Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HAGVÖXTUR á Íslandi er eitt
af uppáhaldsumræðuefnum stjórn-
málamanna og sérfræðinga. Á
þeim mælikvarða hefur Íslend-
ingum vegnað vel frá 1945. Stöð-
ugt gleymist að geta
þess hvað hefur vald-
ið þessum hagvexti,
eða hvað skýri hann.
Þar munar án nokk-
urs vafa einna mest
um stóraukna at-
vinnuþátttöku
kvenna. Aukin þátt-
taka kvenna á vinnu-
markaði skapar þeim
að sjálfsögðu um leið
margvísleg tækifæri,
en þau eru ekki án
fórna. Aðlögun sam-
félagsins að breyttum
aðstæðum fjölskyldna
og breyttum þjóðfélagsháttum al-
mennt er hæg og ástandið oft í
litlu samræmi við aðstæður í dag-
legu lífi fólks. Því fer víðs fjarri að
karlarnir hafi reynst tilbúnir til að
yfirtaka heimilisstörfin til jafns
við útivinnandi konur. Sveigj-
anleika vantar á vinnumarkaðinn
og aðlögun að aðstæðum fjöl-
skyldna þar sem báðir foreldrar
eða einstætt foreldri vinnur úti
allan daginn. Einsetning grunn-
skóla er t.d. afleiðing af því að
núna vinna yfirleitt báðir for-
eldrar úti. Það kallar á lengri við-
veru barna í skólanum og iðulega
einnig gæslu eftir að honum lýkur.
Svo fremi sem fjölskyldan sé
umtalsvert samvistum í sínum frí-
tíma hafa börnin auðvitað gott af
meiri samveru við jafnaldra sína
og taka út mikinn þroska í skól-
anum. En þau þurfa líka að borða
og nú er ekki lengur hægt að
senda þau heim í hádeginu þar
sem matur bíður á borðum. Þess
vegna er boðið upp á mat í hádeg-
inu fyrir nemendur í grunnskólum
Reykjavíkur. Skólaárið 2004–2005
voru um 94% almennra grunn-
skóla með slíkt í boði. En þetta er
ekki ókeypis. Gjald fyrir mat-
aráskrift í grunnskólunum er frá
4.000–5.500 á mánuði. Það þýðir
að hver máltíð kostar á milli 200
og 312 kr.
Nýting mataráskriftar var síð-
ast könnuð veturinn 2003–2004. Þá
nýttu að jafnaði 68,6% nemenda
sér hádegismatinn í skólanum.
Velta má fyrir sér hvers vegna
nýtingin er ekki
meiri. Eru virkilega
svona margir for-
eldrar sem koma
heim í hádeginu og
elda næringarríkan
mat fyrir börnin?
Einhver hluti
barnanna er efalaust
með hollt nesti að
heiman en líklegt má
telja að sá hluti sé lít-
ill.
Er ekki sennilegast
að sumir foreldrar
treysti sér einfaldlega
ekki til þess að kaupa
mataráskrift vegna kostnaðarins?
Og hvernig ætlum við að bregðast
við því? Finnst okkur ásættanlegt
að skipta börnunum okkar í stéttir
eftir efnahag strax í grunnskól-
anum? Þau sem hafa efni á því að
borða í mötuneytinu og hin sem
hafa það ekki?
Nú er staðfest það sem mörg
okkar hefur lengi grunað, að rík-
isstjórnin hefur ekki verið að
lækka skatta undanfarinn áratug
nema bara á þá ríkustu en þá er
það líka svo um munar. Þvert á
móti hafa skattarnir hækkað á
90% landsmanna Jafnframt er
dregið úr mikilvægri þjónustu við
þá lægst launuðu, eða kostn-
aðinum velt yfir á þá sem þurfa á
henni að halda með beinni gjald-
töku. Það er ljóst að Sjálfstæð-
isflokkinn langar til að gera það
sama í Reykjavík og hann hefur
gert í landsstjórninni. Það er sami
Sjálfstæðisflokkurinn með sömu
hugmyndafræðina að leiðarljósi
sem nú sækist eftir völdum í borg-
inni og ráðið hefur ríkjum í fjár-
málaráðuneytinu við Arnarhól sl.
16 ár tæp. En Reykjavíkurborg á
að stefna í gagnstæða átt. Meðal
þess sem við getum gert til þess
er að greiða mötuneytiskostnað
skólabarna úr sameiginlegum
sjóðum okkar borgarbúa. Borgin
er rík en það eru ekki allar barna-
fjölskyldurnar. Stöndum saman
um að reka skólamötuneytin og
gerum ekki upp á milli barnanna
okkar. Við vinstri græn viljum
stöðva fyrirætlan hægri aflanna í
borginni og sækja fram með auk-
inni þjónustu við börnin án tillits
til efnahags.
Stéttaskipting barna
í mötuneytunum?
Svandís Svavarsdóttir fjallar
um verð á skólamáltíðum ’Er ekki sennilegast aðsumir foreldrar treysti
sér einfaldlega ekki til
þess að kaupa mat-
aráskrift vegna kostn-
aðarins?‘
Svandís
Svavarsdóttir
Höfundur skipar 1. sæti á V-listanum
til borgarstjórnarkosninganna í vor.
Á UNDANFÖRNUM misserum
hefur farið fram umræða um
framtíð íslenska skipasmíðaiðn-
aðarins í kjölfar þess að íslensk
stjórnvöld sendu
varðskipin til við-
gerða í Póllandi.
Ég ákvað að fylgja
því eftir hvers vegna
í ósköpunum íslensk
stjórnvöld með Björn
Bjarnason í broddi
fylkingar sendu skip-
in úr landi þrátt fyrir
að hagstæð tilboð
bærust frá íslenskum
skipasmíðastöðvum.
Niðurstaðan varð sú
að eftir að búið var
að taka tillit til ýmis
kostnaðar við að sigla
til Póllands, ferða-
laga, ferðakostnaðar,
eftirlits og aukaverka
reyndist íslenska til-
boðið frá Slippstöð-
inni á Akureyri sem
var hafnað síður en
svo óhagstæðara en
hið pólska, og alveg
örugglega ekki ef
ýmis þjóðhagslegur
ávinningur væri tekinn með í
reikninginn.
Skýrslubunki
iðnaðarráðherra
Á undanförnum árum hefur iðn-
aðarráðherra látið gera nokkrar
skýrslur um samkeppnishæfni ís-
lensks skipasmíðaiðnaðar þar sem
einnig eru tíunduð margfeldisáhrif
iðnaðarins á efnahagslífið.
Í skýrslunni sem kom út fyrir
um ári var að finna áhugaverðar
tillögur um úrbætur sem myndu
jafna samkeppnisstöðu íslenska
skipasmiðaiðnaðarins.
Markmið tillagnanna var að ís-
lenskur skipasmíðaiðnaðar stæði
jafnfætis í samkeppni við evr-
ópskan. Í skýrslunni voru tvær
megintillögur, annars vegar að
hækka endurgreiðslur af aðflutn-
ingsgjöldum úr 4,5 í 6,5% og hins
vegar að fara sömu leið og Evr-
ópusambandið, þ.e. að skilgreina
skipasmíðaiðnaðinn
sem hátækniiðnað. Þá
mætti hækka styrki
allt upp í 20% ef þeim
væri varið til hönn-
unar og hátækni í iðn-
aðinum en jafnframt
þyrfti auðvitað að
tryggja að styrkirnir
væru notaðir til þeirra
verka.
Ráðherra gerir
ekkert nema
hækka rafmagnið
Valgerður Sverr-
isdóttir sagði fyrir ári
eða svo að hún ætlaði
að fylgja fram-
angreindum tillögum
fast eftir. Enn gerist
samt ekkert. Hið eina
sem hefur gerst frá
þeim tíma þegar ráð-
herra lýsti því dig-
urbarkalega yfir að
það ætti að fylgja til-
lögunum fast eftir er
að rafmagnið hefur verið hækkað
á iðnaðinn í landinu.
Um eitt þúsund manns störfuðu
við skipasmíðar þegar mest var en
hefur nú hríðfækkað, m.a. vegna
þess að stjórnvöld hafa beinlínis
beitt sér fyrir aðgerðum sem hafa
skekkt samkeppnisstöðu íslensks
iðnaðar. Það er illa gert af ráða-
mönnum að gefa í skyn að það eigi
að bæta samkeppnisstöðu ís-
lenskra skipasmiða en síðan gerist
ekki nokkur skapaður hlutur.
Nú er að vona að iðnaðarráð-
herra taki af skarið og hrindi til-
lögunum í framkvæmd.
Framtíð íslensks
skipasmíðaiðnaðar
Sigurjón Þórðarson fjallar um
íslenskan skipasmíðaiðnað
Sigurjón
Þórðarson
’Nú er að vonaað iðnaðarráð-
herra taki af
skarið og hrindi
tillögunum í
framkvæmd.‘
Höfundur er alþingismaður.
Hvort sem þú þarft að selja eða leigja
atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum
höndum hjá Inga B. Albertssyni.
Nú er góður sölutími framundan,
ekki missa af honum.
Vandaðu valið og veldu fasteignasölu
sem er landsþekkt fyrir traust og
ábyrg vinnubrögð.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFÐU
SAMBAND
www.thinghol t . is
OPIÐ HÚS
Súluhólar 4 – 2. hæð til vinstri
sunnudaginn 29. janúar frá kl. 14–16
Ingibjörg á bjöllu – sími 898 4616
Góð 4ra herbergja íbúð á annarri hæð
í lítilli blokk ásamt bílskúr.
Parket á gólfum og endurnýjað
baðherbergi.
Mikið útsýni yfir Skálafell, Hengilinn
og Bláfjöll.
Verið velkomin.
Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali
Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is
Sími 590 9500
Vorum að fá í einkasölu nýja, fallega og fullbúna 85,4 fm, 3ja herb. íbúð í
nýju viðhaldslitlu lyftuhúsi á góðum stað á Völlum í Hf. Forstofa með skáp,
flísar á gólfi. Hol með parket. Eldhús með sérhannaðar innr. sem ná upp í loft
og eru frá Eldhús og bað, Smáratorgi, vönduð tæki, borðkrókur, parket á
gólfi. Þvottah. er í íbúð með flísum á gólfi. Stofa og borst. með parket á gólf-
um, útgengt út á góðar svalir úr stofu. Baðherb. með fallegum viðarinnrétt-
ingum, baðkar með sturtu yfir, ljósar flísar á gólfi og veggjum. 2 góð svefn-
herbergi með skápum í báðum, parket á gólfum. Sérgeymsla. Hús að utan er
pússað með lituðum marmarasalla og því nánast viðhaldslaust. Lóð og bílastæði fullfrágengin. Stutt verður í alla þjónustu s.s.
skóla, sund og íþróttaaðstöðu. Frábært útivistarsvæði í grennd við húsið.
Anna María býður ykkur velkomin. Íbúð 0302. Laus strax.
Opið hús
í dag frá
kl. 14 til 16
Eskivellir 5 - Opið hús í dag
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is