Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 49 UMRÆÐAN TILEFNI greinar minnar eru áform menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs um eitt ár. Stærsti hluti þeirra íslensku námsmanna sem stunda nám er- lendis er í skólum á Norð- urlöndum. Tölur frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna sýna að þangað er ásóknin margföld miðað við önnur lönd, og eykst hún með ári hverju. Þannig sóttu fyrir skólaárið 2002– 03 998 einstaklingar um lán til náms í Danmörku, árið 2003– 04 voru umsækjend- urnir 1.066 talsins og árið 2004–05 var þessi tala 1.216. Sömu tölur fyrir Noreg og Sví- þjóð eru 209 (02/03), 214 (03/04) og 230 (04/05). Sam- anlagt er þetta stór hópur sem þjóðin hefur átt kost á að mennta án þess að þurfa að greiða him- inhá skólagjöld eins og tíðkast víð- ast hvar utan Norðurlandanna. Til samanburðar eru sömu tölur þessi ár fyrir Bandaríkin 507, 412 og 374 og England 228, 223 og 244. Fyrir margar sakir eru Norð- urlönd fýsilegur kostur fyrir ís- lenska námsmenn. Þar telst það, eins og á Íslandi, bæði sjálfsagt og eðlilegt að fólk í námi stofni fjöl- skyldur og eigi aðgang að dagvist- un og skólum fyrir börnin. Þetta líta margar aðrar Evrópuþjóðir, sem við berum okkur gjarnan saman við, öðrum augum. Nor- rænu samfélögin eru lík og því hefur flest okkar fólk verið nokk- uð fljótt að „læra að synda“ hinum megin Atlantsála. Óþarft er að tíunda menning- arleg og söguleg tengsl Íslands og Danmerkur, sem og hinna Norð- urlandanna. Hins vegar er það staðreynd að við Íslendingar höf- um notið sérstakrar velvildar, átt forgang fram yfir námsmenn ann- ars staðar að úr heiminum, í skóla hjá frændum okkar á Norð- urlöndum. Þetta á sér margar ástæður, en ein er sú, að til þessa hefur verið hægt að ganga að því vísu að í samræmi við íslensku námsskrána búi íslensk ungmenni yfir góðri undirstöðuþekkingu á einu norðurlandamáli. Allt útlit er nú fyrir að mögu- leikar íslenskra ungmenna til að stunda nám í hinum Norð- urlandaþjóðunum muni breytast. Með nýrri námsskipan til stúd- entsprófs fækkar kennslustundum í dönsku verulega, eða um þriðj- ung hjá málabrautanemendum og um helming hjá öðrum nem- endum, miðað við nú- verandi tímafjölda. Með þetta veganesti mun enginn venjuleg- ur íslenskur nýút- skrifaður stúdent geta staðist „Den Store Danskprøve“ sem aðr- ir námsmenn en ís- lenskir hafa þurft að taka áður en þeir hafa fengið inngöngu í há- skóla í Danmörku og samsvarar eins árs námi í málaskóla í Danmörku. Í fyrirhuguðum breytingum er gert ráð fyrir að færa hluta af námsefni framhaldsskólanna í dönsku yfir í efri bekki grunnskól- ans. Slík ákvörðun er tekin af þekkingarleysi um tungumála- kennslu og málþroska barna. Það er á framhaldsskólaaldrinum sem reynsluheimur ungmenna stækkar og málþroskinn fylgir því ferli. Það er ekki hægt að tala „fullorð- insmál“ á útlensku ef þú talar „barnamál“ á þínu eigin móð- urmáli. Margir telja, að til að stunda nám á Norðurlöndum þurfi menn ekki að kunna dönsku, bara ensku, því flestir skólar sem eftirsókn er í bjóði námsbrautir á bæði dönsku og ensku. Þetta er að vissu leyti rétt, en eftir sem áður gera skól- ar, eins og t.d. Copenhagen Bus- iness School og Danmarks Tekn- iske Universitet, þar sem margar námsbrautir eru á ensku, líka kröfu um að nemendur hafi undir- stöðuþekkingu á einu norð- urlandamáli. Til þessa hefur íslenskum stúd- entum ekki verið hafnað fyrir of litla tungumálakunnáttu fyrir danska háskóla en þetta er að ger- ast núna. Stúdentar af nátt- úrufræðibrautum hafa ekki lært nægilega mikið í tungumálum og stúdentar af málabrautum hafa ekki lært nógu mikla stærðfræði. Hugtök sem hvað mest hafa verið til umræðu undanfarið eru alþjóðavæðing og útrás. Ég leyfi mér að draga það stórlega í efa að útrás Íslendinga í fyrirtæki og samsteypur á Norðurlöndum sl. tvö ár hefðu gengið jafn vel ef þeir sem unnið hafa hið innra starf fyrirtækjanna hefðu ekki lagt sig eftir að læra tungumál þarlendra. Samningar og fyr- irlestrar eru undantekningalítið á ensku, en hin mannlegu tengsl og traustið sem verður að vera í við- skiptum, það „gerist“ á tungumál- inu sem tengist okkar sameig- inlegu norrænu rótum. Ég vil að endingu leyfa mér að hafa eftir það sem Svavar Gests- son, sendiherra Íslands í Dan- mörku, sagði um samskipti okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar en áður var hann sendiherra Íslands í Svíþjóð (Mbl. sun. 15. jan. bls. 2): „Svavar sagði að Danmörk væri landið sem Íslendingar leituðu fyrst til, enn þann dag í dag, þrátt fyrir liðlega sextugt lýðveldi. Í Danmörku væru um eitt þúsund íslenskir stúdentar í námi – en um 150 í Svíþjóð og um 70 í Noregi. „Hér búa um tíu þúsund Íslend- ingar, hingað koma fjórar til fimm flugvélar á dag fullar af fólki og hér eru íslenskir menningar- viðburðir svo algengir að það er ekki nokkur leið að hafa tölu á þeim. Svo má kannski bæta því við, eins og til skýringar, að fjár- festing íslenskra aðila er alltaf til orðin í góðri samvinnu við fyr- irtæki og banka.““ Ég vona að yfirvöld menntamála á Íslandi beri gæfu til að endur- skoða stefnu sína varðandi stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Menntun til framtíðar Auður Leifsdóttir fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Til þessa hefur íslensk-um stúdentum ekki verið hafnað fyrir of litla tungu- málakunnáttu fyrir danska háskóla en þetta er að gerast núna. ‘ Auður Leifsdóttir Höfundur er dönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík og formaður Félags dönskukennara. Glæsileg 90 fm íbúð á 7. hæð, íbúð 0702, í nýlegu lyftuhúsi auk 30 fm bílskúrs sem er innbyggður í húsið. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu með skápum, geymslu við forstofu, hol, eldhús með hvítum/ beykiinnréttingum, rúmgóða og bjarta stofu með útsýni til vesturs, tvö herbergi, annað með góðum skápum, og baðherbergi með sturtuklefa. Parket á gólfum. Suð- vestursvalir út af stofu. Húsvörður. Verð 29,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Snorrabraut 56 3ja herb. íbúð fyrir 55 ára og eldri ásamt bílskúr Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00 Baugakór 1-3 er þriggja hæða hús með kjallara og lyftu. Í húsinu eru 18 íbúðir, tólf þeirra eru þriggja herbergja og sex fjögurra herbergja. Gengið er inn í íbúðirnar af svalagangi. Stæði í bílageymslu og geymsla fylgja íbúðum. Úr bílageymslu er innangengt í kjallara og lyftuhús. Bílaplan og aðkeyrsla að bíla- geymslu er upphitað. Húsið er steinsteypt og klætt að utan með báruáli og sléttu áli. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna með vönduðum innréttingum frá Axis. Afhending á íbúðum verður í júní. Verð frá 21,7 millj. EINKASALA. Nýtt í sölu Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Snorri Egilsson, lögg. fasteignasali, sölustjóri. Magnús Geir Pálsson, sölufulltrúi. Björn Stefánsson, sölufulltrúi. Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögg. fasteignasali. Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Netfang: borgir@borgir.is • www.borgir.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 BAUGAKÓR - RÚMGÓÐAR ÍBÚÐIR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 BJARTAHLÍÐ 6 – MOSFELLSBÆ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 14-16 OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG Gott og vel staðsett 113 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í ; fremri forstofu með skápum, hol, opið eldhús með vand- aðri innréttingu og tækjum, stóra stofu með útgengi á vesturverönd, 2 góð svefnherbergi með skápum, flísalagt baðherbergi og inn af því þvottahús með innréttingu. Flísar á aðalgólfum. Innihurðir og skápar eru af vandaðri gerð og mikil lofthæð er yfir stofu og eldhúsi en að hluta til eru loft tekin niður og nýtt sem geymsla. Góð timburverönd er austan við húsið við hlið inngangs og að vestan þ.e. garðmegin er stór timburverönd í fallegum grónum garði. Verð 29,9 millj. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.