Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR tæpum tveimur árum
hlotnaðist mér það happ að eign-
ast dóttur. Hún er núna nýorðin
þriggja ára, eiturklár stelpa og
skemmtileg, sem stefnir ann-
aðhvort á lækninn eða prinsessuna
þegar hún verður stór. Dóttir mín
er fædd í Kína.
Það voru mörg
sporin sem stíga
þurfti í tengslum við
þessa barneign mína.
Það þurfti að fara
milli stofnana hér
heima, sækja alls kon-
ar vottorð og umsagn-
ir um að við hjónin
værum líkamlega og
andlega fær um að ala
önn fyrir barninu okk-
ar þegar þar að kæmi.
Þegar umsóknin
okkar um barneignina
fór til Kína tók við
löng bið, u.þ.b. meðgöngulöng, þar
sem kínversk stjórnvöld mátu um-
sókn okkar og leituðu dóttur okk-
ar uppi. Svo barst okkur mynd.
Eftir nokkurra vikna, afar langa
og óþreyjufulla bið lögðum við af
stað í ferðalag þvert yfir hnöttinn,
hittum loksins telpuna okkar og
komum með hana heim.
Þvílík hamingja.
En kveðjurnar sem við og stúlk-
an litla höfum fengið frá stjórn-
völdum síðan heim var komið hafa
verið frekar nöturlegar. Ferðalag
eins og hér er að framan lýst er
alls ekki ókeypis: skjalavinnslan
öll kostar sitt, skráningargjöld af
ýmsum toga leggjast þar ofan á,
greiða þarf styrk til barnaheimilis-
ins í Kína og síðast en ekki síst
borga fyrir ferðina þegar barnið
er sótt. Samtals eru þetta u.þ.b.
milljón krónur sem tínast til. Ís-
lenska ríkið kemur ekki til móts
við þennan kostnað á nokkurn
hátt. Það var meira að segja svo,
að styrkur sem við hjónin fengum
frá stéttarfélögum okkar (sem við
höfum auðvitað greitt til með
skattlögðum krónum okkar gegn-
um tíðina) var skattlagður að
fullu, á þeirri forsendu að um per-
sónuleg útgjöld hafi verið að ræða.
Tekið skal fram að styrkurinn
náði engan veginn að koma til
móts við útgjöldin vegna ættleið-
ingarinnar
Þegar ég las svo um hremm-
ingar nýbakaðrar móður hér á
landi þegar hún eignaðist dóttur
sína fyrr á árinu varð ég hugsi.
Mér fannst sem sé verðlagning
ríkisvaldsins á barn-
eign hennar áhuga-
verð. Tæpar 800.000
kr. Það er það sem
hvert barn, sem ís-
lensku samfélagi
áskotnast eftir til-
tölulega venjubundn-
um leiðum, kostar
okkur skattgreið-
endur (að vísu þurfti
þessi móðir að njóta
aðstoðar skurðstofu
við sína barneign).
Ég hef reyndar ekki
tölu yfir þær upp-
hæðir sem foreldrar eru styrktir
um þegar ekki þarf að leita lið-
sinnis skurðstofu vegna barneigna,
en þær hljóta þó að vera töluverð-
ar, enda mæðraeftirlit og öll að-
staða til barneigna sem betur fer
betri hér en víðast hvar annars
staðar í heiminum. Þetta er kostn-
aður sem við horfum alls ekki í og
greiðum með gleði úr sameig-
inlegum sjóðum okkar. Þetta er
jafnframt kostnaður sem íslenska
ríkið sparar sér þegar börn eru
ættleidd erlendis frá. Íslenska rík-
ið fær meira að segja aukasporslu
þegar svo er gert, getur skattlagt
styrki sem foreldrar ættleiddra
barna afla sér vegna barneign-
arinnar.
Það er þannig hængur á gjaf-
mildi ríkisins gagnvart þeim for-
eldrum sem eignast börn sín
gegnum íslenska heilbrigðiskerfið,
sé tekið mið af reynslu okkar
hjóna. Þar sem barneign okkar og
kostnaður af henni er af skatta-
yfirvöldum talin „persónuleg út-
gjöld“, og þar sem ættleidd börn
njóta samkvæmt lögum jafnræðis
á við önnur íslensk börn, þá hljóta
þessi útgjöld ríkisins vegna með-
göngu og fæðinga, sem greidd eru
sem styrkur til foreldra gegnum
heilbrigðiskerfið, að teljast jafn-
skattskyld og styrkurinn sem við
fengum frá stéttarfélögum okkar á
sínum tíma, allur kostnaður vegna
barneigna á Íslandi hlýtur að telj-
ast til „persónulegra útgjalda“.
Þarna er því komin fyrirtaksleið
til að auka tekjur ríkissjóðs og
það þarf eingöngu að beita jafn-
ræðisreglunni til þess að opna fyr-
ir hana.
Önnur leið til að uppfylla jafn-
ræðisregluna væri auðvitað sú að
koma til móts við foreldra ætt-
leiddra barna með einhverjum
hætti, hætta a.m.k. að skattleggja
stéttarfélagsstyrki sem veittir eru
vegna ættleiðinga. En miðað við
þá afgreiðslu sem þingsályktun-
artillaga þessa efnis hefur fengið á
löggjafarsamkomunni hingað til,
þá hugnast ríkisvaldinu ekki sú
leið. Ég vænti þess því að hin leið-
in verði talin álitlegri. Í það
minnsta sætti ég mig ekki við það
að mín barneign njóti ekki jafn-
ræðis á við aðrar barneignir Ís-
lendinga og því síður við það að
með því að þetta ójafnræði ríkir,
sé gefið í skyn að dóttir mín sé
ekki jafnvelkomin í hóp Íslendinga
og önnur börn.
Af skattlagningu barneigna
Ólöf Ýrr Atladóttir fjallar
um ójafnræði varðandi
barneignir Íslendinga ’… ég sætti mig ekki viðþað að mín barneign njóti
ekki jafnræðis á við aðrar
barneignir Íslendinga og
því síður við það að með
því að þetta ójafnræði rík-
ir, sé gefið í skyn að dóttir
mín sé ekki jafnvelkomin
í hóp Íslendinga og önnur
börn.‘
Ólöf Ýrr Atladóttir
Höfundur er móðir íslenskrar telpu,
og starfar sem framkvæmdastjóri
stjórnsýslunefndar.
Falleg og vönduð sumarhús
frá Stoðverk ehf í Hveragerði
Símar: 660 8732, 660 8730, 483 5009 • stodverk@simnet.is
• Gott verð.
• Áratuga reynsla.
• Teiknum eftir óskum
kaupenda.
• Sýningarhús á staðnum.
• Einnig höfum við
áhugaverðar lóðir til sölu.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
VALLENGI 7 – 4ra HERB.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14 – 16.
OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG
Björt og rúmgóð 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum í vinsælu og vel staðsettu
PERMAFORM-húsi. Sérinngangur. Á neðri hæð er fremri forstofa, hol, eldhús, stofa,
gestasnyrting og þvottahús. Suðursvalir. Uppi eru 3 herbergi og baðherbergi.
Barnvæn lóð. Öll þjónusta í göngufæri, s.s. leikskóli, grunnskóli, Borgarholtsskóli,
Spöngin o.fl. ÍBÚÐIN GETUR VERIÐ LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 21,9 millj.
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Um er að ræða alla húseignina nr. 13,
sem er kjallari, tvær hæðir og ris. Húsið
samanstendur af þremur íbúðum. Í kjall-
ara er sameiginlegt þvottahús og þurrk-
herbergi, alls er húsið um 280 fm. Eignin
er skráð íbúð á 1. hæð og íbúð á 2. hæð
og í risi. Allar íbúðirnar eru í tryggri leigu.
Á 1. og 2. hæð hússins eru rúmgóðar,
fallegar og mikið endurnýjaðar 3ja
herbergja íbúðir, auk 3ja herbergja íbúðar
í risi. Í kjallara eru svo geymslur sem
fylgja íbúðunum, svo og þvottahús og þurrkherbergi. Ástand húss að utan er mjög
gott. Stigagangur og önnur sameign í ágætis ástandi. Búið er að endurnýja rafmagn,
og rafmagnstöflur, járn á þaki lítur vel út. Í heild afar fallegar og vel skipulagðar íbúðir
í húsi sem lítur vel út.
Eignin selst í heilu lagi. Tilvalið fyrir fjárfesta.
Verið velkomin í dag frá kl. 13-14.30. Sölumenn Gimli verða á staðnum og veita
allar nánari upplýsingar.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA
Seljavegur 13, heildareignin - 3 íbúðir
OPIN HÚS HJÁ GIMLI
Sérlega falleg og vel skipulögð 3ja
herbergja 82 fm íbúð á 3. og efstu hæð
með sérinngangi og glæsilegu útsýni af
stórum suðursvölum. Innan íbúðar eru
tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með
fataskápum. Fallegt baðherbergi með
innréttingu og tölvustýrðum sturtuklefa
(gufa, nudd og útvarp innbyggt í sturtu-
klefann) Sérþvottahús innan íbúðar og
sérgeymsla á hæð. Stofan er björt og
rúmgóð, nýtist einnig sem borðstofa og er opin að hluta inn í eldhús. Eldhúsið er
með fallegri mahóníinnréttingu. Í heildina litið sérlega falleg, björt og afar vel skipu-
lögð íbúð með fallegu útsýni. Verð 20,9 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00.
Klapparhlíð 28 - íbúð 303 - 3ja herb. Mosfellsbæ
Ný á skrá. Sérlega vel skipulögð og björt
3ja herbergja 59 fm íbúð á 3. hæð í stein-
steyptu húsi sem var málað og sprungu-
viðgert 2005. Suðursvalir. Rúmgott eld-
hús með nýlegri innréttingu, tengi fyrir
þvottavél, flísar á gólfi og borðkrókur.
Eldhús opið að hluta inn í stofu. Baðher-
bergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf,
sturtuklefi og gluggi á baði. Búið er að
endurnýja rafmagnstöflu fyrir íbúð. Verð
17,9 millj., áhv. 15,8 millj. 4,15%.
Margrét tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13.00-14.00.
Baldursgata 22 - 3. hæð
Björt og falleg 3ja herbergja 81,2 fm íbúð
á 2. hæð (ein íbúð á hæð) í góðu stein-
húsi. Tvær samliggjandi bjartar stofur,
rúmgott hjónaherbergi, baðherbergi og
eldhús með gaseldunartækjum úr burst-
uðu stáli. Í sameign er þvottahús og
geymsla ásamt herbergi sem er sameign
allra og er í útleigu. Fallegur garður. Góð
sameign. Verð 18,6 millj.
Ólöf tekur á móti ykkur í dag frá
kl. 13.00-15.00.
Seljavegur 25 - 2. hæð
Kristján Ólafsson hrl. og löggildur
fasteignasali
www.klettur.is
FASTEIGNASALAN KLETTUR KYNNIR Foldasmára 14: Fallegt raðhús á góðum stað í
Smárahverfi í Kópavogi. Um er að ræða 195,7 fm raðhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr. Fallegur og vel frágengin garður og heimkeyrsla eru við hús-
ið og er húsið allt í fínu ástandi að innan sem utan.
Sölumenn Kletts taka vel á móti ykkur
Opið hús við Foldasmára 14
í dag sunnudag frá kl. 14.00-16.00
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Fréttir
í tölvupósti