverandi eigendur „Lukku“ eru hjónin Kristín Valtýsdóttir og Gunnar Árnason og er þar m.a. rekin hestaleiga, a.m.k. á sumrin og er þetta nú auðkennt Dalavegur 1. Þau hjón hafa haldið húsinu mjög vel við og bætt á margan hátt, svo að til fyr- irmyndar er. Þar sem öll börn Veigu voru nú uppkomin og flutt vestur til Reykjavíkur, var ekki um annað að gera fyrir Veigu en halda einnig á brott úr Eyjum. Flytur hún búslóð sína með Álseynni, skipstjóri Óskar Gíslason (1913–1983), til Reykjavíkur. Í sömu ferð var einnig búslóð barns- föður hennar Sigfúsar Johnsen (1886–1974), en sonur þeirra er Bald- ur Johnsen læknir (f. 22.10.1910). Bílar voru tiltækir á bryggjunni í Reykjavík að flytja búslóðir þeirra Veigu og Sigfúsar til heimila þeirra í Reykjavík, en svo illa tókst til, að bú- slóð Sigfúsar var flutt til Veigu og öf- ugt. Má því fullyrða, að örlagadísirnar séu ekki gersneyddar skopskyni. VI Faðir minn hélt aldrei á lofti þeim stuðningi, sem hann veitti systkinum sínum eða vandalausum. Gjöfinni fylgdi aðeins eitt skilyrði: „Segðu engum frá þessu.“ En fyrirmyndin var ekki langt undan heimili hans að Tjarnargötu 36, því Pétur Halldórs- son (1887–1940) borgarstjóri reisti húsið Tjarnargötu 34 yfir móður sína Kristjönu Pétursdóttur Guðjónsen (1863–1939) árið 1925. Þaðan hefur hugmyndin um að reisa húsið „Lukku“ yfir systur sína Sigurveigu vafalaust komið. Ég man vel eftir Pétri Halldórssyni. Hann var frum- kvöðull að jólaböllum þeim, sem nefnd voru „Félagsleysingjaböllin“ og voru ætluð börnum þeirra manna, er hvorki voru Frímúrarar, Oddfell- owar eða í viðlíka félagssköpum. Þetta voru jólaböll á Hótel Borg og hlakkaði ég til allt árið að komast í þennan fagnað, fá sítrón, súkkulaði og rjómatertur, svo og annað góðgæti, enda snemma mikill matmaður. „Káti karlinn“ eins og við bræður kölluðum Pétur Halldórsson, var valmenni mik- ið, af honum geislaði góðmennskan svo, að við lá að andlitið væri eins og sól, sem brýst fram úr skýjum, er hann heilsaði okkur börnunum. Pétur Halldórsson varð skammlífur, lést að- eins 53 ára og varð mörgum harm- dauði. Mér finnst Reykjavík aldrei hafa orðið söm eftir andlát hans. „Gleðigjafinn mikli“ var horfinn, meira að starfa Guðs um geim. VII Eins og fyrr getur, fluttist Sigur- veig frá Vestmannaeyjum árið 1949 og átti síðan heimili ýmist í Reykjavík eða Hafnarfirði í 23 ár, eða þar til hún lést 21. mars 1972 að Hrafnistu í Reykjavík. Sr. Bragi Benediktsson, mágur minn, minntist hennar í Mbl. 29. mars 1972. Löng lífsbarátta var að baki, hún vafalaust hvíldinni fegin. Við Andrés Andrésson, klæðskeri og miðill, (1887–1970) hittumst í Róma- borg á Ólympíuleikunum sumarið 1960 og ræddum þá m.a. um Veigu frænku, sem þá var enn í fullu fjöri og við leituðum skýringa á hennar sér- stæða lífshlaupi. Þá segir Andrés: „Hún átti svo erfitt „Karma“. Þeir skilja þetta orð, sem vel eru að sér í indverskum trúarbrögðum, ég er þeim ókunnugur. Heimildir: Læknatal, Gunnlaugur Haraldsson: Læknar á Íslandi, Þjóðsaga EHF, 2000. Skipstjóra- og stýrimannatal, Ægisútgáfan 1979–1980, Guðm. Jakobsson. Matthías Johannessen, M-Samtöl, V. bindi, Almenna bókafélagið, 1985. Fasteignamat ríkisins. Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Byggingarfulltrúinn í Vestmannaeyjum. Skólaskýrslur Menntaskólans á Akureyri 1950–1951. Alþingismanntal 1845–1995, skrifstofa Al- þingis gaf út, Rvík 1996. Greinarhöfundur og Sigurveig G. Sveinsdóttir á góðri stundu. Systkinin frá Sveinsstöðum, börn Sveins Jónssonar og Guðrúnar Runólfsdóttur: Í fremri röð frá vinstri: Sveinn Magnús Sveinsson (1891–1951), Ársæll Sveinsson (1893–1969), og Sigurður Sveinsson (1895–1964). Standandi frá vinstri: Sig- urveig Sveinsdóttir (1887–1972) og Júlíana Sveinsdóttir (1889–1966). Saga hússins „Lukku“ í Vestmannaeyjum o.fl.                                                                     Morgunblaðið/Sigurgeir Húsið „Lukka“ í Vestmannaeyjum, Dalavegur 1. Þar segir, að Hallgrímur Örn Hallgrímsson hafi átt heima sem ungur maður í Eyjum. Örninn er sýndur í Sjónvarpinu. Pétur Halldórsson borgarstjóri. Eftir Leif Sveinsson Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.